Ég elska sjónvarp. Ef það er eitthvað betra heldur en að horfa á sjónvarp, þá er það að horfa á sjónvarp og fá borgað fyrir það. Það var einmitt það sem ég var að gera fyrr í nótt og naut hverrar einustu mínútu af því. Tilfinningaferðalagið sem maður tekur, þegar maður horfir á gott sjónvarpsefni getur oft á tíðum verið stórkostlegt. Ég fylltist lotningu við það að horfa á mann, berjast eins og ljónið í boxhringnum þótt hann væri með brotið rifbein (það hlýtur að vera vont). Bara til þess að tapa síðan í stigatalningunni. Síðan komu á skjáinn hinir stórfenglegu OC. Þetta var þátturinn þar sem Seth var að kveðja Önnu á flugvellinum og ég þurfti að afgreiða tvo Þjóverja með tárinn í augunum.
Þegar sjónvarpsdagskráin var búinn og ég sat einn eftir í þögninni og sárlangaði í meira, ákvað ég að fara á netið í leit að meiri afþreyingu. Á mbl.is rak ég augun í frétt sem fékk mig til að vilja búa á annari plánetu.
Þáttastjórnandi The 700 Club í Bandaríkjunum, Pat Robertson, sem by the way er einhver mesti fáviti í öllum heimin. Lét út úr sér einhvern þau fáránlegustu ummæli í sjónvarpi sem ég hef heyrt lengi. Fyrir þá sem ekki vita, þá er The 700 Club kristilegur morgunþáttur sem er fáránlega vinsæll í Bandaríkjunum. Þeir sem hafa gaman af að hneykslast á ofsatrúarfávitum geta horft á þættina á omega, persónulega þá meika ég það ekki en allavegana. Forsagan er sú að forseti Venesúvela sagði einhverntíman að hann væri viss um að Bandaríkjamenn væru að plana að ráða hann af dögum. Þessi fáviti sem þessi Pat Robertson er, sagði á móti í þættinum sínum, "ef hann heldur að við séum að reyna að ráða hann af dögum þá finnst mér að við ættum að reyna það." Ég náttúrulega hló mig máttlausann þegar ég las þetta en á sama tíma myndaðist kvíðahnútur í maganum á mér, þegar ég las áfram og sá að þessi fáviti var einu sinni í forsetaframboði.
Það er ástæða fyrir því að raunveruleikaþættir eru riggaðir og að sjónvarpsþættir eru cheesy. Raunveruleikinn er svo vonlaus og svo fáránlegur, fullur af fávitum með allt of mikil völd sem virðast ráða því hvort við lifum eða deyjum. Ég vill frekar vera passífur áhorfandi að lífinu í strandbæ í Californíu heldur en að þurfa að díla við þá staðreynd að heiminum er stjórnað af ofsóknarbrjáluðum fávitum með rauðan takka á skrifborðinu sínu við hliðina á biblíunni.
miðvikudagur, ágúst 24, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli