
Á hverjum einasta degi, oft á dag, sé ég gullfallegt kvennfólk sem eru að brosa til mín. Þær eru allsstaðar og það er engin leið að komast hjá þeim. Um leið og ég yfirgef húsiðið, þá birtast þær. Ljóshærðar, dökkhærðar, bláeygðar, brúneigðar, sítt hár, stutt hár. þær eru með dökka húð, ljósa húð og koma hvaðanæfa af úr heiminum. Þær eru undantekningalaust með sjáöldur augnanna útþanin og bros sem beinist að mér og getur aðeins þýtt eitt. Flestar þessara kvenna eiga eitt sameginlegt. Þær hafa aldrei séð mig, þær vita ekki hvað ég heiti eða hver ég er. Margar vita ekki einusinni að það er til land sem heitir Ísland. Þær vinna allar við módelstörf og ég get séð þær á auglýsingaskiltum, forsíðum tímarita, vöruumbúðum og jafnvel í sjónvarpinu.
Tilgangur þeirra er að reyna að selja mér eitthvað, hvað sem er í raun og veru. Einhver viðskiptamógúllinn, fattaði fyrir löngu síðan að kynlíf selur og ekki bara kynlíf, heldur nægir að íja aðeins að því og þá streyma peningarnir inn. Þessi uppgötvun kom fram löngu áður en ég fæddist og hef ég því alist upp við þessa auglýsingamennsku allt mitt líf. Ég hef fyrir löngu sætt mig við þessa staðreynd og tel mig að mikklu leiti vera orðin ónæmur fyrir kynlífstengdri auglýsingamennsku.
Ég er mjög sáttur við þá staðreynd að það skuli þurfa meira til en kynþokkafullt kvennfólk til að fá mig til að breyta neysluminstri mínu og vona ég að kyn bræður mínir eru á sama máli.
Það er bara eitt vandamál sem fylgir þessu öllu saman. Í þau örfáu skipti sem að konur af holdi og blóði brosa til mín, þá kemur upp skringileg staða. Hægri hluti heilans gerir sér grein fyrir að þessi kvennmaður gæti mögulega haft einhvern áhuga á manni. Vinstri hluti heilans er hins vegar handviss um að þessi kona sé að reyna að selja mér eitthvað sem ég hef ekki áhuga fyrir og ég ætti að halda áfram leið minni. Það vita það flestir að maður þarf að nota bæði heilakvelin til þess að höstla stelpur og þar af leiðandi getur þetta verið mjög kvimleitt vandamál. Það versta við þetta er að því fallegri sem "alvöru" stelpurnar sem brosa til mín eru, því líkari eru þær fyrirsætum og því líklegra að vinstra heilakvelið fái að taka lokaákvörðunina.
Þetta er eginlega orðið þannig að maður verður ekki hrifinn nema að kvennmaðurinn segir manni að fucka sér eða slær mann utanundir. "Hún kanski hatar mann en hún er allavegana ekki að reyna að selja manni neitt............ SCORE!!!!!!!!!!!!!!!!!"
1 ummæli:
"Þetta er eginlega orðið þannig að maður verður ekki hrifinn nema að kvennmaðurinn segir manni að fucka sér eða slær mann utanundir."
...ain't that the truth... þið eruð engu skárri skammirnar ykkar ;)
Skrifa ummæli