
I gærnótt sat ég við afgreiðsluborðið og nýtti mér það offramboð sem ég virðist hafa á tíma til þess að lesa. Bókin sem ég ákvað að glugga í var hin margrómaða "Zen and the art of motorcyckle maintenance". Mér hafði verið vísað á þessa bók af allnokkrum manneskjum og öðrum ritum en varð smeykur þegar ég sá kápuna á henni. Hún er gefin út af "Bantam new age books" (ekki gott nafn) og er með hálf gay blómi framan á, auk þess er hún gefin út á áttunda áratugnum. Allar þessar vísbendingar bentu til að hér væri á ferðinni einhverjar bölvaðar hippabókmenntir og ég var næstum því hættur við. Almenn leiðindi fengu mig þó til þess að byrja á bókinni og allar mínar áhyggjur hurfu um leið. Bókin er snilldarlega skrifuð af Robert M Pirsig, sem tekist hefur að búa til áhugaverða frásögn úr annars óviðburðarríku mótorhjólaferðalagi sem hann fer með syni sínum og tveimur vinum um Bandaríkin. En þrátt fyrir góða frásögn er rjóminn í bókinni sú speki sem hann fléttir inn í frásögnina. Þó að bókin er flokkuð og hefur sama tilgang og aðrar hippabókmenntir, þá er hún í raun einstök að því leiti að hún er óður til rökhyggjunar. Höfundurinn dregur augljósa línu á milli megindlegs, röklegs þannkagangs og rómantískum hugsjónum og hugarfari sem á þessum tíma voru að setja mark sitt á Bandaríska og vestrænna menningu. Hann útskýrir með góðum rökum, að þessir bölvuðu hippar 69 kynslóðarinnar og byltingin þeirra var í raun dauðadæmd þar sem þeirra rómantísku hugsjónir um frið á jörð og sanngjarnt stjórnarfar voru í raun bara froða sem nýttist ekki til neins nema að selja John Lennon plötur og hasspípur. Ástæðan fyrir því er sú að þessi helvítis hippar voru að reyna að breyta kerfi sem þeir höfðu ekki hundsvit á og að auki höfðu ekki hugmynd um hvað kerfi er, í víðara samhengi og hversu algengt og ráðandi afl það er í hugarheimi allra. Samt sem áður er þetta róleg saga um mann í leit að sjálfum sér og hefur valið mótorhjólið sitt sem trúartákn og umbúðir um trúariðkun , en samt ekki sem tákn í anda Easy Rider eða Hells angels, heldur sem fulltrúa hins óendalnega sannleiks sem er sýnilegur í þessum mekanisma, apparati, vélaverki, hugverki. Hann í raun bendir á að stað þess að fara í kirkju eða göngutúr um náttúruna, getur maður allveg eins opnað húddið á bílnum sínum og lesið kenslubók um vélfræði og fundið guð.
Þó að þessi bók sé ágætlega skrifuð getur hún oft verið snúin á köflum og ég er ekki viss um hvernig hún virkar á fólk sem hefur enga þekkingu á vélum.Á 40 mínútna fresti þurfti ég að líta upp úr bókinni og endurnýja athyglisspannið mitt með því að hugsa um nakið kvennfólk. Í einum af þessum kríum sem ég tók mér reglulega fann ég sjálfan mig í augnablikinu, í anda bókarinnar... Þarna sá ég sjálfan mig sitjandi við afgreiðsluborðið, hallandi mér aftur með fæturna upp á borði og...... Hugsandi um nakið kvennfólk. Ég spurði sjálfan mig hvort Robert M Pirsig hefði hugsað um nakið kvennfólk þegar hann leit upp úr ritvélinni af hálfkláruðum blaðsíðunum. "Það hlítur að vera" var svarið mitt. Rétt eins og allir gaurar hugsa um nakið kvennfólk þegar þeir eru ekki að lesa eða skrifa góðar bókmenntir. Næst lá við að spurja um hvað kvennfólkið hugsar um, þegar þær líta upp úr bókunum og þó ég hafi ekkert fyrir mér í því, dró ég þá áliktun að þær hljóti að vera að hugsa um nakta karlmenn. Þó ég viti að þetta hafi kanski verið óskhyggja hjá mér, þá veitti þessi hugsun mér tímabunda gleði og hugarró. Þrátt fyrir allt það sem er að gerast í þessum brjálaða heimi þá getum við alltaf hugsað um hvort annað nakin. Þetta er sem einhverskona jing jang, jöfnuður, singularety. Singularety sem Einstein náði ekki einu sinni að kalla fram þegar hann notaði sína annars ágætu afstæðiskenningu til að útskýra mikklahvell. Ég fattaði að ég var kominn of langt í þessari pælingu og hvorteð er löngu búin að tapa mómentinu, þannig að ég ákvað að fara að lesa aftur. Samt þakklátur þeirri staðreind, að það skuli vera staður og stund í þessum heimi til að lesa góðar bókmenntir og það skuli einnig vera staður og stund til þess að hugsa um nakið kvennfólk.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli