
Jæja. Þá er maður bara búin að setja mynd af sér á bloggið. Ég vildi náttúrulega vera FÁRÁNLEGA töff á myndinni þannig að ég ákvað að nota teiknaða mynd af mér. Maður er yfirleitt meira töff á teiknuðum myndum, það er bara staðreynd. Best væri náttúrulega að vera alltaf teiknaður, maður væri kanski ekki með sjálf eða meðvitund en maður væri allavegana alltaf FÁRÁNLEGA töff.
Það er að segja ef að Jóna mundi teikna mann. Þessi mynd er sem sagt curtesy of Jóna. Hún getur teiknað eins og vindurinn.
1 ummæli:
Ertu með blótsyrði í staðinn fyrir hægri handlegg? Töff!
Skrifa ummæli