fimmtudagur, janúar 04, 2007

Im not a..............



Mér hefur alltaf fundist Britney Spears vera fínn gaur og hef reynt að fara ekki leint með þessa skoðun mína án þess þó að pretika hana við hvert tækifæri. Þetta er bara einn af þessum hlutum sem maður verður að sætta sig við. Hversu hipp og kúl, hversu avant garde, hversu in with the crew maður þykist vera þá kemur að þeirri stundu í lífi hvers manns að viðurkenna að hann fíli Britney Spears. Það er enginn ónæmur fyrir grípandi sænskum færibandalagasmíðum auk þess sem stelpan er frekar hugguleg. Mér finnst einnig gott til þess að vita að á meðan ég er að lesa slúðrið um hana þá er ég ekki að lesa alvöru fréttir sem gera mig bara þunglyndann.
Britney Spears er fínn gaur.
Ég hef sjálfur mest gaman af lögunum hennar. Ops I did it again, Crazy og Toxic eru allt dæmi um eðal sænskann útflutning sem gefur IKEA og handsprengjum ekkert eftir. Ég held að allir getir verið sammála mér í því.
Það er hins vegar eitt lag með henni sem ég hata jafn mikið og ég elska hin. Ég hef reynt að horfa framhjá því í gegnum tíðina en raunin er sú að ég fæ þetta lag meira á heilann heldur en hin lögin hennar og þetta virðist gerast við hinar fáránlegustu aðstæður.

Ég var staddur í bankanum mínum um daginn og var að ræða við þjónustufulltrúa um einhverja villu sem virtist vera á heimabankanum mínum. Þjónustufulltrúinn byrjaði á því að hringja í tæknideildina og sagði að hjá henni væri maður sem væri með villu á heimabankanum sínum. Mér fannst þetta orðaval hjá henni vera örlítið furðulegt þó svo ég hafi heyrt það áður. Tæknideildinn sagði þjónustufulltrúanum að hringa í reikningsdeildina sem hún og gerði. Þá sagði hún að hjá henni væri strákur sem væri með villu inn á heimabankanum.
Þá byrjaði lagið að óma í hausnum á mér.
"Þetta er svo gay!!!" Hugsaði ég með sjálfum mér.
Lagið byrjaði að óma hærra og hærra í höfðinu mínu.
"Það er svo gay að fá þetta lag á heilann í þessu samhengi." Reyndi meðvitundin að öskra yfir laglínuna í höfðinu mínu.
Ég hljóp út úr bankanum í umferðarniðinn sem náði að yfirgnæfa röddina hennar Britney sem hafði yfirtekið huga minn.
Ég gekk út í skammdegið ósáttur með undimeðvitundina mína.