þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Ég hef soldið verið að pæla í fátækt og almennum blankheitum síðustu eina og hálfa viku. Ástæðan fyrir því er sú að ég hef verið algerlega með öllu blankur á þessum tíma. Nú eru liðnir 11 dagar síðan ég lét renna kortinu mínu í gegnum posa og ég er viss um að það sé persónulegt met hjá mér síðan ég byrjaði að nota depedkort. Ég hef komist að því, að blankheit eru ekkert ósvipuð krabbameini. Það er að segja að óttinn við peningaleysið er mun verri heldur en peningaleysið sjálft. Það er ótrúlegt hvað maður getur fundið sér til dundurs og bömmast á mörgum þegar maður er blankur. Maður þakkar gvuði fyrir þurra daga, þar sem maður getur gleymt hungrinu í sígarettur og skindibitamat á hjólabrettinu. Ég var einmitt að gera það síðastliðin föstudag, var að renna mér niður brekku á leiðinni til Friðgeirs, Þegar ég svína á þennan bíl sem að flautaði á mig. Ég sneri mér við og gaf honum puttan, bara til þess að fatta að gaurinn sem var á svörtum BMW var að gefa mér puttann til baka. Mér var hugsað til þess, hvort þessi gaur fengi meira að ríða út á þennan 8 milljón króna BMW heldur en ég á 20 Þúsund króna hjólabrettinu mínu.... Eftir stuttan umhugsunartíma varð mér það ljóst að auðvitað fengi hann meira að ríða út á þennan 8 milljón króna BMW en þrátt fyrir það þakkaði ég gvuði fyrir að vera ekki fáviti á 8 milljón króna BMW.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú værir kannski þessi fáviti ef þú ættir svona mikinn pening...

Nafnlaus sagði...

hefðir átt að láta hann keyra á þig og fara í skaðbótamál og lifa á öryrkju í nokkur ár. Þar eru peningarnir. Ríkið er nýbúið að hækka bætur ungra öryrkja um 100% frá 23.000 kr. og í 46.000 kr.

Nafnlaus sagði...

Svo gefst ungu fólki kostur á að fá örorkueingreiðslu, fyrir minni prósentur örorku og þær geta numið nokkrum milljónum.

Nafnlaus sagði...

fyrirgefðu gauti. þetta ku auðvitað vera örorkubætur, en ekki öryrkjubætur. Ég biðst vægðar. Er til latneskt heiti yfir þetta, nú eða er einhver vöðvi sem er kenndur við örorku ? Þú getur kannski sagt okkur frá því ! Þetta er vandmeðfarið orð. Ertu að segja satt, getur þú unnið nokkrar milljónir ef þú dettur á hjólabretti því þú varst á umferðargötu ? Miklu sniðugra að fá þetta allt í einu og kaupa hlutabréf í Íslandsbanka eða FL Group og fá þá meiri ávöxtun heldur en þú misstir af þegar þú fékkst örorkueingreiðsluna.

Nafnlaus sagði...

Þú ert kannski ekki b1t að "vinna" alla þessa peninga, per se. Engu að síður er ekkert sem stoppar þig í að ávaxta þessa peninga vel. Fer maður ekki bara b1t á ávaxtabar eða hvað, styrmir. Þú hlýtur að geta sagt okkur frá því.

Nafnlaus sagði...

já, ávaxtabar. skemmtilegt, gauti.