mánudagur, júlí 25, 2005

If you cant beet them, join them

Það er örugglega ekki til betri tilfinning í heiminum heldur en að vafra um á internetinu vopnaður kretitkorti. Það er gjörsamlega hægt að gera allt og eignast allt, takmörkin eru engin. Næst besti hluturinn er að vafra um netið, ekki með neitt kretitkort og láta sig dreyma aðeins. Það er einmitt það sem ég er búninn að vera að gera í kvöld þar sem ég framdi líknardráp á mínu egin kretitkorti fyrir stuttu síðan. Því verður ekki neitað að kretitkortin eru verkfæri djöfulsins en það eru alltaf loopholes. Ég spjallaði við múttuna um daginn og hún var til í að lána mér sitt gegn því að ég mundi borga henni um leið. Sem er eginlega betra heldur en að eiga sitt eigið kort. Score!!!!

Var að pæla í að fara í surftrip til Englands í september. Ef ég kaupi flugið núna fæ ég það á 15000 kall, báðar leiðir með flugvallarsköttum. Sweet! Ég verð örugglega í einn mánuð og borga 1000 kall á dag fyrir gistingu. Þar sem ég þarf ekki að leigja græjur þá eru þetta 45000 kall og síðan þarf ég bara að borða og drekka bjór. Super sweet!!!!

Engin ummæli: