miðvikudagur, desember 07, 2005

17. Desember



Ég sit hérna á 22, búinn að drekka allt of mikið af kaffi og hlakkar geðveikt til hinar tilvonadi andvökunætur. Ég er með blússandi Dimmuborgir í ónýtu heyrnartólunum mínum og er að gera mér grein fyrir að "its on!!!" MÁLMLEIFIÐ verður haldið laugardaginn 17. desember. So brace urself. Takið fram svörtu og hvítu andlitsmálinguna, gerfiblóðið og gaddaólarnar, svo ekki sé minnst á alla metaldiskana og auðvitað the green and brown. Be there or be a fucking looser.

fimmtudagur, desember 01, 2005

He flipped me off!!!!!

Menn á rándýrum BMW´um eru að spila æ sterkari þátt í mínu lífi. Enda er ég einhverra hluta vegna alltaf að svína á þá og gefa þeim fingurinn. Ég lennti í einnhverri þeirri furðulegustu lífsreynslu sem ég hef lennt í á æfinni í gær. Ég var að keyra á bíl í seljahverfinu og tókst að svína svona svakalega á þennann svarta BMW. Hann stóð á flautunni fyrir aftan mig, þannig að ég sá ekki annað í stöðunni heldur en að gefa honum fingurinn. Hann hefur tekið þetta eitthvað mikið inn á sig, þar sem hann ellti mig þangað til að ég stoppaði. Hann ættlaði að rífa upp hurðina hjá mér en þar sem ég er vanur í gettóinu þá var hurðin hjá mér læst. Við rifumst í dágóða stund eins og fávitarnir sem við vorum. Ég, fávitinn fyrir að svína á hann og gefa honum fingurinn og hann fyrir að hafað flautað eins og fáviti. Þetta samtal endaði á því að hann fór aftur í bílinn sinn og keyrði í burtu, örugglega hundfúll að ég hafi verið með læsta hurðina svo hann gat ekki lamið mig. Ég eyddi næsta hálftímanum í að hlægja að þessu skemmtilega atviki. Þangað til að ég þurfti að fara í hús með sendingu.......... og hver haldiði að hafi komið til dyra. Þetta var náttúrulega allt of fyndið, þannig að við stóðum þarna og hlógum eins og fávitarnir sem við vorum og erum væntanlega enn.

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Ég hef soldið verið að pæla í fátækt og almennum blankheitum síðustu eina og hálfa viku. Ástæðan fyrir því er sú að ég hef verið algerlega með öllu blankur á þessum tíma. Nú eru liðnir 11 dagar síðan ég lét renna kortinu mínu í gegnum posa og ég er viss um að það sé persónulegt met hjá mér síðan ég byrjaði að nota depedkort. Ég hef komist að því, að blankheit eru ekkert ósvipuð krabbameini. Það er að segja að óttinn við peningaleysið er mun verri heldur en peningaleysið sjálft. Það er ótrúlegt hvað maður getur fundið sér til dundurs og bömmast á mörgum þegar maður er blankur. Maður þakkar gvuði fyrir þurra daga, þar sem maður getur gleymt hungrinu í sígarettur og skindibitamat á hjólabrettinu. Ég var einmitt að gera það síðastliðin föstudag, var að renna mér niður brekku á leiðinni til Friðgeirs, Þegar ég svína á þennan bíl sem að flautaði á mig. Ég sneri mér við og gaf honum puttan, bara til þess að fatta að gaurinn sem var á svörtum BMW var að gefa mér puttann til baka. Mér var hugsað til þess, hvort þessi gaur fengi meira að ríða út á þennan 8 milljón króna BMW heldur en ég á 20 Þúsund króna hjólabrettinu mínu.... Eftir stuttan umhugsunartíma varð mér það ljóst að auðvitað fengi hann meira að ríða út á þennan 8 milljón króna BMW en þrátt fyrir það þakkaði ég gvuði fyrir að vera ekki fáviti á 8 milljón króna BMW.

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Big Brofa

Ég eins og flestir Íslendingar sem þurfa að mæta í vinnu á hverjum virkum degi, eyði dágóðum tíma í það að komast á vinnustaðinn minn, sem er nú staðsettur uppá höfða. Er ég ferðast um dymm stræti stórborgarinnar, hvort sem það er í strædó eða á einkabílnum þá rek ég alltaf augun í hitamælina/klukkurnar sem eru staðsett á víð og dreif um borgina. Mér hefur alltaf funndist þetta vera frábært framlag frá yfirvöldum. Að geta séð hvað klukkan er og hvað það er heitt úti. Er ég að vera of seinn í vinnuna eða er í allvörunni svona kalt úti? Svo getur maður mætt í vinnunna og litið út fyrir að vera gáfaður með því að vita hvert hitastigið er. Frábært!! Það eru svona hlutir sem hafa látið mér líða vel með það að borga skatt af þeim litlu launum sem ég fæ. Skattpeningarnir mínir fara í svona hluti sem létta okkur öllum lífið og þar sem ég hef alltaf talið mig vinstrisinnaðann gaur, þá hef ég fyrir löngu sætt mig við að borga háann skatt.
Síðan fattaði ég fyrir stuttu að allir þessir hitamælar/klukkur eru staðsettar á auglýsingaskiltum. Þeir eru ekki á vegum borgarinar heldur auglýsingastofum sem nota þessi tæki til að fanga athygli okkar, til þess að reyna að selja okkur eitthvað sem við þurfum ekki, eins og fuckings viðbótarlífeyrissparnað. Þessi tæki eru Davíð Oddson í dulargerfi Steingríms J Sigfússonar. BASTARDS!!!!! Ég hef lifað í ligi öll þessi ár.

sunnudagur, október 30, 2005

Ekki lesblindur, bara heimskur

Fyrstu vikuna mína í menntaskóla var ég sendur í lesblindupróf eftir hrikalega frammistöðu í stafsetningarprófi. Þar fékk ég það skriflegt að ég væri ekki lesblindur, bara heimskur. Síðan þá hef ég reynt að bæta stafsetninguna mína og þó það hljómi ótrúlega, þá hafa framfarirnar verið gríðarlegar, þó svo að ég augljóslega eigi langt í land. Ég er eginlega farinn að finnast þetta bara vera fyndið og fynnst það alltaf jafn skemmtilegt þegar öðru fólki finnst það líka. Ég fékk einmitt komment frá honum Friðgeiri um daginn, að yfslilonin mín væru í allgjöru fucki. Ég sem sagt skrifa víst alltaf "Y" þegar ég á ekki að gera það og öfugt. Friðgeir stakk upp á því að ég ætti að gera þetta að trademarki í skrifunum mínum. Mér fannst það frábær hugmynd þangað til að ég fattaði að maður þarf í raun að hafa nokkra hæfileika í stafsetningu til þess að það takist. En fyrst að laxnes mátti gera það, þá hlýt ég að meiga það líka. hann fékk meir að segja nóbelsverðlaun og hver veit nema ég fái þau líka. Nóbelsverðlaun fyrir lélega stafsetningu.

laugardagur, október 15, 2005

"Violets are blue roses are red, living like this were already dead."

Ég er að ræða við bankareykninginn minn í þessum töluðu orðum, í gegnum veraldarvefinn. Við erum að ræða um hvort ég eigi að fara á fillerí í kvöld. Heimabankinn er að reyna að fá mig frá því að drekka í kvöld og sýnir mér því til stuðnings reykningsyfirlitið yfir síðustu mánuði. Þetta blessaða yfirlit gefur til kynna að ég sé búinn að vera heldur blautur síðustu vikur. Ég nota alkahólista hugtakið "blautur" vegna þess að á svona stundum fer ég að efast um heilbrigði mitt í þessum málum. Er ég að breytast í stjórnlausann alkahólista, sem lifir fyrir ekkkert nema sósuna? Það gæti vel verið að sú sé raunin en burtséð frá því, þá er staðreyndin sú að ég þekki bara svo mikið af fallegu og skemmtilegu fólki. Það getur engin neitað því, að það eina sem er betra heldur en að hanga með skemmtilegu og fallegu fólki er að vera fullur með fallegu og skemmtilegu fólki. Heimabankinn minn hristir hausinn og kallar mig öllum illum nöfnum en ég læt ekki sanfærast. Ég ætla að klára þennan kaffibolla og kíkja í ríkið......

sunnudagur, október 09, 2005

Ég var að ræðu um bíla í dag við tiltekna manneskju og náði að missa út úr mér þessa fáránlegu setningu. "Já. Ég fíla svona litlar druslur."

fimmtudagur, október 06, 2005

STUPIT

Ég sit hérna á Kofa Tómasar frænda, blússandi 80´s tónlist á fóninum og ég er að drekka kaffi og tölvunördast og mjög svo völltu borði. Ekki sérstaklega gáfulegt, en ég er nú hvort eð er ekki búinn að vera að gera mikið af gáfulegum hlutum upp á síðkastið. Það er til dæmis ekkert sérstaklega gáfulegt að tala mjög hátt um hvað nýja Sigurrósarplatan sé leiðinleg á meðan maður er að bíða í röðinni inn á Sirkus. Annað sem er ekki mjög gáfulegt er að renna sér niður brekkur á hjólabretti í seljakverfinu í mikilli umferð. Ég er einmitt með hella bólgin ökkla því til stuðnings. Annað mjög heimskulegt er að fara í heimsókn til mömmu og fá krukku af home made marmelaði, gleyma að hún sé í töskunni og leifa henni að detta í jörðina. Nú á ég ekkert marmelaði og taskan mín er öll stikky að innan. Þeir eru fleiri heimskulegu hlutirnir sem ég er búinn að vera að gera af mér síðustu vikur. Hlutir sem ég nenni ekki að fara út í akkúrat núna en það sem ég er búinn að læra allavegana er að maður á nóg með það að díla við heimskuna í sjálfum sér og þess vegna er betra að halda sér frá því að vera að díla við heimskuna í öðrum..

þriðjudagur, október 04, 2005

Is this the end of my blogg as we know it?

Þegar líða fer á æfikvöld flestra bloggsíða. Fara póstin að fyllast af setningum eins og "Afsakið bloggleysið síðustu daga" og sfr. Þrátt fyrir afsakanir á bloggleysinu, þá yfirleitt fylgja þeim ekki samviskusamlegar póstinnsetningar í kjölfarið og bloggið á endanum leggst útaf og verður bara waist of space á veraldarvefnum. Bloggið mitt virðist vera með öll þessi einkenni og þykir mér það miður. Ég veit að ég get ekki lofað endurbótum en við sjáum hvað setur. Ég er allavegana hér í dag að pósta. Sit einns míns liðs á 22 með kaffi og sígó, The Weeping Song með Nick Cave ómar í hátalarakerfinu hérna en ég er að hlusta á BIrthdayparty í ipodinum mínum, því ég er svo fáránlega hipp og cool. Margur mundi halda að viðburðarleysi síðustu vikur væri ástæðan fyrir bloggleysinu en svo er svo sannarlega ekki. Ég og Kevin Costner erum að massa þetta á Íslandspósti og svo virðist sem þessi vinna gefur myndinni lítið eftir í leiðindum en maður fékk reyndar ekkert borgað fyrir að horfa á myndina þannig að ég get lítið kvartað. Eins flestir vita þá er ég fluttur í gamla hárgreiðslustofu á Barónstígnum og ég get ekki annað sagt að lífið í miðbænum sé að fara vel í mig, þrátt fyrir að stundum sakni maður gamla settsins þegar maður leggst einn undir feld og sofnar við góðan CSI á skjá einum. Þessir fyrstu dagar í nýju íbúðinni voru heldur betur áhugaverðir. Góður fussball, góð partí, leiðinleg partí, fullt af áfengi og svo ekki sé minnst á hot nágranna sem raða í fataskápinn fyrir mann. (svona eins og Sharon Stone í Broken Flowers.)
Þegar maður býr einn og þarf að sjá um sig sjálfur, fer maður að taka eftir hinum ýmsu lygum sem afhjúpast þegar maður breystist í hin almenna neitenda. Til dæmis kaffi sem eru markaðsett sem frönsk vara en eru með dönsum innihaldslýsingum (LAIM), það er svona svipað pirrandi og harðkjarna hljómsveitir sem borða ekki kjöt og eru á móti loðdýrarækt.
En lífið er að færast fastari skorður, atburðarrásin er að hægja á sér og ég lifi í voninni um að það sé ekki falin myndavél í íbúðinni minni og fólk sé að hlægja sig máttlaust af þessum vonlausa gaur sem affrystir ískápinn sinn án þess að vita af því og ristar sér brauð á gólfinu vegna þess að það eru svo margar tómar bjórflöskur á borðinu.

miðvikudagur, september 21, 2005

I GOT A JOB


Það er ég.................Og það er Kevin Kostner. Í epísku póstbatli, that will just keeps going and going and going and going.
We are going POSTAL!!!!!!!!!

þriðjudagur, september 20, 2005

"I am very very happy. So please hit me."




Ef það er eitthvað í þessum heimi sem passar fullkomlega vel saman, þá eru það bílar og tónlist. Þar sem bíllin minn er allgerlega snauður af hljómflutningstækjum, þá hef ég nýtt mér það til hins ýtrasta að rúnta um á bílnum hennar mömmu með furðulegasta playlista sem sögur fara, ef playlista mætti kalla. Þetta eru sem sagt tvö lög sem ég lúppa aftur og aftur og fæ ekki nóg af því. Hressasta lag í heimi og þunglyndasta lag í heimi. Þunglynda lagið er Cripple and the starfish með Antony and the Johnsons sem er án efa þunglyndasta lag sem samið hefur verið. Hressa lagið er hins vegar upprunnalega Fire lagið með Prodigy, sem er án efa lang besta teknó lag sem hefur verið gefið út. Þessi lög hef ég sem sagt verið að spila til skiptis, aftur og aftur síðastliðna tvo daga í bílnum hennar mömmu. Ég veit að þetta er allveg rosalega sick og að ég gæti verið að missa vitið en fuck it. Vaknar upp spurningin sem Nick Hornby lagði upp í High Fidelity um hvort tónlisin endurspegli hugarástandið eða hvort hugarástandið endurspegli tónlistina.

Strange days indeed

Sumarið er formlega búið hjá mér. Það var stimplað út á aðfaranótt mánudags með rúnti á nýja supercool hjólabrettinu mínu í Norðurmýrinni, undir fullu tungli, í anarlegu ástandi með gott shuffle á ipodinum mínum.
Síðustu vikur hafa verið meira en lítið furðulegar, jafnvel ógnvekjandi á tímum en jafnframt súpercool líka. Maður getur samt huggað sig við þá staðreynd að maður lifir athyglisverðu lífi sem er uppfullt af atburðum og lífsreynslum sem mörg hver passa ekki inn í ramma hins siðsama meðalmanns og maður getur ekki verið annað en ánægður með það. Það er eitthvað heillandi við það, að horfa til nánustu framtíðar með eitt stórt spurningarmerki í augunum. Línurnar virðast samt vera að skírast á kortinu. Ég er líklegast kominn með nýja vinnu og er að öllum líkindum að fara að legja súpercool íbúð niðrí bæ. Hausinn á mér er kominn í svona ágætis "I dont give a shit" fíling og eins og ég ræddi við meistara Leonard Cohen er ég rúllaði eftir eftir Mánargötunni á supercool hjólabrettinu mínu, þá er bara eitt sem kemur til greina í stöðunni. "First we´ll take Manhatan, then we take Berlin."

fimmtudagur, september 08, 2005

Líddu you fuckings tími

Andskotans helvíti!!!!!
Ég er búinn að vera hérna í fimm tíma en samt eru ekki einu sinni liðnir tveir tímar. Þetta er síðasta vaktín mín hérna. Stutt sex tíma vakt. Ég er kominn með svo mikið ógeð, ég er kominn með svo mikið fuckings ógeð af túristum. Það eru 3 þjóðverjar hérna inni í þessum skrifuðu orðum og ég er ekki að meika fleiri fuckings þjóðverja, fleiri fuckings frakka, ítali, svisslendinga og allt þetta lið. Screw you guys Im going home.....

Ég vona bara að ég nenni að halda þessu bloggi áfram. Fer væntalega eftir því hvað ég finn mér að gera þegar ég kem heim. Helst ekki neitt, það væri brjálað.

miðvikudagur, september 07, 2005

Útlandið er á næsta leiti



Jæja! Þá er maður bara að fara til útlandana á mánudaginn. Ég var að fatta að ég er ekkert búinn að fara út í ár sem er frekar fucking leim ef maður pælir í því.
Gallin við utanlandsferðir er að maður þarf að fara í flugvél til að komast þangað og mér er ekkert sérstaklega vel við að fljúga. Ég er ekki beint flughræddur að því marki sem mundi kallast sjúklegt en kemst samt ekki hjá því að hugsa um hræðilegan flugslysadauða þegar ég sest niður í flugvélasætið. Mér var sagt um daginn að þar sem ég hef flogið svo oft um æfina, þá ætti ég að vera hafin yfir svona heimskulegar hugsanir. En er það ekki samt þannig að ef maður hefur flogið oft um æfina, þá ætti maður fyrst að byrja að hafa áhyggjur, það er að segja ef maður horfir á þetta frá sjónarhorni líkindana. Mér finnst ég alltaf vera einhvernveginn að storka örlögunum þegar ég sit í hundrað tonna apparati í fimmþúsund feta hæð. Þó að ég viti að eðlisfræðin sér um að halda vélinni á lofti, þá er eitthvað í mér sem er handvisst um að það sé hönd guðs sem heldur undir flugvélina og að líf mitt og allra annara í flugvélinni er í höndunum hans, sem er náttúrulega allgert bull. Flugfélögin væru ekki að borga flugmönnum laun og að fylla vélarnar af rándýru og eldfimu flugvélabensíni, ef að almættið sæi síðan um lyftikraftin. En svona geta hugsanir manns verið heimskulegar og þegar flugvélin mun stíga til himna á mánudagsmorgun, með mig innanborðs, mun ég vera með hroll í maganum, ríghaldandi mér í eitthvað eða einhvern og biðjandi til guðs sem almenn rekstrarfræði er búin að afsanna að sé til.

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Geðveikin senn á enda

Ég vil byrja á að afsaka bloggleysið síðustu daga. Ég náði að stúta tölvunni niðrí vinnu fyrir nokkrum dögum og nenni ekki jafn mikið að blogga hérna heima. Ég á reyndar bara eina næturvagt eftir og þá mun þessi geðveiki vera á enda. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim sem aðstoðuðu mig í gegnum svörtustu miðnætursólina, með nærveru sinni. Ég væri örugglega inni á kleppi án ykkar. So thank you very mutch you guys.

Ég hélt uppá næstsíðustu næturvaktina mína í gær, með því að horfa á contender. (Hvað þýðir eiginlega contender? og vernig tengist það boxi?) Ég hef nú ekkert sérstaklega gaman af boxi en þegar búið er að bæta við slowmotion og blússandi lúðraþyt í bardagann, þá finnst mér þetta allt í einu vera orðið frekar athyglisvert. Það er líka eitthvað við það að sjá menn lamda í köku fyrir framan fjölskylduna sína. Það er bara fáránlega skemmtilegt, ekkert flóknara en það. Sérstaklega þegar þessir gaurar eyða hálfum þættinum í það að útlista hvernig þeir eru að gera þetta allt fyrir börnin sín og hvernig þau gefa þeim kraft til að vinna bardagan og hvað þeir séu góðir feður og bla bla bla og eru síðan lamdir í stöppu og þurfa síðan að upplifa niðurlæginguna með myndavél í smettinu. Guð hvað ég elska raunveruleikasjónvarp!!!!
Ég var samt að pæla og vil ég taka fram að ég er engin sérfræðingur á þessu sviði. En lang flestir af þessum gaurum eiga börn og segjast vera að gera þetta fyrir þau. Maður hefði nú haldið að ef einhver ætlaði að vera góður faðir, þá mundi hann ekki vera að stunda eina af hættulegustu íþróttum í heimi. Held að það sé betra að eiga pabba sem er fátækur verkamaður, heldur en eitthvað grænmeti.

laugardagur, ágúst 27, 2005

The Floyd in my head...

Það er alltaf jafn gaman að dreyma tónlist. Það er að segja að dreyma góða tónlist. Þetta gerist ekki á hverjum degi en þegar það gerist þá er það yfirleitt mjög fínt.
Það er samt soldið spúkí að vakna upp við að lokaparturinn af Dark Side Of The Moon er ómandi í hausnum á manni. "And everything under the sun is in tune, but the sun is eclipsed by the moon."
Freaky stuff!!!

24!!!!!


Það er ákveðið!!!!
Ég ætlað að verða Jack Bauer þegar ég er orðinn stór.
Þessi gaur er fáránlega svalur. Það eru fáir sem komast upp með að skjóta og afhausa óvopnaða menn, sem og að sprengja upp sinn eginn vinnustað og vera samt fáránlega töff.
Ég sem sagt lá stjarfur yfir fyrstu spólunni í annari seríu af 24 í nótt. Ef það er eitthvað betra heldur en að horfa á fimm 24 þætti í röð, þá er það að horfa á fimm 24 þætti í röð, on weed. Ég hef viljandi verið að sniðganga þá í sjónvarpinu til þess að eiga þá eftir, til að eiga í svona maraþon. Ég held að það sé ekki til betri tilfinning heldur en að eiga frí daginn eftir og vera með marga klukkutíma af 24 til þess að horfa á. Munchees og weed eru aukahlutir sem geta gert gæfumuninn.
Yes we love TV!!!!

föstudagur, ágúst 26, 2005

ííííííííí fucking pod


Ég og áður hefur komið fram, þá var ég að kaupa mér ipod, fyrir stuttu. Ég get ekki sagt annað en að þetta sé fuckings snilld, fyrir utan að itunes (sem er forritið sem keyrir ipodin) er pain in the ass ef mp3 fælarnir manns eru illa merktir.
Ég hef soldið verið að fylgjast með markaðssetningunni á ipod og ég get ekki annað sagt en að ég er heillaður upp úr skónum. Eins og ég hef komið að áður þá er ég orðin ónæmur fyrir kynlífstengdum auglýsingum og væntanlega öll mín kynslóð. Einhver hjá Apple er að vinna heimavinnuna sína því að ég hef ekki enn séð brosandi kvennmann í auglýsingunum þeirra. Sjónvarpsauglýsingin sökkar náttúrulega en það segir mér engin að Apple hafi ekki borgað Family Guy framleiðundunum fáránlega mikin pening fyrir að láta Stewy taka skuggadansin í einum þættinum og þá væntanlega Weebl og Bob líka. Síðan eru einhverra hluta vegna bara fancy apple tölvur í IKEA bæklingum og allir hipp og kúl sjónvarpskarakterar halda alltaf á ipodinum meðan þeir eru að hlusta á hann í staðin fyrir að hafa hann í vasanum. Ég mundi allavegana ekki þora að halda á ipodinum mínum í neðanjarðarlest í Los Angeles, mundi hafa hann í vasanum og nota svört heyrnartól. Mér finnst líka magnað hvað fréttir tengdar ipod rata oft á síður dagblaðana. Eins og þessi gaur sem var myrtur í New York út af ipodinum sínum. (Veit ekki hvort er verra, að vera myrtur eða að láta ræna af sér ipodinum.........Jú auðvitað að vera bæði myrtur og láta ræna af sér ipodinum............Örugglega samt verra að vera rændur af ipodinum og síðan myrtur en allavegana....) Eftir að þetta gerðist þá hringdi eigandi Apple (sem ég nenni ekki að googla hvað heitir) í mömmu stráksins og vottaði henni samúð sína... Pretty desent thing to do en að sama skapi fáránlega góð auglýsing sem kostaði væntanlega bara símreikningin því að þessi frétt kom alla leiðina hingað. Annað sem ég rak augun í um dagin var lítil grein á netinu (man ekki hvar) þar sem var sagt frá stelpu sem lamdi kærastann sinn til dauða með ipodinum sínum. Þetta er pínu ósmekkleg umfjöllun en samt ekki þar sem þetta er fáránlega fyndið og enn og aftur frí auglýsing fyrir ipod. Ég einhvernvegin efast um að þetta hafi verið frétt ef að hún hafi drepið hann með Creative Zen eða Rio Carbon.

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

TV vs. fávitar

Ég elska sjónvarp. Ef það er eitthvað betra heldur en að horfa á sjónvarp, þá er það að horfa á sjónvarp og fá borgað fyrir það. Það var einmitt það sem ég var að gera fyrr í nótt og naut hverrar einustu mínútu af því. Tilfinningaferðalagið sem maður tekur, þegar maður horfir á gott sjónvarpsefni getur oft á tíðum verið stórkostlegt. Ég fylltist lotningu við það að horfa á mann, berjast eins og ljónið í boxhringnum þótt hann væri með brotið rifbein (það hlýtur að vera vont). Bara til þess að tapa síðan í stigatalningunni. Síðan komu á skjáinn hinir stórfenglegu OC. Þetta var þátturinn þar sem Seth var að kveðja Önnu á flugvellinum og ég þurfti að afgreiða tvo Þjóverja með tárinn í augunum.
Þegar sjónvarpsdagskráin var búinn og ég sat einn eftir í þögninni og sárlangaði í meira, ákvað ég að fara á netið í leit að meiri afþreyingu. Á mbl.is rak ég augun í frétt sem fékk mig til að vilja búa á annari plánetu.
Þáttastjórnandi The 700 Club í Bandaríkjunum, Pat Robertson, sem by the way er einhver mesti fáviti í öllum heimin. Lét út úr sér einhvern þau fáránlegustu ummæli í sjónvarpi sem ég hef heyrt lengi. Fyrir þá sem ekki vita, þá er The 700 Club kristilegur morgunþáttur sem er fáránlega vinsæll í Bandaríkjunum. Þeir sem hafa gaman af að hneykslast á ofsatrúarfávitum geta horft á þættina á omega, persónulega þá meika ég það ekki en allavegana. Forsagan er sú að forseti Venesúvela sagði einhverntíman að hann væri viss um að Bandaríkjamenn væru að plana að ráða hann af dögum. Þessi fáviti sem þessi Pat Robertson er, sagði á móti í þættinum sínum, "ef hann heldur að við séum að reyna að ráða hann af dögum þá finnst mér að við ættum að reyna það." Ég náttúrulega hló mig máttlausann þegar ég las þetta en á sama tíma myndaðist kvíðahnútur í maganum á mér, þegar ég las áfram og sá að þessi fáviti var einu sinni í forsetaframboði.

Það er ástæða fyrir því að raunveruleikaþættir eru riggaðir og að sjónvarpsþættir eru cheesy. Raunveruleikinn er svo vonlaus og svo fáránlegur, fullur af fávitum með allt of mikil völd sem virðast ráða því hvort við lifum eða deyjum. Ég vill frekar vera passífur áhorfandi að lífinu í strandbæ í Californíu heldur en að þurfa að díla við þá staðreynd að heiminum er stjórnað af ofsóknarbrjáluðum fávitum með rauðan takka á skrifborðinu sínu við hliðina á biblíunni.

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

The comic me

Jæja. Þá er maður bara búin að setja mynd af sér á bloggið. Ég vildi náttúrulega vera FÁRÁNLEGA töff á myndinni þannig að ég ákvað að nota teiknaða mynd af mér. Maður er yfirleitt meira töff á teiknuðum myndum, það er bara staðreynd. Best væri náttúrulega að vera alltaf teiknaður, maður væri kanski ekki með sjálf eða meðvitund en maður væri allavegana alltaf FÁRÁNLEGA töff.
Það er að segja ef að Jóna mundi teikna mann. Þessi mynd er sem sagt curtesy of Jóna. Hún getur teiknað eins og vindurinn.


mánudagur, ágúst 22, 2005

Fnu

"I really dount wana look stupit when Im sleeping. *click*
I never really liked sunny days. *click*
The black wings just reach out to me over the distance..... And I can feel the wind from the wings. *click*
I see the clouds and I feel the ocean with my feets. *click*
Requires an ability to judge distance. *click*

The airoplane flighs high, turns left looks right.


Im disconected by your smile................
Disconect a million miles.................
What you promised me I...... Hope will set you free.....
Im disconected by your smile.

Já hann Billy Corgan kann þetta allveg.

föstudagur, ágúst 19, 2005

Im a beliver!!!

Ég lennti í furðulegu atviku fyrir um það bil einu og hálfu ári síðan. Ég vaknaði við að einhver var á ferli um miðja nótt í mínum húsum. Ég læddist fram og passaði mig að hafa hljótt og halda mig í skuggunum. Inni í stofu sá ég mann klæddann í jólasveinabúning og var hann eitthvað að grammsa þarna í stofunni. Þar sem þetta var í febrúar og auk þess sem að ég trúði ekki á jólasveininn, þá sá ég bara eitt í stöðunni. Ég læddist aftan að honum og greip í leiðinni í þunga tréstyttu sem foreldrar mínir höfðu keypt stuttu áður í Afríku. Þegar ég var kominn aftan að honum, lammdi ég hann eins fast og ég gat í hnakkan á honum og hann datt í gólfið. Hann missti ekki meðvitund við það og ég þurfti að lemja hann aftur nokkrum sinnum til þess að hann hætti að hreyfa sig. Það síðasta sem ég man, var að ég stóð þarna yfir honum í myrkrinu. Hann algerlega hreifingarlaus og ég á nærbuxunum með blóðuga styttu í vinstri hendinni, hjartslátturinn á milljón.
Það var samt ekki fyrr en fyrir stuttu síðan að ég fattaði að þetta var enginn innbrotsþjófur. Heldur var þetta jólasveinninn sjálfur, holdi klæddur sem heimsótti mig þessa nótt og ég í trúleysi mínu brást við á hinn versta hátt. Jólasveinninn liggur sem sagt á gjörgæslu í þessum skrifuðu orðum og berst fyrir lífi sínu og ég þarf að lifa við það að vera valdur af þessu og ef það verða engin jól hjá mér næsta desember, þá get ég víst engum um kennt nema sjálfum mér og mínu vantrúaða hjarta...








Yes this is a medafore!!!!!!

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

"Is that an ipod in your pocket or are you just happy to see me?"

Ég fékk þennann úber sexy ipod í gær og ég get ekki sagt annað en ég er að deyja úr hamingju. Það eru tvær manneskjur sem mér finnst ég þurfa að þakka fyrir að hafa plöggað þessa græju handa mér á hálfvirði. Fyrst og fremst er það hann Styrmir sem valdi sér þessa brilljant starfsgrein sem flugþjónninn er. Ég vill einnig þakka George Bush sjálfum fyrir að hafa stútað bandaríska dollaranum með sínu stríðsbröllti í miðausturlöndunum og gert dollarann að heldur óaðlaðandi gjaldmiðli og þar að leiðandi fékk ég ipodinn á hálfvirði miðað við hérna heima.

Ég tók gott vídjókvöld í gærkvöldi with munchies and everything. Ég verð bara að segja að ég hef aldrei svitnað jafn mikið yfir bíómynd. Ég leigði sem sagt nýlega mynd sem heitir "Primer" og eins og ég áður sagði, rann kaldur sviti niður bakið mitt þegar ég horfði á hana. Ekki það að hún var eitthvað sérstaklega góð enda skildi ég ekki rassgat í henni. Ég leigði hana útaf því að hún virtist vera með keimlíkum söguþræði og teiknmyndasagan sem ég er búinn að vera að púsla saman síðasta árið. Það kom í ljós að myndinn er byggð á allnokkrum konseptum og díalógum sem ég hafði látið mér detta í hug að nota í teiknimyndasögunni minni. Það er frekar ótrúlegt að hlusta á samræður í bíómynd sem maður hefur skrifað niður fyrir annað, nokkrum mánuðum áður. Ég gat samt andað aðeins rólegar þegar ég fattaði að allar þessar hugmyndir sem voru í myndinni og ég hafði sjálfum dottið í hug, voru hugmyndir sem ég var sjálfur búinn að henda. Sú áliktun sem ég dró af þessari reynslu er sú að teiknimyndasagan mín mun örugglega vera betri en þessi bíómynd og að maður má aldrei liggja á hugmyndunum sínum of lengi.

Sonic Youth..........Töff..

Sonic Youth heiðruðu okkur með nærveru sinni í gær og í fyrradag og ég mætti samviskusamlega á fyrri tónleikana. Ég mætti ekki af því að ég er mikill Sonic Youth aðdáandi, heldur frekar af skyldurækni. Ekki það að mér finnist þeir leiðinlegir, þvert á móti. Það er bara eitthvað við Sonic Youth sem mér finnst vanta. Eitthvað sem aðrir virðast heyra, aftur á móti. Það góða við Sonic Youth er helst það hversu töff það er að vera Sonic Youth aðdáandi. Svona svipað eins og reykingar býst ég við. Það er nefninlega fáránlega töff að reykja, rétt eins og það er fáránlega töff að hlusta á Sonic Youth.
Fyrir löngu síðan keypti ég minn fyrsta og eina Sonic Youth disk "daydream nation" og það eina sem ég hugsaði þegar ég var að borga fyrir diskinn var hversu töff ég mundi vera með einn Sonic Youth disk í safninu. Ég hafði svo mikkla trú á þessu að þegar kom að því að ég var að bjóða stelpu, sem ég var frekar skotinn í, í bíltúr. Setti ég einmitt Daydream Nation í spilaran og keðjureykti Marlboro sígarettur. Hefði ég scorað þetta kvöld, væri ég eflaust hardcore Sonic Youth fan, en allt kom fyrir ekki og ég sat eftir með erfiðar spurningar sem ég vildi fá svör við. "Af hverju að hlusta á Sonic Youth ef maður fær ekki að ríða út á það?"
Mikið vatn hefur runnið til sjáfar síðan þá og get ég ekki annað sagt en að þrátt fyrir að ég hafi ekki keypt mér annan Sonic Yoth disk, þá er ég töluvert meira töff í dag heldur en þá. Ekki nóg með það að ég sé töff, heldur hefur mér tekist að umkringja mig með einstaklega töff fólki og ef þú ert að lesa þetta blogg, þá ert þú eflaust eitt af því fólki.
En þegar árin færast yfir og færa manni hina verðmæta reynslu, þá skilur maður það, að vera töff er töluvert flókið fyrirbæri og þrátt fyrir að nokkrir Sonic Youth diskar í safninu skemma ekki fyrir, þá getur það verið varhugarvert að treysta eingöngu á þá þegar á hólminn er komið.

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Im hitting the waves!!!!!!!!

Ég er búinn að sitja hérna í alla nótt, horfandi á surfvídjó og ég er kominn með massívan fiðring. Það er tæplega mánuður þangað til ég fer út. Er reyndar ekki búinn að kaupa flugmiðann en ég býst við að ég massi það eftir helgi. ÉG GET EKKI FUCKING BEÐIÐ!!!!!!!!

Ef þið tjekkið á linkinum á fyrirsögninni þá fattið þið hvað ég á við.

Þarna er ég að fara!!!!!!!!!!!!! :)

GIRLS GIRLS GIRLS



Á hverjum einasta degi, oft á dag, sé ég gullfallegt kvennfólk sem eru að brosa til mín. Þær eru allsstaðar og það er engin leið að komast hjá þeim. Um leið og ég yfirgef húsiðið, þá birtast þær. Ljóshærðar, dökkhærðar, bláeygðar, brúneigðar, sítt hár, stutt hár. þær eru með dökka húð, ljósa húð og koma hvaðanæfa af úr heiminum. Þær eru undantekningalaust með sjáöldur augnanna útþanin og bros sem beinist að mér og getur aðeins þýtt eitt. Flestar þessara kvenna eiga eitt sameginlegt. Þær hafa aldrei séð mig, þær vita ekki hvað ég heiti eða hver ég er. Margar vita ekki einusinni að það er til land sem heitir Ísland. Þær vinna allar við módelstörf og ég get séð þær á auglýsingaskiltum, forsíðum tímarita, vöruumbúðum og jafnvel í sjónvarpinu.
Tilgangur þeirra er að reyna að selja mér eitthvað, hvað sem er í raun og veru. Einhver viðskiptamógúllinn, fattaði fyrir löngu síðan að kynlíf selur og ekki bara kynlíf, heldur nægir að íja aðeins að því og þá streyma peningarnir inn. Þessi uppgötvun kom fram löngu áður en ég fæddist og hef ég því alist upp við þessa auglýsingamennsku allt mitt líf. Ég hef fyrir löngu sætt mig við þessa staðreynd og tel mig að mikklu leiti vera orðin ónæmur fyrir kynlífstengdri auglýsingamennsku.
Ég er mjög sáttur við þá staðreynd að það skuli þurfa meira til en kynþokkafullt kvennfólk til að fá mig til að breyta neysluminstri mínu og vona ég að kyn bræður mínir eru á sama máli.
Það er bara eitt vandamál sem fylgir þessu öllu saman. Í þau örfáu skipti sem að konur af holdi og blóði brosa til mín, þá kemur upp skringileg staða. Hægri hluti heilans gerir sér grein fyrir að þessi kvennmaður gæti mögulega haft einhvern áhuga á manni. Vinstri hluti heilans er hins vegar handviss um að þessi kona sé að reyna að selja mér eitthvað sem ég hef ekki áhuga fyrir og ég ætti að halda áfram leið minni. Það vita það flestir að maður þarf að nota bæði heilakvelin til þess að höstla stelpur og þar af leiðandi getur þetta verið mjög kvimleitt vandamál. Það versta við þetta er að því fallegri sem "alvöru" stelpurnar sem brosa til mín eru, því líkari eru þær fyrirsætum og því líklegra að vinstra heilakvelið fái að taka lokaákvörðunina.
Þetta er eginlega orðið þannig að maður verður ekki hrifinn nema að kvennmaðurinn segir manni að fucka sér eða slær mann utanundir. "Hún kanski hatar mann en hún er allavegana ekki að reyna að selja manni neitt............ SCORE!!!!!!!!!!!!!!!!!"

laugardagur, ágúst 13, 2005

Játning

Ókei. Mér finnst að ég þurfi að játa svolítið.
Í mörg ár hélt ég að þegar maður fer á klósettið og segir "villtu koma með? Læknirinn sagði að ég mætti ekki lifta neinu þungu." Þá væri maður að tala um að klósettsetan væri þung. Ég gat ekki skilið hvað var svona sniðugt við að segja þetta.

ÚFF! Mér líður mikklu betur.

"Greed is good"


Mér líður eins og Michael Douglas í Wall Street. Hlutabréfin mín bara að rjúka upp eins og líkamshitinn í HABL sjúklingi. Ég hef loksins fundið eitthvað sem ég er góður í. Working the stock market, verst bara hvað það er massíft nördalegt að pæla í hlutabréfum. Hell það er samt fínt að vera nörd. Sérstaklega þegar ég sel bréfin og sting af til Sri Lanka. Usssss! þeir voru að skjóta utanríkisráðherra Sri Lanka.
Borgarastyrjaldir eru töff.

Talandi um borgarastryrjaldir. Ég var að horfa á Dead like me á áðan. Djöfull er gellan í Dead like me fáránlega hot.
Hún er heitari en ástandið í miðausturlöndum. BAM!!!!!!!!

föstudagur, ágúst 12, 2005

Its ON!!!!!!!!!!!!!!!





Ég var að skúra gólfið hérna á tjaldstæðinu í nótt, hlustandi á Blood money með Tom Waits og steig nokkur danspor sem ég skúraði gólfinn. Þetta er að mínu mati einn af betri diskum hans, í seinni tíð allaveganna og þá sérstaklega hvað varðar textagerð og sound á plötunni. Fyrr um nóttina hafði ég verið að hlusta á Nick Cave, Boatsman call sem ég líka fáránlega góð plata.
Þegar Blood money var búinn, stóð ég einn í þögninni og studdi mig við moppuna og ég spurði ég sjálfan mig. "Hver mundi vinna í slag, Tom Waits eða Nick Cave?" Þegar stórt er spurt, er oft lítið um svör. Ég mundi eflaust halda örlítið meira með Tom Waits, þar sem ég hef hlustað á hann lengur og hann á sér dýpri rætur í mínu tónlistarhjarta. Samt get ég engan vegin ímyndað mér hver mundi vinna. Síðan rann það upp fyrir mér. Blood money samdi Tom Waits fyrir leikgerð á leikritinu Woyzeck í Kaupmannahöfn. Það er einmitt Nick Cave að gera núna fyrir Vesturport. ITS ON!!!!!!
Okei. Það er kanski fáránlegt að búa til einhvern meting úr þessu en það verður örugglega mjög athyglisvert að bera tónlistina þeirra saman.
Ah fuck it, ITS ON!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Define irony.........

Ég var að keyra í gegnum miðbæinn í gær á leiðinni á leiklistaræfingu. Það var töluvert af fólki á Lækjargötunni, þar sem ég var stop á rauðu ljósi. Ég rak augun í konu sem leiddi dætur sínar tvær yfir götuna. Stelpurnar voru örugglega eitthvað um 12 eða 13 ára og voru þær klæddar á svona frekar "óviðeigandi djarfan" hátt svo ekki sé meira sagt og er víst móðins í dag. Ég furðaði mig á þessu í smá stund og rak síðan augun í auglýsingaskilti sem þau gengu framhjá. Skiltið var að auglýsa lopapeysur fyrir túrista og var með því viðeigandi slógani. "If in doubt, just ask an icelantic mother."

"And a blog was born"

laugardagur, ágúst 06, 2005

Hell Shit!!

Það eru yfirgnæfandi líkur á því að Leifið er ekkert að fara að höstla á næstunni. Leifið er ekkert að fara höstla í náinni framtíð. Leifið er ekki að fara að höstla í fjarlægri framtíð.
Líklegt þykir að yfirborð sjáfar mun vera búið að hækka um allt að 5 metrum, áður en Leifið á að eiga einhvern séns. Meðalhiti jarðarinnar mun að öllum líkindum vera búinn að hækka um heilar þrjár gráður. Holland mun vera búið að sökkva í sæ, nánast öll kóralrif jarðar munu vera útdauð fyrirbæri. Hinar fallegu strendur Kyrrahafsins munu vera ónýtar og lífið á jörðinni mun að eilífu vera orðið gerbreytt áður en Leifið mun geta gert neitt af sér.
Þið eruð eflaust að velta fyrir ykkur "af hverju þessi svartsýni?" Svarið er einfalt, Leifið er með bólu á stærð við Grænlandsjökul á fuckings andlitinu.

föstudagur, ágúst 05, 2005

AMERICA; FUCK YEAH!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

-











---------------------------------------------------------------------------------------------------

Kárahnjúkar og Rocco


Ég horfði á fréttir í fyrsta skiptið í langan tíma síðastliðið kvöld. Það er gott að taka sér frí frá fréttaáhorfi reglulega. Það er róandi að þurfa ekki að taka afstöðu í hinum og þessum málefnum, sem hvort sem er koma manni lítið við í amstri dagsins.
Eitt af þessum málefnum eru þessir bölvaðir Kárahnjúkar. Fyrir löngu síðan tók ég afstöðu á móti þessari virkjun en ég held að það hafi aðeins verið út af því að það er töluvert meira "inn" að vera á móti henni heldur en með. Mér finnst samt, þegar öllu er á botninn hvolft, ég ekki hafa rétt á því að taka afstöðu án þess að vera hræstnari. Þetta snýst víst allt um umhverfi, ál og peninga. Þar sem ég keiri um á mengandi bíl, drekk reglulega bjór úr dósum, án þess að spá of mikið í hvort þær lendi í endurvinnslunni og hef lítið sem ekkert peningavit, þá hef ég víst lítinn rétt á því að ásaka einn né neinn um neins kins spjöll.
Mér finnst líka kaldhæðnislegt að við þurfum að flytja inn erlenda mótmælendur rétt eins og við þurfum að flytja inn erlent vinnuafl til þess að byggja þessi herlegheit. Samt sem áður tek ég ofan fyrir þessum mótmælendum, fyrir að nenna þessu, rétt eins og ég tek ofan fyrir verkamönnunum fyrir að meika að vinna þarna út í einskinsmannslandi.
Fyrir mitt leiti, þá kemur hinn frægi klámmyndaleikari Rocco alltaf upp í hugan, þegar ég heyri talað um Kárahnjúkavirkjun og eitt frægasta atriði klámmyndasögunar. Atriðið er frægt fyrir að vera í grófari kanntinum og er þannig uppsett að á meðan Rocco er að taka þessa klámmyndaleikonu aftanfrá er hann að dýfa haustnum á henni ofan í klósettskál. Kanski er það perrinn í mér að tala en mér finnst vera ljóðræn samlíking þarna á milli og svipaðar siðferðisspurningar vakna í kollinum á manni þegar maður stendur frammi fyrir þessu tvennu. Þetta er væntanlega einstaklingsbundið hvað fólki finnst en fyrir mig persónulega, þá þarf meira til þess að særa blygðunarkennd mína, heldur en þetta margfræga atriði. En þrátt fyrir það, þá fannst mér þetta heldur of langt gengið og í raun óþarfa ruddaskapur, hjá þessum annars ágæta klámmyndaleikara. Viðhorf mitt á þessu atriði speglast í viðhorfi mínu á Kárahnjúkavirkjun, soldið langt gengið og óþarfa ruddaskapur hjá ráðamönnum þessarar þjóðar að kaffæra móður náttúru í einhverju skítugu virkjanalóni.
Hins vegar getur maður ekki annað en dáðst af atorkunni og hugmyndasemi, þessara klámmyndaleikara (þótt ruddaleg sé) að sama skapi og maður getur ekki annað en dáðst af þessum virkjanarframkvæmdum og tæknilegum afrekum og framsækni hennar.
En hvað sem því líður, þá mun ég halda áfram að keira um á mínum meingandi bíl, kærandi mig kollóttann um hvað verður um tómu bjórflöskurnar sem ég skil eftir og eyða peningunum mínum í vitleysu, um ókomna framíð. Þar af leiðandi, neitandi mér um rétt til þess að taka afstöðu til umhverfismála. Samt sem áður get ég huggað mig við þá staðreind að heimurinn er ekki svarthvítur og í kjölfarið fullur af skemmtilega ljóðrænum samlíkingum sem geta oftar en ekki verið í dónalegri kanntinum.


-Ég vil nota tækifærið og biðjast afsökunar á því að hafa briddað upp á pólitískum umræðum, hér á bloggsíðunni minni og lofa að gera sem minnst af því í framtíðinni.-

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

FUCK ÍSLAND Í BÍTIÐ


Mig langar til þess að tala um skófarið sem er á sjónvarpsskjánum hérna. Einhverra hluta vegna var ég með kveikt á "Ísland í bítið" í gærmorgun. Ekki spurja mig af hverju. Anyways. Þessi fucking hóra og fávitinn voru að taka símaviðtal við einhvern bölvaðan dreifara. Umræðan snerist eitthvað um veðrið út á landsbygðinni og þá sagði þessi fávita dreifari. "Vertu nú bara feginn Kolbrún að þú skulir ekki búa í Grend, það er nefninlega alltaf rigning þar." Síðan hlógu þau öll eins og fávitar og brandarin hélt áfram í nokkrar mínútur, þangað til að ég sá bara rautt og dúndraði fætinum í sjónvarpið eins fast og ég gat. Ísland í bítið er gillinæðin í rassgati íslenskrar sjónvarpsmenningar og nógu góð ástæða til þess að brenna öll sjónvörp og sjónvarpsenda á landinu.

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Cool depetkort

Djöfull langar mig geðveikt í svona depetkort með sér mynd. Það er samt soldið erfitt að ákveða hvað maður hefur á kortinu. Hér eru allavegana nokkrar hugmyndir sem ég fékk. Ef maður höstlar ekki út á þetta þá veit ég ekki hvað.

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

fíflsflótti og gellan í "dead like me"

Jæja!!!! Bara verslunarmannahelgin búin og svona.
Og ég er að reyna að skrifa eitthvað sniðugt, en OC eru mjög fínir þættir.

Stundum þarf maður helgi til þess að jafna sig á helginni, stundum er bara ekki nóg að mæta í vinnu aðfaranótt þriðjudags eftir fimm daga frí. Ég held að það versta sem getur komið fyrir hinn vinnandi mann er þegar vinnuvikan kemur upp að manni, að óvörum og draumar um vídjó/nammikvöld verða að dufti í huga manns og maður stígur inn í vinnuviku illa sofinn og illa upplagður.

Djöfull er gellan í "Dead like me" fáránlega hot. Ég er að pæla í að niðurhala öllum þáttunum, bara af því að hún er fáránlega hot. Kanski er það samt of langt gengið. Hún er samt fáránlega hot.

Mér var lofað að öll fífl Reykjavíkur myndu yfirgefa höfuðborgina um helgina. Eða kanski var það meira óskhyggja í mér, eða kanski eru fíflin að þróast, farin að fatta að útilegur sucka feitt og það er miklu betra jamm í bænum um verslunarmannahelgina. En málið er bara að ef fíflin fara ekkert, þá er ekkert gaman á jamminu í Reykjavík. Þess vegna er ég á móti fyrirbærum eins og Innipúkanum. Ég fann samt ljós í myrkrinu um helgina. Það eru engir fávitar upp á Langjökkli og þar af leiðandi fullkominn staður fyrir fíflsflótta. Ein önnur fullkomin leið til þess að forðast fífl (og ég nota mjög mikið) er að fara ekki út úr húsi og helst ekki úr rúminu. vopnaður súkkulaðiköku, laptoptölvu and pretty good company, þá átti ég góðan sólarhring á laugardaginn þar sem ég hitti ekki eitt einasta fífl. Á sunnudeginum þurfti ég reyndar að fara á þennan helvítis Innipúka og þar var ég umvafin fávitum og fullt af þeim. Ég var reyndar mjög duglegur við að vera fullur þessa nóttina og man ég lauslega eftir ljósum pungt, þar sem ég og Hannes sátum blindfullir og muldrandi á blautu grasinu á Austurvelli. En eins og allt, hjá þeim sem búa út í rassgati, þá endaði þetta náttúrulega í leigubílaröðinni. Sem betur fer var ég í fylgt með G-unit og gátum við sannfært hvor aðra um að við værum ekki jafn mikklir fávitar og hinir í þessari röð. Ég lít samt á þessa klukkutíma leigubílaröð, sem hápungt helgarinnar. Í þessu forarsvaði Reykvískrar menningar stóðum við. Ég með brjóstsviða frá ógeðispulsu og rommíkóki, ásamt furðulegum harðsperrum í fótleggjunum og almenns biturleika yfir því að þurfa að vera þarna á annað borð. Það gerðist soldið merkilegt þarna í leigubílaröðinni, Þegar röðinn var allveg að koma að okkur og ég leit til baka yfir allan mannskaran, fann ég fyrir stolti yfir að hafa massað alla þessa röð. Á því augnabliki gerði ég mér grein fyrir að lífið mitt er það ömurlegt, að það er komið hringinn. Maður tekur svona hugljómunum með jafnaðargeði, kinkar kolli og yptir öxlum, ég er þó allavegana ekki fáviti. Nokkru síðan kem ég auga á Valla, sem var að massa einhverja hot gellu og ég leyfði honum að cutta in line og hann borgaði leigubílinn. Score!!!

Djöfull er samt gellan í "Dead like me" fáránlega hot!!!!

föstudagur, júlí 29, 2005

BLAST OFF!!!! ITS PARTY TIME!!!!(and were all living in a fasist nation.)


Tími fyrir orð er liðinn og áfengisneysla hefur tekið við.

"Im giving blood tonight and I feel just like, I could give it all!!!!"

fimmtudagur, júlí 28, 2005

Born in the USA

Sólin skein eins og hún hafi fengið borgað fyrir það í gær og eftir að hafið sofið af mér mest allan daginn kíkti ég út um eftirmiðdaginn. Nokkrum tímum síðar var ég kominn í grillveislu, heima hjá Nesa og Friðgeiri. Ég veit ekki hvort að fólk sé allmennt sammála mér en það er frekar fín tilfinning að sitja við logandi grillið, pullurnar að brúnast á glóðinni ásamt hlaðborði af hamborgurum og kótilettum. Og þarna situr maður í sólinni, með logandi Marlboro í annari hendi, ískaldan Carslsberg í hinni og Bruce Springsteen á fullu blasti.
Það gerist ekki betra........Og þó...... Er í þessum skrifuðu orðum að fara að kíkja í snjósleðaferð upp á Langjökul. Þó svo að Bruce Springsteen mun að öllum líkindum ekki vera á blasti upp á jökkli, þá mun hann engu að síður vera á fullu blasti í hjörtum okkar sem tókum þátt í grillveislunni í gær.

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Leifid tekur fram lopapeysuna



Djöfull er "Black foliage amination music vol 1" með Olivia tremor control, fáránlega góður diskur. Það er mjög sjalgæft að getað hlustað á 70 mínútna diska og ekki heyrt eina einustu slöku nótu. Hann er reyndar frá árinu 1999 þannig að hér er ekki um neitt nýtt að ræða en hann er bara svo rosalega góður.

Ég las einhverntíman grein um þá sem sagði að þeir væru eins og Bítlarnir á sýru...... Sem er soldið fáránleg myndlíking ef maður pælir í því.

Anyways, það er góð tilfinning að vera farinn að hlusta á bölvað indie, aftur eftir soldið langt hlé.

OH GOD!!!!!!! IM SO BORED!!!!!!!!!!!


Það hafa verið átök lengi um það, hvort máudagar eða þriðjudagar séu leiðinlegri vikudagar. Ég hef fundið svarið. Aðfaranætur þriðjudaga eiga titilinn sem rassgat vikunar í mínum huga. Verum þakklát fyrir það að geta yfirleitt sofið þær af okkur.

mánudagur, júlí 25, 2005

If you cant beet them, join them

Það er örugglega ekki til betri tilfinning í heiminum heldur en að vafra um á internetinu vopnaður kretitkorti. Það er gjörsamlega hægt að gera allt og eignast allt, takmörkin eru engin. Næst besti hluturinn er að vafra um netið, ekki með neitt kretitkort og láta sig dreyma aðeins. Það er einmitt það sem ég er búninn að vera að gera í kvöld þar sem ég framdi líknardráp á mínu egin kretitkorti fyrir stuttu síðan. Því verður ekki neitað að kretitkortin eru verkfæri djöfulsins en það eru alltaf loopholes. Ég spjallaði við múttuna um daginn og hún var til í að lána mér sitt gegn því að ég mundi borga henni um leið. Sem er eginlega betra heldur en að eiga sitt eigið kort. Score!!!!

Var að pæla í að fara í surftrip til Englands í september. Ef ég kaupi flugið núna fæ ég það á 15000 kall, báðar leiðir með flugvallarsköttum. Sweet! Ég verð örugglega í einn mánuð og borga 1000 kall á dag fyrir gistingu. Þar sem ég þarf ekki að leigja græjur þá eru þetta 45000 kall og síðan þarf ég bara að borða og drekka bjór. Super sweet!!!!

sunnudagur, júlí 24, 2005

I always hated you....... I always hated you the most.

Ég hef nokkrum sinnum orðið pirraður og reyður yfir æfina en í fuckings kvöld er ég búinn að vera eitt, tíuþúsund megatonna sveppaskí, sem er nýbúið að myrða milljón útlendinga. Ástæðurnar eru eftirfarandi.... Það er laugardagskvöld og á meðan allir eru blindfullir, þurfti ég að láta mér nægja 2 bjóra í annars ágætri grillveislu sem Friðgeir og Hannes héldu fyrr í kvöld. Klukkan 11 þurfti ég að drífa mig í vinnunna og þrátt fyrir uppörvandi og yndisleg orð grillveislugestanna í minn garð, þá varð nóttinni ekki bjargað. Þegar ég mætti í vinnunna heyrði ég ómandi í fjarska tónleika með Sálinni hans Jóns míns. "I got soul en ég hata fuckings Sálina hans Jóns míns." Ég held actually að tónleikarnir hafi verið í 3 heila klukkutíma og héldu vöku fyrir helvítis túristunum. Þó að túristar séu ágætisfólk upp til hópa þá er ekkert verra heldur en að eiga samskipti við þá, þegar maður er í fúlu skapi. Þeir eru allir svo viðbjóðslega hressir og glaðir og spyrja ógeðslegra heimskulegra spurniga, bara svo þeir geti átt merkingalaus samskipti við innfædda og í alvörunni haldið að brosið manns sé ekta. Þegar klukkan var orðinn 4, tók ég ákvörðun. Ég ætlaði að fara til Pakistan, læra kóraninn utan að, snúa aftur og sprengja mig í loft upp í þessari stúpit tveggjahæða túristarútu sem er yfirleitt troðfull af útlendingum. Ég fór á netið og reyndi að gúgla Al kaita, en fattaði síðan að ég hef ekki hugmynd um hvernig það er stafsett. Meðan ég var að pæla í því lagði einhver saman tvo og tvo í hausnum á mér... Ég heyrði það nefninlega einhversstaðar að á síðastliðnum 15 árum hefur ferðamannastraumur til Arabaríkjana þrjátíufaldast.. No vonder að þeir eru allir svona pirraðir. Það er allt vaðandi í túristum þarna. Auðvitað eru þeir að sprengja sig upp á vesturlöndunum, þeir eru að ráðast á rót vandans, fuckings hressu útlendingunum.
Ég geri mér samt grein fyrir að þrátt fyrir að ég deili þjáningum mínum með Arabaheiminum og að ég gæti eflaust sloppið sem Arabi, þá verð ég að horfast í augu við þá staðreind að ég elska bjór meira heldur en ég hata helvítis túrista.

laugardagur, júlí 23, 2005

Miðvikubjór

Tíminn heldur áfram að líða samhvæmt lögmálum stóraseguls og ég er kominn með internetið í vinnuna. Fimm daga fríið sem ég er búinn að vera í er nú á enda og ég þarf að sitja hérna vitandi það að allir sem ég þekki eru annaðhvort blindfullir eða drulluskakkir og eru örugglega að skemmta sér töluvert betur en ég á eftir að gera í nótt. Samt sem áður get ég litið yfir síðustu daga og verið nokkuð sáttur. Það er eitthvað svo gullfallegt við það að vera fullur í miðri viku, enda er alltaf skemmtilegra að gera hluti sem eru pínulítið bannaðir. Dillon varð fyrir valinu á miðvukudaginn og til að byrja með voru drykkjufélgarnir mínir samkynhneigðir karlmenn. Eftir 2 bjóra voru þrjár kvennkyns grænmetisætur búnar að skipta út hommunum. Ég var sem sagt í minnihlutahóp allt kvöldið en mér var ljóst að svo lengi sem bjórinn flæddi þá vorum við sameinuð í áfengisvímuni. Fyrir utan það hef ég alltaf talið mig frekar easy going og frjálslyndan gaur. Enda fynnst mér fáránlegt að samkynhneigðir fá ekki að gifta sig og að grænmetisætur meiga ekki borða kjöt.
En toppurinn á öllum bjórdrykkjusessjónum er að geta lagst undir feld í bJórvímu og misst meðvitund í nokkra klukkutíma.
Sólskinsdagar geta oft verið furðulegir. Þeir koma oft algerlega óboðnir og óvelkomnir. Maður er skuldbundin til að fá sér einn eða tvo bjóra á Austurvelli en þarf síðan að eyða restinni af deginum inn í of heitum herbergjum og skrifstofum sem eru með allt of þunnum gluggatjöldum. Vinnan hefur tekið við næstu 5 daga og ég er dæmdur til að sitja hérna í móttökunni, hlustandi á uppsafnaðar Rás 1 upptökur. Og þegar nóttin færist yfir mun hin kolsvarti köttur Zorró kíkja í heimsókn eins og vanalega og við munum halda hvor öðrum félagskap, kvíslandi stjarfir upp í loftið, "Scarecrow......Scarecrow".

þriðjudagur, júlí 19, 2005

4 guys and a lady

Sumir dagar eru bara svo fucking sweet.
Vaknaði við the sweet sound of an sms. Einar að hollera mig í laugardalslaugina. Ég skúteraði niðreftir á hlaupahjólinu og fékk fuckings gott tan á leiðinni. Þegar ég mætti í laugina, hitti ég Einar ásamt Benna, Ármanni og Ronju litlu. Eftir gott chill og tan fórum við í rennibrautina, doing all sorts of crazy shit. Þar á meðal reyndum við að fara þrír niður í einu en Árman er alltof fuckings feitur. Þegar við vorum búnir ða fá nóg af vatni, bustuðum við garðinn hjá einhverjum gauri. Það var huge trambólín í garðinum og við bustuðum það feitt. Ég er með massíf svipuför á bakinum eftir síenturteknar tilraunir við að gera eithvað massíft bakflipp. Eftir gott trambólín er nauðsinlegt að taka gott krokket. The game kings..and gentlemen. Ég náttúrulega vann ekki en samt vann ég í taninu. Eftir góðan krokket fórum við heim til Benna og mössuðum sígó, bjór og geðveika samloku sem Benni massaði. Ur the man Benni. Shit hvað hún var góð. Eftir það þurfti ég að taka 4 tíma aukavagt á tjaldstæðinu, sem var bara nokkuð cool, maður situr bara við viftuna og reynir að gera sem minnst. En nú er ég alla vegana kominn heim er að vona að Viddi pikki mig upp í smá rúnt fyrir svefninn, efast samt um það.
Ég er í algeru fríi á morgun og hinn og þar sem ég kemst ekki á fillerí um helgina, þá ætla ég að massa feitann öl á morgun. And I guess a booty call should be in order.

sunnudagur, júlí 17, 2005

Það er liðin heil vika og internetið er ekki enþá komið í lag!!! Fuck Síminn in its stupit ass!!!!!!!!!!!!!!
Þessar næturvaktir eru búnar að vera martraðakenndar. Allar þessar Rás 1 upptökur sem ég er að missa af. Dawm!

Lennti í freeky stuffi í vinnunni í gær.
Þessi gamli Bandaríkjamaður kemur og segist vera að ná í batterí sem hann var að hlaða hjá okkur. Ég leita og leita en finn hvergi batteríið. Eftir að ég er búinn að leita út um allt er ég orðinn frekar nervus en gaurinn virtist ekket vera að stressa sig þótt við höfðum týnt batteríunum og hleðslutækinu í þessari rándýru myndavél sem hann átti. En í þann mund sem ég var að fara að segja honum að við tækjum enga ábyrgð á rafmagnstækjum í geymslu hjá okkur, kemur gaur inn og segist vera með vitlaust hleðslutæki og þetta reddaðist allt saman á endanum.
Gaurinn þakkaði mér fyrir aðstoðina og ég baðst afsökunar og þakkaði honum fyrir að hafa tekið þessu svona vel. Hann vitnaði í grunnkenningu varmafræðinar, til útskýringar á ró sinni yfir þessu. "The world is rapitly moving towards more and more enthropy." Sem að þýðir væntanlega að við munum týna fleiri og fleiri rafmagnstækjum í framtíðinni. Mér fannst þetta soldið svalt hjá honum að segja þetta og við ræddum eðlisfræði í smá tíma, þangað til að ég fattaði að hann var mun betur að sér heldur en ég. Hann hélt áfram og sagðist vera heillaður af landi og þjóð. Svo heillaður að hann hafi ákveðið að mæla með Íslandi fyrir næsta útibú hjá þessu risa útivistaverslunarfyrirtæki sem hann vinnur fyrir heima. Ég ætla ekki að segja að ég hafi móðgast en fannst það samt soldið leim að segja þetta. "Þið eruð svo góð að þið getið verið allveg eins og við. Þið eruð svo rík að við ættum að geta grætt á ykkur." Heimsvaldarstefna Bandaríkjanna í sinni hreinustu mynd, sagði kommúnistinn í mér.
I dont know, kanski var hann bara að reyna að vera kurteis.

fimmtudagur, júlí 14, 2005

Bring it on

Í gær mætti ég í vinnunna og það fyrsta sem ég fékk að heyra var að internetið væri ennþá bilað. Ég fékk vægt hvíðakast, sem að stelpan sem ég var að taka við af, tók eftir og hún reyndi að hughreysta mig en tókst ekki. Enn og aftur horfði ég á nátthrafna Skjás eins og kveið því sem að koma skal. En þegar dagskráin kláraðist gerðist eitt óvænt og skemmtilegt. Viðar félagi kom inn í heimsókn og við reyktum nokkrar sígarettur úti í rigningunni og spjölluðum um liðna helgi. Eftir að hann hvarf á braut hringdi Einar Baldvin og boðaði komu sína í eina sígó eða tvær. Ég notaði tækifærið og bað hann um að koma með DVD disk til þess að bjarga geðheilsu minni. Stuttu síðar mætir Einar færandi hendi með Bring it on á DVD. Eftir að hann fór síðan heim, skemmti ég mér konunglega alla nóttina við að horfa á Bring it on með directors comentery og allt aukaefnið. Þegar ég síðan leit upp af skjánum sá ég að skýjahulan sem hefur verið að mergsjúga lífsþróttinn úr Reykvíkingum síðustu vikur var með öllu horfin og loks sá ég í heiðbláan himininn. Sólin leit upp með loforð um gott tan og ég ákvað að líta inn á gistiheimilið við hliðiná til þess að fá mér morgunmat. Þegar inn var komið í matsalinn sá ég að hann var trofullur af amerískum stelpnakór og er ég sat þarna inni, borðaði kornflexið mitt og vellti fyrir mér hvort að ég ætti að horfa á útsýnið fyrir utan gluggann eða innan, þá fattaði ég að svo lengi sem að hot gellur halda áfram að fara í kór, þá er hægt að lifa án internets.

We all go a litle crazy sometimes

Það versta sem getur komið fyrir næturvörð eru internet bilanir. Í fyrradag kom ég sem sagt í vinnuna í frekar laim skapi og var mér þá tjáð að internetið var í fucki. Nátthrafnar Skjás eins voru ljós í myrkrinu og ég horfði stjarfur á skjáinn, kvíðandi þess sem mundi gerast þegar dagskráin væri búinn.
Smátt og smátt hurfu túristarnir inn í tjöldin sín og ró komst á tjaldstæðið. Dagskrá næsta dags kom upp á skjáinn undir þessu gloomy lagi sem við þekkjum öll og ég var ekki í stuði til að horfa á tónlistarmyndbönd, þannig að ég slökkti á sjónvarpinu og setti Boards of Canada á fóninn. Ég hallaði mér aftur í stólnum setti blásturinn á hitaranum í botn og leyfði huganum að reika um stund og stað og horfði út á þögla tjaldstæðið.
Eftir nokkra stund fór ég að heyra furðulegt hljóð. Það kom að utan og hljómaði eins og í biluðum rafmagnsmótor. Það nálgaðist óðfluga og fyrr en varði var kominn upp að dyrunum fjölfatlaður maður í rafmagnshjólastól. Hann sneri stólnum að mér og þrátt fyrir óeðlilega útsæð gagnaugu sá ég að hann starði á mig með, fjarlægum en illum rauðsprungnum augum. Hann ýtti stýripinnanum á stólnum áfram með vanskapaðri hendinni og kom hægt og rólega inn í afgreiðsluna til mín. Hann var klæddur í ljósgráan jogginggalla og slefið lag niður munnvikin hans í stórann blett á peysunni sem náði niður á útstæða bumbuna á honum. Fötin hans voru öll útötuð matarleifum og í þann mund sem ég ætlaði að reyna að heilsa honum, sá ég blóðsletturnar á buxunum hans og það eina sem ég gat gert var að öskra í móðursýki. Þótt að ég reyndi að öskra eins hátt og ég gat kom aðeins lítið kvísl upp úr mér og ég fann hvernig ég varð allur máttlaus er hann kom nær og nær með þessi ásakandi augu. Veggirnir gufuðu upp og gólfið hvarf undan mér og ég kraup niður í varnarstöðu er hann greip í hnakkann á mér með slímugu hendinni sinni og togaði mig í átt til sín.
Síðan hrökk ég upp úr stólnum og fattaði að afgreiðslan var algerlega mannlaus og enginn spassi að reyna að drepa mig. Ég leit á klukkuna og sá að ég var búinn að vera sofandi í yfir klukkutíma. Ég sá þann besta kost í stöðunni að fara að þrífa og leða hugan að einhverju öðru. En þá allt í einu fannst mér eins og einhver væri að fylgjast með mér. Þótt að ég vissi að það væri fráleit hugmynd fannst mér það allt í einu nauðsinlegt að fara að leita að hlerunarbúnaði og földum myndavélum á vinnustaðnum mínum. Ég vissi hins vegar að ef ég mundi gera það þá myndi ég stíga með báðum löppum inn í geðveikina sérstaklega í ljósi þess að ég hafði ekkert sofið í 3 daga og ákvað í staðinn að fara að sópa og blastaði David Bowie í ferðageislaspilaranum mínum til þess að yfirgnæfa raddirnar í hausnum á mér.


Ég flýtti mér heim þegar vaktin mín var búinn, ekki viss hvað mundi bíða mín þegar ég kæmi heim. Þegar heim var komið sá mamma að ég var ekki í sérstaklega góðu ástandi og þá fattaði ég hversu yndislegt það er að eiga góða mömmu. Hún færði mér heimabakaðar bollur sem hún hafði spækað með svefnlifjum, enda svaf ég í 10 klukkutíma eftirá. Þegar ég hins vegar vaknaði var hún búin að elda handa mér lasagna sem hún hafði blandað með prósaki og ég var tilbúinn að horfast í augu við aðra næturvagt með þá von í hjarta að internetið væri komið í lag.

P.S. Þetta blogg er 60% uppspuni.

out of order

Síðustu daga hefur neitið verið out of order í vinnunni þannig að ég hef ákveðið að nota frítímann minn til þess að skrifa niður blogg síðustu daga

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Óður til þunglindis

Helgin endaði hjá mér tónleikum á Nasa þar sem Hudson wayne spiluðu ásamt Anthony and the Johnsons. Maðurinn kom eins og kallaður í þennan miðsumarssudda sem við höfum þurft að lifa við. Og söng um hversu það erfitt það getur stundum verið að vera til.
Þunglindi er nefninlega kridd í tilveruna sem nauðsinlegt er að láta eftir sér reglulega. Stundum er bara nauðsinlegt að setja Tom Waits á fóninn liggja undir feld og vorkenna sjálfum like there is no tomorrow. Stundum þarf maður að minna sig á að þessi örfáu augnablik sem við fáum afnot af áður en maðurinn með ljáinn kemur, eru oftar enn ekki nýttar á fáránlegan hátt af okkar hálfu. Við erum í raun jafn ómerkileg og rikið í kringum okkur sem Tómas gamli minnir okkur á að við munum enda upp sem. Fólkið sem við elskum en hefur horfið á braut, hvort sem yfir móðuna mikklu eða bara einfaldlega flúið okkar eigin lesti, munu aldrei snúa aftur og mistökin okkar varðandi þau munu verða það síðasta sem við hugsum um áður en við hveðjum þennann harða heim í örvæntingu. Það gæti verið að einn daginn munum við taka flugið aftur. En bara til þess að hrapa aftur niður í gamla góða þunglindið.
En áður en við tökum upp rakvélablöðin, snörurnar eða svefntöflurnar vil ég bara minnast á eina hugmynd.
Tony Montana and the Johnsons.. "Say hello to my cripple starfish!!!!!!!!!!!!!!!"

sunnudagur, júlí 10, 2005

Sveltandi börn í Afríku

Ég hef verið að hugsa svolítið um svelltandi börn upp á síðkastið, þökk sé Bob Geltof. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að mér er ekki sama, þá gæti ég allt eins verið það. Sú staðreynd að ég hef eytt meiri tíma í að horfa á lélegt sjónvarp heldur en að leggja málstaðnum við sé sönnun þess. Ég býst við að þetta gildir um flest okkar. Og eins og flest okkar þá hef ég litla trú á því að einhverjir 8 kallar í jakkafötum geti leyst vandamálið. Eina lausnin sem ég sé á þessu leiðinlega máli er einmitt að leysa vandamál þriðja heimsins með lélegu sjónvarpi. Maður gæti horft á þætti eins og Pimp my kambódia, Extrem makover (Rúanda edition), Við getum sent litlu börnin með uppblásnu magana í The biggest looser og ógeðisþrautin í Fear factor mun síðan halda þeim mettum um ókomin ár. Næsta sería af survivor verður um munaðarleysingja á munaðarleysingjahæli í Cape town og ef þú ert kosin burt þá ertu virkilega dauður. Ég held líka að Temptation island í Afríku sé frekar groovy consept þar sem annar hver maður er með aids. The Swan (Afrika edition) þar sem hópur af kvennmönnum eru umskornar og síðan er haldin fegurðarsamkeppni.
Ég gæti haldið áfram endalaust. Ég held að þessir kallar þurfa að fara hugsa aðeins út fyrir rammann. Því það er ekki séns að neitt okkar standi upp frá imbakassanum til þess að gefa svörtu barni að borða. Af hverju ekki að sameina þetta tvennt.

laugardagur, júlí 09, 2005

Bjór

Hvað er málið með bjór og þá gjörsamlega óþörfu og í raun fáránlegu framhvæmdargleði sem sem hlýst af því að drekka hann í mikklu magni. Vissir hlutir sem krefjast mikillar einbeitingar, útsjónarsemi og þeim einfalda hæfileika að sjá ekki tvöfalt, eru afgreiddir af afar mikilli ófagmennsku og brussuskap, En það er erfitt líf að vera fyllibitta og ég hef ákveðið að fagna þeirri staðreynd með því að opna annan bjór og krossleggja fingurna í von um að ég muni geta frestað flestum þeim hlutum sem ég þarf að afgreiða þangað til eftir helgi.

fimmtudagur, júlí 07, 2005

Draumar


Ég hef verið að spá svolítið í draumum upp á síðakastið.Eins og gefur að skilja, þá er ég tilneyddur til þess að festa svefn á daginn ólíkt flestum ykkar. Þar sem sessi lífstíll er ekki físilegur af náttúrunar hendi þá fylgja honum ýmsir vankanntar. Er maður sefur með sólargeislana skínandi í gegnum strimlagarðdínurnar og lætin frá ykkur hinum ómandi inn um opinn gluggann, þá festir maður aldrei almennilega svefninn og liggur milli svefns og vöku og dreymir stanslaust í þessa átta tíma sem maður leyfir sér að sofa. Þessir draumar eru eins og draumum sæmir furðulegir og margbrotnir og oft á tíðum endurspegla hina draumana. Það er að segja draumana sem maður á sér. Óskin um fyrirframákveðna atburðarrás sem maður telur sig eiga skilið að upplifa áður en maður fer yfir móðuna mikklu. Það eru aðalega þessir draumar sem valda mér hugarangri. Ég hef væntanlega rætt flest alla þessa drauma við ykkur sem þekkja mig og er ekki ætlun mín að fara að ræða þá að svo stöddu. En er hægt að eiga sér martröð og ef ekki, þá af hverju ekki? Það er væntanlega enginn þarna úti sem óskar sér þess að lenda í aðstöðu sem hann eða hún kærir sig ekki um að lenda í. Samt þýðir það ekki að maður lendir ekki stundum í leiðinlegum aðstöðum. Maður, sem ég á að vita hvað heitir, sagði að í draumi sérhvers manns er fall hans falið en gleymdi víst að segja okkur, hvað sé falið í martröð sérhvers manns. Getur það verið að í eltingarleik okkar eftir draumunum. Fórnum við þeim fínu hlutum sem við höfum en óskuðum ekki sérstaklega eftir og þar sem draumarnir rætast iðulega ekki, þá sitjum við eftir með brostna drauma og ekkert eftir af því fína sem við áttum áður. Þetta fær mann til að spyrja hvað verður um þá sem að elta martraðir sínar en ég er að pæla í að gera það ekki þar sem mér gæti ekki verið meira sama.
Já það er margt sem maður spáir í þegar maður á tvo og hálfan tíma eftir af næturvaktinni og engar sígarettur, ekki búinn að tala við neinn nema tölvuna í alla nótt.

Mótorhjól og nakið kvennfólk



I gærnótt sat ég við afgreiðsluborðið og nýtti mér það offramboð sem ég virðist hafa á tíma til þess að lesa. Bókin sem ég ákvað að glugga í var hin margrómaða "Zen and the art of motorcyckle maintenance". Mér hafði verið vísað á þessa bók af allnokkrum manneskjum og öðrum ritum en varð smeykur þegar ég sá kápuna á henni. Hún er gefin út af "Bantam new age books" (ekki gott nafn) og er með hálf gay blómi framan á, auk þess er hún gefin út á áttunda áratugnum. Allar þessar vísbendingar bentu til að hér væri á ferðinni einhverjar bölvaðar hippabókmenntir og ég var næstum því hættur við. Almenn leiðindi fengu mig þó til þess að byrja á bókinni og allar mínar áhyggjur hurfu um leið. Bókin er snilldarlega skrifuð af Robert M Pirsig, sem tekist hefur að búa til áhugaverða frásögn úr annars óviðburðarríku mótorhjólaferðalagi sem hann fer með syni sínum og tveimur vinum um Bandaríkin. En þrátt fyrir góða frásögn er rjóminn í bókinni sú speki sem hann fléttir inn í frásögnina. Þó að bókin er flokkuð og hefur sama tilgang og aðrar hippabókmenntir, þá er hún í raun einstök að því leiti að hún er óður til rökhyggjunar. Höfundurinn dregur augljósa línu á milli megindlegs, röklegs þannkagangs og rómantískum hugsjónum og hugarfari sem á þessum tíma voru að setja mark sitt á Bandaríska og vestrænna menningu. Hann útskýrir með góðum rökum, að þessir bölvuðu hippar 69 kynslóðarinnar og byltingin þeirra var í raun dauðadæmd þar sem þeirra rómantísku hugsjónir um frið á jörð og sanngjarnt stjórnarfar voru í raun bara froða sem nýttist ekki til neins nema að selja John Lennon plötur og hasspípur. Ástæðan fyrir því er sú að þessi helvítis hippar voru að reyna að breyta kerfi sem þeir höfðu ekki hundsvit á og að auki höfðu ekki hugmynd um hvað kerfi er, í víðara samhengi og hversu algengt og ráðandi afl það er í hugarheimi allra. Samt sem áður er þetta róleg saga um mann í leit að sjálfum sér og hefur valið mótorhjólið sitt sem trúartákn og umbúðir um trúariðkun , en samt ekki sem tákn í anda Easy Rider eða Hells angels, heldur sem fulltrúa hins óendalnega sannleiks sem er sýnilegur í þessum mekanisma, apparati, vélaverki, hugverki. Hann í raun bendir á að stað þess að fara í kirkju eða göngutúr um náttúruna, getur maður allveg eins opnað húddið á bílnum sínum og lesið kenslubók um vélfræði og fundið guð.
Þó að þessi bók sé ágætlega skrifuð getur hún oft verið snúin á köflum og ég er ekki viss um hvernig hún virkar á fólk sem hefur enga þekkingu á vélum.Á 40 mínútna fresti þurfti ég að líta upp úr bókinni og endurnýja athyglisspannið mitt með því að hugsa um nakið kvennfólk. Í einum af þessum kríum sem ég tók mér reglulega fann ég sjálfan mig í augnablikinu, í anda bókarinnar... Þarna sá ég sjálfan mig sitjandi við afgreiðsluborðið, hallandi mér aftur með fæturna upp á borði og...... Hugsandi um nakið kvennfólk. Ég spurði sjálfan mig hvort Robert M Pirsig hefði hugsað um nakið kvennfólk þegar hann leit upp úr ritvélinni af hálfkláruðum blaðsíðunum. "Það hlítur að vera" var svarið mitt. Rétt eins og allir gaurar hugsa um nakið kvennfólk þegar þeir eru ekki að lesa eða skrifa góðar bókmenntir. Næst lá við að spurja um hvað kvennfólkið hugsar um, þegar þær líta upp úr bókunum og þó ég hafi ekkert fyrir mér í því, dró ég þá áliktun að þær hljóti að vera að hugsa um nakta karlmenn. Þó ég viti að þetta hafi kanski verið óskhyggja hjá mér, þá veitti þessi hugsun mér tímabunda gleði og hugarró. Þrátt fyrir allt það sem er að gerast í þessum brjálaða heimi þá getum við alltaf hugsað um hvort annað nakin. Þetta er sem einhverskona jing jang, jöfnuður, singularety. Singularety sem Einstein náði ekki einu sinni að kalla fram þegar hann notaði sína annars ágætu afstæðiskenningu til að útskýra mikklahvell. Ég fattaði að ég var kominn of langt í þessari pælingu og hvorteð er löngu búin að tapa mómentinu, þannig að ég ákvað að fara að lesa aftur. Samt þakklátur þeirri staðreind, að það skuli vera staður og stund í þessum heimi til að lesa góðar bókmenntir og það skuli einnig vera staður og stund til þess að hugsa um nakið kvennfólk.

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Figments of reality


Það gerðist eitt sinn að kona, sem var nokkuð virtur vísindamaður var að gera tilraunir á simpönsum. Hún var að rannsaka greind þessara dýra og þennan dag fólst tilraunin í því að simpansinn átti að opna kassa. Ef honum tækist það, fengi hann sætann ávöxt í verðlaunaskini. Eftir nokkurn tíma tókst simpansanum að opna kassan og vísindamaðurinn afhenti honum ávöxtinn sem hún hafði lofað. Síðar um daginn kom að því að hún þurfti að yfirgefa herbergið. Í þann mund sem hún var að loka hurðinni á eftir sér kom simpansinn á harðahlaupum á eftir henni og afhenti henni sellerístöng....Í verðlaunaskini.
Þessi virta vísindakona viðurkenndi síðar að enn sé hún ekki viss um hver hafi verið að gera tilraunir á hverjum þennan dag.

þriðjudagur, júlí 05, 2005


Rutger Hauer og gróðurhúsaáhrifinn.

Hvað er málið með alla þessa rigningu út um allan heim. Það er varla lengur hægt að hvarta yfir veðrinu hérna á íslandi án þess að vera kallaður hræsnari og svartsýnismaður.
En alltaf þegar ég sé fréttir af öllum þessum flóðahamförum sem eru í gangi er mér alltaf hugsað til gömlu góðu myndana með Rutger Hauer. Framtíðarmyndir eins og Split second, þar sem hann gekk um eytursvalur og borðaði súkkulaði og reykti sígarettur og drakk kaffi milli þess sem hann var að elta djöfulinn sjálfan og niðurlægja gáfaða og lúðalega sidekikkið. Svo er það auðvitað Blade runner þar sem gaurinn var augljóslega á toppnum á kúlinu sínu. Maður þarf nefninlega að vera soldið töff til þess að busta Han Solo. Sem hann og gerði og hefði án efa gert útaf við hann ef hann hefði ekki klárað batteríin. Dawm robots.
Rigninga film noir framtíðarmyndir voru málið á níunda áratugnum og Rutger Hauer var þokkalega líka málið. En nú þegar framtíðinn er kominn og hann er farinn að rigna eins og motherfucker út í heimi, hvað ætlum við þá að gera fyrir Rutger Hauer. Aukahlutverk í Batman Begins er fín byrjun en engan veginn nóg. Ég legg til að Rutger Hauger verði gerður að bad ass veðurfréttamanni. Þetta verða svona high tec veðurfréttir með gloomy drungalegu útliti og það verður alltaf dimmt og allsstaðar rigning.
Rutger Hauer er náttúrulega of svalur til þess að þylja upp einhverjar veðurfregnir þannig að það eina sem hann mun gera er að fara með lokaræðuna úr Blade runner.

"I´ve seen thing you people wouldn´t belive........Attack ships on fire off the shoulder of orion...........I whatched C-beems glitter in the dark near the Tannhauser gate............................... All those moments will be lost in time................. Like tears............In rain..."
Og síðann hallar hann höfðinu fram og allir vita að það mun vera rigning og ekkert sólskin á morgun..........