föstudagur, febrúar 23, 2007

Sönn saga úr samtímanum



Sólin rís yfir sléttum Afríku og vekur íbúa í dæmigerðu afrísku þorpi. Vekur það er að segja þá sem voru ekki þegar vaknaðir út af eigin garnagauli. Verkaskiptingin í þorpinu er í senn ströng og íhaldsöm. Konurnar fara að sækja vatn fyrir heimilið. Vatnsbrunnurinn sem þorpið notast við er í fimm klukkustunda göngufjarlægð og er þar af leiðandi heilt dagsverk að sækja það. Vitaskuld er því þannig fyrirkomið að þau taka börnin með sér, annað væri bara bjánalegt. Karlarnir eru eftir í þorpinu og safnast saman hjá matarbyrgðunum sem rauði krossinn kemur með reglulega. Þar sitja þeir allan daginn og gera sem minnst. Ein PS tölva mundi gera þetta fullkomið en þrátt fyrir að hún sé ekki til staðar er þetta frekar sweet líf fyrir þá.
Þessi dagur reynist viðburðaríkari en aðrir dagar. Hópur af bleiknefjum riðst inn í þorpið á bílum og þungavinnuvélum. Höfðinginn fær þær útskýringar að vegna höfðingskapar vesturlandabúa sem voru í jólaskapi fyrir tveim mánuðum síðan, verður borað fyrir vatni inn í miðju þorpinu. Þorpsbúar sjá fyrir sér ómetanlega hagræðingu vegna þessa þar sem konurnar þurfa ekki lengur að eyða deginum í það að sækja vatn. Geitum er slátrað og veisla haldinn á meðan bleiknefjarnir vinna baki brotnu við að bora í jörðina.
Bleiknefjarnir virðast vita hvað þeir eru að gera og fyrr en varir er vatnið farið að flæða á þessum annars þurra stað. Þegar sólin rís næsta dag eru allir glaðir og bjartsýnir. Karlarnir safnast saman hjá matarbyrgðunum sem rauði krossin heldur áfram að senda þeim og konurnar fara að sækja vatn og eru komnar aftur eftir fimm mínútur.
Gleðin og bjartsýnin er fljót að kverfa fyrir kvennmansnöldri og barnsgráti. Þessi annars hógværi og friðsæli lífstíll sem þessir menn höfðu tileinkað sér er í stórhættu. Ásakanir um leti og framtaksleysi dynja á þeim eins og popups á dúbvíus klámsíðu af kvennanna hendi. Þorpshöfðinginn boðar til leinilegs fundar fyrir valdamesstu menn þorpsins. Þeir ræða og spekúlera fram á rauða nótt og þegar sólin rís aftur næsta dag er búið að fylla aftur upp í nýja brunninn og konurnar þurfa aftur að fara í langferðina með börnin í leit að vatni. Karlarnir taka gleði sína á ný og njóta kverrar einustu mínútu af rónni og þögninni sem þeir héldu að þeir höfðu glatað.
Sú spurning vaknar þegar maður heyrir þessa sögu, hvort maður eigi að hneykslast eða hlægja. Dæmi það hver fyrir sig en það mikilvægasta í þessu er augljóslega að redda sér miðum á Totó í höllinni.