

Ef það er eitthvað í þessum heimi sem passar fullkomlega vel saman, þá eru það bílar og tónlist. Þar sem bíllin minn er allgerlega snauður af hljómflutningstækjum, þá hef ég nýtt mér það til hins ýtrasta að rúnta um á bílnum hennar mömmu með furðulegasta playlista sem sögur fara, ef playlista mætti kalla. Þetta eru sem sagt tvö lög sem ég lúppa aftur og aftur og fæ ekki nóg af því. Hressasta lag í heimi og þunglyndasta lag í heimi. Þunglynda lagið er Cripple and the starfish með Antony and the Johnsons sem er án efa þunglyndasta lag sem samið hefur verið. Hressa lagið er hins vegar upprunnalega Fire lagið með Prodigy, sem er án efa lang besta teknó lag sem hefur verið gefið út. Þessi lög hef ég sem sagt verið að spila til skiptis, aftur og aftur síðastliðna tvo daga í bílnum hennar mömmu. Ég veit að þetta er allveg rosalega sick og að ég gæti verið að missa vitið en fuck it. Vaknar upp spurningin sem Nick Hornby lagði upp í High Fidelity um hvort tónlisin endurspegli hugarástandið eða hvort hugarástandið endurspegli tónlistina.
1 ummæli:
Hvað í andskotanum er þetta!!!!!!!!!!! I feel so violated.
Skrifa ummæli