miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Geðveikin senn á enda

Ég vil byrja á að afsaka bloggleysið síðustu daga. Ég náði að stúta tölvunni niðrí vinnu fyrir nokkrum dögum og nenni ekki jafn mikið að blogga hérna heima. Ég á reyndar bara eina næturvagt eftir og þá mun þessi geðveiki vera á enda. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim sem aðstoðuðu mig í gegnum svörtustu miðnætursólina, með nærveru sinni. Ég væri örugglega inni á kleppi án ykkar. So thank you very mutch you guys.

Ég hélt uppá næstsíðustu næturvaktina mína í gær, með því að horfa á contender. (Hvað þýðir eiginlega contender? og vernig tengist það boxi?) Ég hef nú ekkert sérstaklega gaman af boxi en þegar búið er að bæta við slowmotion og blússandi lúðraþyt í bardagann, þá finnst mér þetta allt í einu vera orðið frekar athyglisvert. Það er líka eitthvað við það að sjá menn lamda í köku fyrir framan fjölskylduna sína. Það er bara fáránlega skemmtilegt, ekkert flóknara en það. Sérstaklega þegar þessir gaurar eyða hálfum þættinum í það að útlista hvernig þeir eru að gera þetta allt fyrir börnin sín og hvernig þau gefa þeim kraft til að vinna bardagan og hvað þeir séu góðir feður og bla bla bla og eru síðan lamdir í stöppu og þurfa síðan að upplifa niðurlæginguna með myndavél í smettinu. Guð hvað ég elska raunveruleikasjónvarp!!!!
Ég var samt að pæla og vil ég taka fram að ég er engin sérfræðingur á þessu sviði. En lang flestir af þessum gaurum eiga börn og segjast vera að gera þetta fyrir þau. Maður hefði nú haldið að ef einhver ætlaði að vera góður faðir, þá mundi hann ekki vera að stunda eina af hættulegustu íþróttum í heimi. Held að það sé betra að eiga pabba sem er fátækur verkamaður, heldur en eitthvað grænmeti.

laugardagur, ágúst 27, 2005

The Floyd in my head...

Það er alltaf jafn gaman að dreyma tónlist. Það er að segja að dreyma góða tónlist. Þetta gerist ekki á hverjum degi en þegar það gerist þá er það yfirleitt mjög fínt.
Það er samt soldið spúkí að vakna upp við að lokaparturinn af Dark Side Of The Moon er ómandi í hausnum á manni. "And everything under the sun is in tune, but the sun is eclipsed by the moon."
Freaky stuff!!!

24!!!!!


Það er ákveðið!!!!
Ég ætlað að verða Jack Bauer þegar ég er orðinn stór.
Þessi gaur er fáránlega svalur. Það eru fáir sem komast upp með að skjóta og afhausa óvopnaða menn, sem og að sprengja upp sinn eginn vinnustað og vera samt fáránlega töff.
Ég sem sagt lá stjarfur yfir fyrstu spólunni í annari seríu af 24 í nótt. Ef það er eitthvað betra heldur en að horfa á fimm 24 þætti í röð, þá er það að horfa á fimm 24 þætti í röð, on weed. Ég hef viljandi verið að sniðganga þá í sjónvarpinu til þess að eiga þá eftir, til að eiga í svona maraþon. Ég held að það sé ekki til betri tilfinning heldur en að eiga frí daginn eftir og vera með marga klukkutíma af 24 til þess að horfa á. Munchees og weed eru aukahlutir sem geta gert gæfumuninn.
Yes we love TV!!!!

föstudagur, ágúst 26, 2005

ííííííííí fucking pod


Ég og áður hefur komið fram, þá var ég að kaupa mér ipod, fyrir stuttu. Ég get ekki sagt annað en að þetta sé fuckings snilld, fyrir utan að itunes (sem er forritið sem keyrir ipodin) er pain in the ass ef mp3 fælarnir manns eru illa merktir.
Ég hef soldið verið að fylgjast með markaðssetningunni á ipod og ég get ekki annað sagt en að ég er heillaður upp úr skónum. Eins og ég hef komið að áður þá er ég orðin ónæmur fyrir kynlífstengdum auglýsingum og væntanlega öll mín kynslóð. Einhver hjá Apple er að vinna heimavinnuna sína því að ég hef ekki enn séð brosandi kvennmann í auglýsingunum þeirra. Sjónvarpsauglýsingin sökkar náttúrulega en það segir mér engin að Apple hafi ekki borgað Family Guy framleiðundunum fáránlega mikin pening fyrir að láta Stewy taka skuggadansin í einum þættinum og þá væntanlega Weebl og Bob líka. Síðan eru einhverra hluta vegna bara fancy apple tölvur í IKEA bæklingum og allir hipp og kúl sjónvarpskarakterar halda alltaf á ipodinum meðan þeir eru að hlusta á hann í staðin fyrir að hafa hann í vasanum. Ég mundi allavegana ekki þora að halda á ipodinum mínum í neðanjarðarlest í Los Angeles, mundi hafa hann í vasanum og nota svört heyrnartól. Mér finnst líka magnað hvað fréttir tengdar ipod rata oft á síður dagblaðana. Eins og þessi gaur sem var myrtur í New York út af ipodinum sínum. (Veit ekki hvort er verra, að vera myrtur eða að láta ræna af sér ipodinum.........Jú auðvitað að vera bæði myrtur og láta ræna af sér ipodinum............Örugglega samt verra að vera rændur af ipodinum og síðan myrtur en allavegana....) Eftir að þetta gerðist þá hringdi eigandi Apple (sem ég nenni ekki að googla hvað heitir) í mömmu stráksins og vottaði henni samúð sína... Pretty desent thing to do en að sama skapi fáránlega góð auglýsing sem kostaði væntanlega bara símreikningin því að þessi frétt kom alla leiðina hingað. Annað sem ég rak augun í um dagin var lítil grein á netinu (man ekki hvar) þar sem var sagt frá stelpu sem lamdi kærastann sinn til dauða með ipodinum sínum. Þetta er pínu ósmekkleg umfjöllun en samt ekki þar sem þetta er fáránlega fyndið og enn og aftur frí auglýsing fyrir ipod. Ég einhvernvegin efast um að þetta hafi verið frétt ef að hún hafi drepið hann með Creative Zen eða Rio Carbon.

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

TV vs. fávitar

Ég elska sjónvarp. Ef það er eitthvað betra heldur en að horfa á sjónvarp, þá er það að horfa á sjónvarp og fá borgað fyrir það. Það var einmitt það sem ég var að gera fyrr í nótt og naut hverrar einustu mínútu af því. Tilfinningaferðalagið sem maður tekur, þegar maður horfir á gott sjónvarpsefni getur oft á tíðum verið stórkostlegt. Ég fylltist lotningu við það að horfa á mann, berjast eins og ljónið í boxhringnum þótt hann væri með brotið rifbein (það hlýtur að vera vont). Bara til þess að tapa síðan í stigatalningunni. Síðan komu á skjáinn hinir stórfenglegu OC. Þetta var þátturinn þar sem Seth var að kveðja Önnu á flugvellinum og ég þurfti að afgreiða tvo Þjóverja með tárinn í augunum.
Þegar sjónvarpsdagskráin var búinn og ég sat einn eftir í þögninni og sárlangaði í meira, ákvað ég að fara á netið í leit að meiri afþreyingu. Á mbl.is rak ég augun í frétt sem fékk mig til að vilja búa á annari plánetu.
Þáttastjórnandi The 700 Club í Bandaríkjunum, Pat Robertson, sem by the way er einhver mesti fáviti í öllum heimin. Lét út úr sér einhvern þau fáránlegustu ummæli í sjónvarpi sem ég hef heyrt lengi. Fyrir þá sem ekki vita, þá er The 700 Club kristilegur morgunþáttur sem er fáránlega vinsæll í Bandaríkjunum. Þeir sem hafa gaman af að hneykslast á ofsatrúarfávitum geta horft á þættina á omega, persónulega þá meika ég það ekki en allavegana. Forsagan er sú að forseti Venesúvela sagði einhverntíman að hann væri viss um að Bandaríkjamenn væru að plana að ráða hann af dögum. Þessi fáviti sem þessi Pat Robertson er, sagði á móti í þættinum sínum, "ef hann heldur að við séum að reyna að ráða hann af dögum þá finnst mér að við ættum að reyna það." Ég náttúrulega hló mig máttlausann þegar ég las þetta en á sama tíma myndaðist kvíðahnútur í maganum á mér, þegar ég las áfram og sá að þessi fáviti var einu sinni í forsetaframboði.

Það er ástæða fyrir því að raunveruleikaþættir eru riggaðir og að sjónvarpsþættir eru cheesy. Raunveruleikinn er svo vonlaus og svo fáránlegur, fullur af fávitum með allt of mikil völd sem virðast ráða því hvort við lifum eða deyjum. Ég vill frekar vera passífur áhorfandi að lífinu í strandbæ í Californíu heldur en að þurfa að díla við þá staðreynd að heiminum er stjórnað af ofsóknarbrjáluðum fávitum með rauðan takka á skrifborðinu sínu við hliðina á biblíunni.

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

The comic me

Jæja. Þá er maður bara búin að setja mynd af sér á bloggið. Ég vildi náttúrulega vera FÁRÁNLEGA töff á myndinni þannig að ég ákvað að nota teiknaða mynd af mér. Maður er yfirleitt meira töff á teiknuðum myndum, það er bara staðreynd. Best væri náttúrulega að vera alltaf teiknaður, maður væri kanski ekki með sjálf eða meðvitund en maður væri allavegana alltaf FÁRÁNLEGA töff.
Það er að segja ef að Jóna mundi teikna mann. Þessi mynd er sem sagt curtesy of Jóna. Hún getur teiknað eins og vindurinn.


mánudagur, ágúst 22, 2005

Fnu

"I really dount wana look stupit when Im sleeping. *click*
I never really liked sunny days. *click*
The black wings just reach out to me over the distance..... And I can feel the wind from the wings. *click*
I see the clouds and I feel the ocean with my feets. *click*
Requires an ability to judge distance. *click*

The airoplane flighs high, turns left looks right.


Im disconected by your smile................
Disconect a million miles.................
What you promised me I...... Hope will set you free.....
Im disconected by your smile.

Já hann Billy Corgan kann þetta allveg.

föstudagur, ágúst 19, 2005

Im a beliver!!!

Ég lennti í furðulegu atviku fyrir um það bil einu og hálfu ári síðan. Ég vaknaði við að einhver var á ferli um miðja nótt í mínum húsum. Ég læddist fram og passaði mig að hafa hljótt og halda mig í skuggunum. Inni í stofu sá ég mann klæddann í jólasveinabúning og var hann eitthvað að grammsa þarna í stofunni. Þar sem þetta var í febrúar og auk þess sem að ég trúði ekki á jólasveininn, þá sá ég bara eitt í stöðunni. Ég læddist aftan að honum og greip í leiðinni í þunga tréstyttu sem foreldrar mínir höfðu keypt stuttu áður í Afríku. Þegar ég var kominn aftan að honum, lammdi ég hann eins fast og ég gat í hnakkan á honum og hann datt í gólfið. Hann missti ekki meðvitund við það og ég þurfti að lemja hann aftur nokkrum sinnum til þess að hann hætti að hreyfa sig. Það síðasta sem ég man, var að ég stóð þarna yfir honum í myrkrinu. Hann algerlega hreifingarlaus og ég á nærbuxunum með blóðuga styttu í vinstri hendinni, hjartslátturinn á milljón.
Það var samt ekki fyrr en fyrir stuttu síðan að ég fattaði að þetta var enginn innbrotsþjófur. Heldur var þetta jólasveinninn sjálfur, holdi klæddur sem heimsótti mig þessa nótt og ég í trúleysi mínu brást við á hinn versta hátt. Jólasveinninn liggur sem sagt á gjörgæslu í þessum skrifuðu orðum og berst fyrir lífi sínu og ég þarf að lifa við það að vera valdur af þessu og ef það verða engin jól hjá mér næsta desember, þá get ég víst engum um kennt nema sjálfum mér og mínu vantrúaða hjarta...








Yes this is a medafore!!!!!!

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

"Is that an ipod in your pocket or are you just happy to see me?"

Ég fékk þennann úber sexy ipod í gær og ég get ekki sagt annað en ég er að deyja úr hamingju. Það eru tvær manneskjur sem mér finnst ég þurfa að þakka fyrir að hafa plöggað þessa græju handa mér á hálfvirði. Fyrst og fremst er það hann Styrmir sem valdi sér þessa brilljant starfsgrein sem flugþjónninn er. Ég vill einnig þakka George Bush sjálfum fyrir að hafa stútað bandaríska dollaranum með sínu stríðsbröllti í miðausturlöndunum og gert dollarann að heldur óaðlaðandi gjaldmiðli og þar að leiðandi fékk ég ipodinn á hálfvirði miðað við hérna heima.

Ég tók gott vídjókvöld í gærkvöldi with munchies and everything. Ég verð bara að segja að ég hef aldrei svitnað jafn mikið yfir bíómynd. Ég leigði sem sagt nýlega mynd sem heitir "Primer" og eins og ég áður sagði, rann kaldur sviti niður bakið mitt þegar ég horfði á hana. Ekki það að hún var eitthvað sérstaklega góð enda skildi ég ekki rassgat í henni. Ég leigði hana útaf því að hún virtist vera með keimlíkum söguþræði og teiknmyndasagan sem ég er búinn að vera að púsla saman síðasta árið. Það kom í ljós að myndinn er byggð á allnokkrum konseptum og díalógum sem ég hafði látið mér detta í hug að nota í teiknimyndasögunni minni. Það er frekar ótrúlegt að hlusta á samræður í bíómynd sem maður hefur skrifað niður fyrir annað, nokkrum mánuðum áður. Ég gat samt andað aðeins rólegar þegar ég fattaði að allar þessar hugmyndir sem voru í myndinni og ég hafði sjálfum dottið í hug, voru hugmyndir sem ég var sjálfur búinn að henda. Sú áliktun sem ég dró af þessari reynslu er sú að teiknimyndasagan mín mun örugglega vera betri en þessi bíómynd og að maður má aldrei liggja á hugmyndunum sínum of lengi.

Sonic Youth..........Töff..

Sonic Youth heiðruðu okkur með nærveru sinni í gær og í fyrradag og ég mætti samviskusamlega á fyrri tónleikana. Ég mætti ekki af því að ég er mikill Sonic Youth aðdáandi, heldur frekar af skyldurækni. Ekki það að mér finnist þeir leiðinlegir, þvert á móti. Það er bara eitthvað við Sonic Youth sem mér finnst vanta. Eitthvað sem aðrir virðast heyra, aftur á móti. Það góða við Sonic Youth er helst það hversu töff það er að vera Sonic Youth aðdáandi. Svona svipað eins og reykingar býst ég við. Það er nefninlega fáránlega töff að reykja, rétt eins og það er fáránlega töff að hlusta á Sonic Youth.
Fyrir löngu síðan keypti ég minn fyrsta og eina Sonic Youth disk "daydream nation" og það eina sem ég hugsaði þegar ég var að borga fyrir diskinn var hversu töff ég mundi vera með einn Sonic Youth disk í safninu. Ég hafði svo mikkla trú á þessu að þegar kom að því að ég var að bjóða stelpu, sem ég var frekar skotinn í, í bíltúr. Setti ég einmitt Daydream Nation í spilaran og keðjureykti Marlboro sígarettur. Hefði ég scorað þetta kvöld, væri ég eflaust hardcore Sonic Youth fan, en allt kom fyrir ekki og ég sat eftir með erfiðar spurningar sem ég vildi fá svör við. "Af hverju að hlusta á Sonic Youth ef maður fær ekki að ríða út á það?"
Mikið vatn hefur runnið til sjáfar síðan þá og get ég ekki annað sagt en að þrátt fyrir að ég hafi ekki keypt mér annan Sonic Yoth disk, þá er ég töluvert meira töff í dag heldur en þá. Ekki nóg með það að ég sé töff, heldur hefur mér tekist að umkringja mig með einstaklega töff fólki og ef þú ert að lesa þetta blogg, þá ert þú eflaust eitt af því fólki.
En þegar árin færast yfir og færa manni hina verðmæta reynslu, þá skilur maður það, að vera töff er töluvert flókið fyrirbæri og þrátt fyrir að nokkrir Sonic Youth diskar í safninu skemma ekki fyrir, þá getur það verið varhugarvert að treysta eingöngu á þá þegar á hólminn er komið.

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Im hitting the waves!!!!!!!!

Ég er búinn að sitja hérna í alla nótt, horfandi á surfvídjó og ég er kominn með massívan fiðring. Það er tæplega mánuður þangað til ég fer út. Er reyndar ekki búinn að kaupa flugmiðann en ég býst við að ég massi það eftir helgi. ÉG GET EKKI FUCKING BEÐIÐ!!!!!!!!

Ef þið tjekkið á linkinum á fyrirsögninni þá fattið þið hvað ég á við.

Þarna er ég að fara!!!!!!!!!!!!! :)

GIRLS GIRLS GIRLS



Á hverjum einasta degi, oft á dag, sé ég gullfallegt kvennfólk sem eru að brosa til mín. Þær eru allsstaðar og það er engin leið að komast hjá þeim. Um leið og ég yfirgef húsiðið, þá birtast þær. Ljóshærðar, dökkhærðar, bláeygðar, brúneigðar, sítt hár, stutt hár. þær eru með dökka húð, ljósa húð og koma hvaðanæfa af úr heiminum. Þær eru undantekningalaust með sjáöldur augnanna útþanin og bros sem beinist að mér og getur aðeins þýtt eitt. Flestar þessara kvenna eiga eitt sameginlegt. Þær hafa aldrei séð mig, þær vita ekki hvað ég heiti eða hver ég er. Margar vita ekki einusinni að það er til land sem heitir Ísland. Þær vinna allar við módelstörf og ég get séð þær á auglýsingaskiltum, forsíðum tímarita, vöruumbúðum og jafnvel í sjónvarpinu.
Tilgangur þeirra er að reyna að selja mér eitthvað, hvað sem er í raun og veru. Einhver viðskiptamógúllinn, fattaði fyrir löngu síðan að kynlíf selur og ekki bara kynlíf, heldur nægir að íja aðeins að því og þá streyma peningarnir inn. Þessi uppgötvun kom fram löngu áður en ég fæddist og hef ég því alist upp við þessa auglýsingamennsku allt mitt líf. Ég hef fyrir löngu sætt mig við þessa staðreynd og tel mig að mikklu leiti vera orðin ónæmur fyrir kynlífstengdri auglýsingamennsku.
Ég er mjög sáttur við þá staðreynd að það skuli þurfa meira til en kynþokkafullt kvennfólk til að fá mig til að breyta neysluminstri mínu og vona ég að kyn bræður mínir eru á sama máli.
Það er bara eitt vandamál sem fylgir þessu öllu saman. Í þau örfáu skipti sem að konur af holdi og blóði brosa til mín, þá kemur upp skringileg staða. Hægri hluti heilans gerir sér grein fyrir að þessi kvennmaður gæti mögulega haft einhvern áhuga á manni. Vinstri hluti heilans er hins vegar handviss um að þessi kona sé að reyna að selja mér eitthvað sem ég hef ekki áhuga fyrir og ég ætti að halda áfram leið minni. Það vita það flestir að maður þarf að nota bæði heilakvelin til þess að höstla stelpur og þar af leiðandi getur þetta verið mjög kvimleitt vandamál. Það versta við þetta er að því fallegri sem "alvöru" stelpurnar sem brosa til mín eru, því líkari eru þær fyrirsætum og því líklegra að vinstra heilakvelið fái að taka lokaákvörðunina.
Þetta er eginlega orðið þannig að maður verður ekki hrifinn nema að kvennmaðurinn segir manni að fucka sér eða slær mann utanundir. "Hún kanski hatar mann en hún er allavegana ekki að reyna að selja manni neitt............ SCORE!!!!!!!!!!!!!!!!!"

laugardagur, ágúst 13, 2005

Játning

Ókei. Mér finnst að ég þurfi að játa svolítið.
Í mörg ár hélt ég að þegar maður fer á klósettið og segir "villtu koma með? Læknirinn sagði að ég mætti ekki lifta neinu þungu." Þá væri maður að tala um að klósettsetan væri þung. Ég gat ekki skilið hvað var svona sniðugt við að segja þetta.

ÚFF! Mér líður mikklu betur.

"Greed is good"


Mér líður eins og Michael Douglas í Wall Street. Hlutabréfin mín bara að rjúka upp eins og líkamshitinn í HABL sjúklingi. Ég hef loksins fundið eitthvað sem ég er góður í. Working the stock market, verst bara hvað það er massíft nördalegt að pæla í hlutabréfum. Hell það er samt fínt að vera nörd. Sérstaklega þegar ég sel bréfin og sting af til Sri Lanka. Usssss! þeir voru að skjóta utanríkisráðherra Sri Lanka.
Borgarastyrjaldir eru töff.

Talandi um borgarastryrjaldir. Ég var að horfa á Dead like me á áðan. Djöfull er gellan í Dead like me fáránlega hot.
Hún er heitari en ástandið í miðausturlöndum. BAM!!!!!!!!

föstudagur, ágúst 12, 2005

Its ON!!!!!!!!!!!!!!!





Ég var að skúra gólfið hérna á tjaldstæðinu í nótt, hlustandi á Blood money með Tom Waits og steig nokkur danspor sem ég skúraði gólfinn. Þetta er að mínu mati einn af betri diskum hans, í seinni tíð allaveganna og þá sérstaklega hvað varðar textagerð og sound á plötunni. Fyrr um nóttina hafði ég verið að hlusta á Nick Cave, Boatsman call sem ég líka fáránlega góð plata.
Þegar Blood money var búinn, stóð ég einn í þögninni og studdi mig við moppuna og ég spurði ég sjálfan mig. "Hver mundi vinna í slag, Tom Waits eða Nick Cave?" Þegar stórt er spurt, er oft lítið um svör. Ég mundi eflaust halda örlítið meira með Tom Waits, þar sem ég hef hlustað á hann lengur og hann á sér dýpri rætur í mínu tónlistarhjarta. Samt get ég engan vegin ímyndað mér hver mundi vinna. Síðan rann það upp fyrir mér. Blood money samdi Tom Waits fyrir leikgerð á leikritinu Woyzeck í Kaupmannahöfn. Það er einmitt Nick Cave að gera núna fyrir Vesturport. ITS ON!!!!!!
Okei. Það er kanski fáránlegt að búa til einhvern meting úr þessu en það verður örugglega mjög athyglisvert að bera tónlistina þeirra saman.
Ah fuck it, ITS ON!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Define irony.........

Ég var að keyra í gegnum miðbæinn í gær á leiðinni á leiklistaræfingu. Það var töluvert af fólki á Lækjargötunni, þar sem ég var stop á rauðu ljósi. Ég rak augun í konu sem leiddi dætur sínar tvær yfir götuna. Stelpurnar voru örugglega eitthvað um 12 eða 13 ára og voru þær klæddar á svona frekar "óviðeigandi djarfan" hátt svo ekki sé meira sagt og er víst móðins í dag. Ég furðaði mig á þessu í smá stund og rak síðan augun í auglýsingaskilti sem þau gengu framhjá. Skiltið var að auglýsa lopapeysur fyrir túrista og var með því viðeigandi slógani. "If in doubt, just ask an icelantic mother."

"And a blog was born"

laugardagur, ágúst 06, 2005

Hell Shit!!

Það eru yfirgnæfandi líkur á því að Leifið er ekkert að fara að höstla á næstunni. Leifið er ekkert að fara höstla í náinni framtíð. Leifið er ekki að fara að höstla í fjarlægri framtíð.
Líklegt þykir að yfirborð sjáfar mun vera búið að hækka um allt að 5 metrum, áður en Leifið á að eiga einhvern séns. Meðalhiti jarðarinnar mun að öllum líkindum vera búinn að hækka um heilar þrjár gráður. Holland mun vera búið að sökkva í sæ, nánast öll kóralrif jarðar munu vera útdauð fyrirbæri. Hinar fallegu strendur Kyrrahafsins munu vera ónýtar og lífið á jörðinni mun að eilífu vera orðið gerbreytt áður en Leifið mun geta gert neitt af sér.
Þið eruð eflaust að velta fyrir ykkur "af hverju þessi svartsýni?" Svarið er einfalt, Leifið er með bólu á stærð við Grænlandsjökul á fuckings andlitinu.

föstudagur, ágúst 05, 2005

AMERICA; FUCK YEAH!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

-











---------------------------------------------------------------------------------------------------

Kárahnjúkar og Rocco


Ég horfði á fréttir í fyrsta skiptið í langan tíma síðastliðið kvöld. Það er gott að taka sér frí frá fréttaáhorfi reglulega. Það er róandi að þurfa ekki að taka afstöðu í hinum og þessum málefnum, sem hvort sem er koma manni lítið við í amstri dagsins.
Eitt af þessum málefnum eru þessir bölvaðir Kárahnjúkar. Fyrir löngu síðan tók ég afstöðu á móti þessari virkjun en ég held að það hafi aðeins verið út af því að það er töluvert meira "inn" að vera á móti henni heldur en með. Mér finnst samt, þegar öllu er á botninn hvolft, ég ekki hafa rétt á því að taka afstöðu án þess að vera hræstnari. Þetta snýst víst allt um umhverfi, ál og peninga. Þar sem ég keiri um á mengandi bíl, drekk reglulega bjór úr dósum, án þess að spá of mikið í hvort þær lendi í endurvinnslunni og hef lítið sem ekkert peningavit, þá hef ég víst lítinn rétt á því að ásaka einn né neinn um neins kins spjöll.
Mér finnst líka kaldhæðnislegt að við þurfum að flytja inn erlenda mótmælendur rétt eins og við þurfum að flytja inn erlent vinnuafl til þess að byggja þessi herlegheit. Samt sem áður tek ég ofan fyrir þessum mótmælendum, fyrir að nenna þessu, rétt eins og ég tek ofan fyrir verkamönnunum fyrir að meika að vinna þarna út í einskinsmannslandi.
Fyrir mitt leiti, þá kemur hinn frægi klámmyndaleikari Rocco alltaf upp í hugan, þegar ég heyri talað um Kárahnjúkavirkjun og eitt frægasta atriði klámmyndasögunar. Atriðið er frægt fyrir að vera í grófari kanntinum og er þannig uppsett að á meðan Rocco er að taka þessa klámmyndaleikonu aftanfrá er hann að dýfa haustnum á henni ofan í klósettskál. Kanski er það perrinn í mér að tala en mér finnst vera ljóðræn samlíking þarna á milli og svipaðar siðferðisspurningar vakna í kollinum á manni þegar maður stendur frammi fyrir þessu tvennu. Þetta er væntanlega einstaklingsbundið hvað fólki finnst en fyrir mig persónulega, þá þarf meira til þess að særa blygðunarkennd mína, heldur en þetta margfræga atriði. En þrátt fyrir það, þá fannst mér þetta heldur of langt gengið og í raun óþarfa ruddaskapur, hjá þessum annars ágæta klámmyndaleikara. Viðhorf mitt á þessu atriði speglast í viðhorfi mínu á Kárahnjúkavirkjun, soldið langt gengið og óþarfa ruddaskapur hjá ráðamönnum þessarar þjóðar að kaffæra móður náttúru í einhverju skítugu virkjanalóni.
Hins vegar getur maður ekki annað en dáðst af atorkunni og hugmyndasemi, þessara klámmyndaleikara (þótt ruddaleg sé) að sama skapi og maður getur ekki annað en dáðst af þessum virkjanarframkvæmdum og tæknilegum afrekum og framsækni hennar.
En hvað sem því líður, þá mun ég halda áfram að keira um á mínum meingandi bíl, kærandi mig kollóttann um hvað verður um tómu bjórflöskurnar sem ég skil eftir og eyða peningunum mínum í vitleysu, um ókomna framíð. Þar af leiðandi, neitandi mér um rétt til þess að taka afstöðu til umhverfismála. Samt sem áður get ég huggað mig við þá staðreind að heimurinn er ekki svarthvítur og í kjölfarið fullur af skemmtilega ljóðrænum samlíkingum sem geta oftar en ekki verið í dónalegri kanntinum.


-Ég vil nota tækifærið og biðjast afsökunar á því að hafa briddað upp á pólitískum umræðum, hér á bloggsíðunni minni og lofa að gera sem minnst af því í framtíðinni.-

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

FUCK ÍSLAND Í BÍTIÐ


Mig langar til þess að tala um skófarið sem er á sjónvarpsskjánum hérna. Einhverra hluta vegna var ég með kveikt á "Ísland í bítið" í gærmorgun. Ekki spurja mig af hverju. Anyways. Þessi fucking hóra og fávitinn voru að taka símaviðtal við einhvern bölvaðan dreifara. Umræðan snerist eitthvað um veðrið út á landsbygðinni og þá sagði þessi fávita dreifari. "Vertu nú bara feginn Kolbrún að þú skulir ekki búa í Grend, það er nefninlega alltaf rigning þar." Síðan hlógu þau öll eins og fávitar og brandarin hélt áfram í nokkrar mínútur, þangað til að ég sá bara rautt og dúndraði fætinum í sjónvarpið eins fast og ég gat. Ísland í bítið er gillinæðin í rassgati íslenskrar sjónvarpsmenningar og nógu góð ástæða til þess að brenna öll sjónvörp og sjónvarpsenda á landinu.

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Cool depetkort

Djöfull langar mig geðveikt í svona depetkort með sér mynd. Það er samt soldið erfitt að ákveða hvað maður hefur á kortinu. Hér eru allavegana nokkrar hugmyndir sem ég fékk. Ef maður höstlar ekki út á þetta þá veit ég ekki hvað.

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

fíflsflótti og gellan í "dead like me"

Jæja!!!! Bara verslunarmannahelgin búin og svona.
Og ég er að reyna að skrifa eitthvað sniðugt, en OC eru mjög fínir þættir.

Stundum þarf maður helgi til þess að jafna sig á helginni, stundum er bara ekki nóg að mæta í vinnu aðfaranótt þriðjudags eftir fimm daga frí. Ég held að það versta sem getur komið fyrir hinn vinnandi mann er þegar vinnuvikan kemur upp að manni, að óvörum og draumar um vídjó/nammikvöld verða að dufti í huga manns og maður stígur inn í vinnuviku illa sofinn og illa upplagður.

Djöfull er gellan í "Dead like me" fáránlega hot. Ég er að pæla í að niðurhala öllum þáttunum, bara af því að hún er fáránlega hot. Kanski er það samt of langt gengið. Hún er samt fáránlega hot.

Mér var lofað að öll fífl Reykjavíkur myndu yfirgefa höfuðborgina um helgina. Eða kanski var það meira óskhyggja í mér, eða kanski eru fíflin að þróast, farin að fatta að útilegur sucka feitt og það er miklu betra jamm í bænum um verslunarmannahelgina. En málið er bara að ef fíflin fara ekkert, þá er ekkert gaman á jamminu í Reykjavík. Þess vegna er ég á móti fyrirbærum eins og Innipúkanum. Ég fann samt ljós í myrkrinu um helgina. Það eru engir fávitar upp á Langjökkli og þar af leiðandi fullkominn staður fyrir fíflsflótta. Ein önnur fullkomin leið til þess að forðast fífl (og ég nota mjög mikið) er að fara ekki út úr húsi og helst ekki úr rúminu. vopnaður súkkulaðiköku, laptoptölvu and pretty good company, þá átti ég góðan sólarhring á laugardaginn þar sem ég hitti ekki eitt einasta fífl. Á sunnudeginum þurfti ég reyndar að fara á þennan helvítis Innipúka og þar var ég umvafin fávitum og fullt af þeim. Ég var reyndar mjög duglegur við að vera fullur þessa nóttina og man ég lauslega eftir ljósum pungt, þar sem ég og Hannes sátum blindfullir og muldrandi á blautu grasinu á Austurvelli. En eins og allt, hjá þeim sem búa út í rassgati, þá endaði þetta náttúrulega í leigubílaröðinni. Sem betur fer var ég í fylgt með G-unit og gátum við sannfært hvor aðra um að við værum ekki jafn mikklir fávitar og hinir í þessari röð. Ég lít samt á þessa klukkutíma leigubílaröð, sem hápungt helgarinnar. Í þessu forarsvaði Reykvískrar menningar stóðum við. Ég með brjóstsviða frá ógeðispulsu og rommíkóki, ásamt furðulegum harðsperrum í fótleggjunum og almenns biturleika yfir því að þurfa að vera þarna á annað borð. Það gerðist soldið merkilegt þarna í leigubílaröðinni, Þegar röðinn var allveg að koma að okkur og ég leit til baka yfir allan mannskaran, fann ég fyrir stolti yfir að hafa massað alla þessa röð. Á því augnabliki gerði ég mér grein fyrir að lífið mitt er það ömurlegt, að það er komið hringinn. Maður tekur svona hugljómunum með jafnaðargeði, kinkar kolli og yptir öxlum, ég er þó allavegana ekki fáviti. Nokkru síðan kem ég auga á Valla, sem var að massa einhverja hot gellu og ég leyfði honum að cutta in line og hann borgaði leigubílinn. Score!!!

Djöfull er samt gellan í "Dead like me" fáránlega hot!!!!