sunnudagur, júlí 30, 2006

Brains

Þegar maður er of heiladauður til að blogga, þá er tilvalið að henda youtube link inn á bloggið til að friða egin samvisku og gefa þeim sem hafa fyrir því að skoða bloggið mitt eitthvað fyrir sinn snúð.
Staðreyndin er samt sem áður sú, að ef ég mindi eyða meiri tíma í að fynna hugmyndir fyrir bloggið mitt í staðin fyrir að hanga á youtube þá væri ég ekki í þeirri aðstöðu að þurfa að henda einhverjum cheap ass youtube link í ykkur.

En allavegana.
Þetta er rosalega sniðugt.
Smá ádeila er alltaf góð til að lýsa upp skammdegið í hjartanu.

laugardagur, júlí 22, 2006

BAMM!!!!!

Stundum verður maður bara FUCKING pirraður á þessu öllu saman.

föstudagur, júlí 21, 2006

Ef NINJAN veit það ekki þá veit það enginn.

föstudagur, júlí 14, 2006

Nú er aukinn kaupmáttur talinn vera vera fínn hlutur. Eitthvað sem að stjórmálamenn gorta sig yfirleitt að þegar þeir tala um ávinninga síðustu ára.
Fyrir mitt leiti eiga þeir hrós skilið. Aukinn kaupmáttur er ástæðan fyrir því að ég á fullt af svölum hlutum, eins og til dæmis ferðatölvu og sjónvarp. Þetta eru akkúrat hlutirnir sem ég vildi ræða að þessu sinni. Það er mjög fínt að eiga fartölvu og það er líka mjög fínt að eiga sjónvarp. En það er ekki fyrr en maður notar þessi tvö fyrirbæri í einu sem galdrarnir fara að gerast.
Nú er ég augljóslega að tala um það að horfa á porn í tölvunni á meðan maður horfir líka á sjónvarpið, eða að horfa á porn í sjónvarpinu á meðan maður horfir á eitthvað annað í tölvunni. Praktíkin við þetta er náttúrulega, að ef að einhver labbar inn á mann þá slekkur maður bara á porninu og þykist vera að horfa á það sem er í sjónvarpinu. Hins vegar hefur þessi iðja komið með algerlega nýja vídd inn í klámmyndaáhorf sem eins og allir vita getur oft á tíðum orðið soldið einsleit og tilbreitingarsnautt. Það er bara málið að vist sjónvarpsefni passar allveg frábærlega vel við kámmyndir og gerir áhorfið kraftmeira og eftirminnilegra. Einnig býður þetta upp á það að maður sé kréatívur, ekki bara í klámyndavalinu heldur líka á sjónvarpsefninu sem horft er á með. Augljós dæmi eru þættir eins og Lost og auðvitað allt á ómega (ég býst við að ég myndi frekar slökkva á ómega heldur en porninu ef einhver myndi myndi koma inn á mann.) Önnur blanda sem ég komst nýverið að, er porn og heimildarmyndir um 11. september á sama tíma, Bam!!!
Nú efast ég um að ég sé eini pervertinn í þessum heimi, þannig að ég kalla eftir uppástungum frá ykkur gott fólk.

þriðjudagur, júlí 04, 2006

HOLY FUCK!!!


Vissuð þið að Seðlabanki Bandaríkjana er einkarekinn?
Hversu fáránlegt er það.
Það á einhver (eða einhverjir) dollarann.

sunnudagur, júlí 02, 2006

"Lífið er fórbolti"


Mér hefur alltaf fundist þessi setning vera klisjukend og leiðinleg. Fyrir okkur sem hafa komist fullkomnlega af í gegnum lífið án þess að horfa á svo mikið sem einn fótbolltaleik, er þessi fullyrðing ekkert nema alhæfing sprottin upp af þrönsýni og fordómum fyrir fólki sem hefur annað og skárra við tímann sinn að gera heldur en að horfa á fótbolta.
Þetta var allavegana mín skoðun þar til fyrir stuttu síðan. Í aðdraganda heimsmeistarakeppninar ákvað ég að láta af mínum fordómum og kíkja á nokkra leiki. Ég get ekki sagt að ég hafi séð eftir þessari ákvörðun, þvert á móti. Að horfa á einn leik eða svo í imbakassanum umvafinn góðum vinum og með einn kaldann í hendinni er bara nokkuð fínt, eginlega bara allveg frábært. Það er eflaust til margt skárra sem hægt er að gera við tímann sinn en þetta er góð og gild leið til að gera sér dagamun í þessum kalda dimma heimi.
Í ljósi þessara nýju uppgötvana opnuðust nýjar merkingar við þessa alhæfingu; "lífið er fótbolti" Ef að lífið er fótbolti. Hvernig fótbolti er þá lífið mitt? Hvernig fótbolta er ég að spila í mínu lífi? Er ég að spila brasilískan sambabolta? Eða kanski ítalskan varnarbolta? Stundvísan og skipulagðan þýskan fótbollta? Eða sæki ég upp kantana eins og Hollendingarnir? Er ég góður í fótbollta á annað borð?
Þessar vangavelltur bjóða upp á algerlega nýjar víddir í okkar sjáfsmiðuðu naflaskoðunum og eitt stikki heimsmeistarakeppni getur reynst gott verkfæri til að staðsetja okkur í þessari furðulegu tilveru.
Ég get ekki endað þessa innsetningu án þess að gera grein fyrir þeim fótbolta sem Leifið telur sig vera að spila í þessu lífi. Hann er ekki að finna í þessari heimsmeistarakeppni sem nú er háð í Þýskalandi og er líklega ekki að finna í neinni deild sem hann veit um. Fótboltinn kallast "manga bolti" og má ekki rugla honum saman við fótbolltan sem Japanir spila. Fótboltinn sem gott manga lið spilar er ekki líklegt til fleyta því í stóru keppninar. Ástæðan fyrir því er að gott manga lið tapar flestum sínum leikjum og hæfileikar leikmannana er ekki upp á marga fiska. Á meðan hitt liðið er að eltast við boltann og að setja upp færi er manga liðið hlaupandi um í því sem að virðist vera allger rökleysa. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að manga liðið er að reyna að skora mörk þrátt fyrir allt saman. En mark er ekki mark nema að það sé FÁRÁNLEGA flott. Hjólhestaspyrnur frá miðjunni, skæri fyrir utan markteiginn og skallar eftir hundrað metra langar sendingar. Svona mörk eru augljóslega ekki mjög algeng en þegar þau eiga sér stað, þá skiftir 5-1 tap engu máli. Leikir vinnast og tapast en FÁRÁNLEGA flott mark er tímalaust.
Kanski er þetta óskhyggja hjá mér og langt frá því að endurspegla raunveruleikann en í mínum huga er góður manga bollti eitthvað til að stefna að.
Stóra spurningin er hins vegar. Hvernig fótbolta ert þú að spila?