fimmtudagur, júlí 28, 2005

Born in the USA

Sólin skein eins og hún hafi fengið borgað fyrir það í gær og eftir að hafið sofið af mér mest allan daginn kíkti ég út um eftirmiðdaginn. Nokkrum tímum síðar var ég kominn í grillveislu, heima hjá Nesa og Friðgeiri. Ég veit ekki hvort að fólk sé allmennt sammála mér en það er frekar fín tilfinning að sitja við logandi grillið, pullurnar að brúnast á glóðinni ásamt hlaðborði af hamborgurum og kótilettum. Og þarna situr maður í sólinni, með logandi Marlboro í annari hendi, ískaldan Carslsberg í hinni og Bruce Springsteen á fullu blasti.
Það gerist ekki betra........Og þó...... Er í þessum skrifuðu orðum að fara að kíkja í snjósleðaferð upp á Langjökul. Þó svo að Bruce Springsteen mun að öllum líkindum ekki vera á blasti upp á jökkli, þá mun hann engu að síður vera á fullu blasti í hjörtum okkar sem tókum þátt í grillveislunni í gær.

Engin ummæli: