þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Ég hef soldið verið að pæla í fátækt og almennum blankheitum síðustu eina og hálfa viku. Ástæðan fyrir því er sú að ég hef verið algerlega með öllu blankur á þessum tíma. Nú eru liðnir 11 dagar síðan ég lét renna kortinu mínu í gegnum posa og ég er viss um að það sé persónulegt met hjá mér síðan ég byrjaði að nota depedkort. Ég hef komist að því, að blankheit eru ekkert ósvipuð krabbameini. Það er að segja að óttinn við peningaleysið er mun verri heldur en peningaleysið sjálft. Það er ótrúlegt hvað maður getur fundið sér til dundurs og bömmast á mörgum þegar maður er blankur. Maður þakkar gvuði fyrir þurra daga, þar sem maður getur gleymt hungrinu í sígarettur og skindibitamat á hjólabrettinu. Ég var einmitt að gera það síðastliðin föstudag, var að renna mér niður brekku á leiðinni til Friðgeirs, Þegar ég svína á þennan bíl sem að flautaði á mig. Ég sneri mér við og gaf honum puttan, bara til þess að fatta að gaurinn sem var á svörtum BMW var að gefa mér puttann til baka. Mér var hugsað til þess, hvort þessi gaur fengi meira að ríða út á þennan 8 milljón króna BMW heldur en ég á 20 Þúsund króna hjólabrettinu mínu.... Eftir stuttan umhugsunartíma varð mér það ljóst að auðvitað fengi hann meira að ríða út á þennan 8 milljón króna BMW en þrátt fyrir það þakkaði ég gvuði fyrir að vera ekki fáviti á 8 milljón króna BMW.

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Big Brofa

Ég eins og flestir Íslendingar sem þurfa að mæta í vinnu á hverjum virkum degi, eyði dágóðum tíma í það að komast á vinnustaðinn minn, sem er nú staðsettur uppá höfða. Er ég ferðast um dymm stræti stórborgarinnar, hvort sem það er í strædó eða á einkabílnum þá rek ég alltaf augun í hitamælina/klukkurnar sem eru staðsett á víð og dreif um borgina. Mér hefur alltaf funndist þetta vera frábært framlag frá yfirvöldum. Að geta séð hvað klukkan er og hvað það er heitt úti. Er ég að vera of seinn í vinnuna eða er í allvörunni svona kalt úti? Svo getur maður mætt í vinnunna og litið út fyrir að vera gáfaður með því að vita hvert hitastigið er. Frábært!! Það eru svona hlutir sem hafa látið mér líða vel með það að borga skatt af þeim litlu launum sem ég fæ. Skattpeningarnir mínir fara í svona hluti sem létta okkur öllum lífið og þar sem ég hef alltaf talið mig vinstrisinnaðann gaur, þá hef ég fyrir löngu sætt mig við að borga háann skatt.
Síðan fattaði ég fyrir stuttu að allir þessir hitamælar/klukkur eru staðsettar á auglýsingaskiltum. Þeir eru ekki á vegum borgarinar heldur auglýsingastofum sem nota þessi tæki til að fanga athygli okkar, til þess að reyna að selja okkur eitthvað sem við þurfum ekki, eins og fuckings viðbótarlífeyrissparnað. Þessi tæki eru Davíð Oddson í dulargerfi Steingríms J Sigfússonar. BASTARDS!!!!! Ég hef lifað í ligi öll þessi ár.