sunnudagur, október 30, 2005

Ekki lesblindur, bara heimskur

Fyrstu vikuna mína í menntaskóla var ég sendur í lesblindupróf eftir hrikalega frammistöðu í stafsetningarprófi. Þar fékk ég það skriflegt að ég væri ekki lesblindur, bara heimskur. Síðan þá hef ég reynt að bæta stafsetninguna mína og þó það hljómi ótrúlega, þá hafa framfarirnar verið gríðarlegar, þó svo að ég augljóslega eigi langt í land. Ég er eginlega farinn að finnast þetta bara vera fyndið og fynnst það alltaf jafn skemmtilegt þegar öðru fólki finnst það líka. Ég fékk einmitt komment frá honum Friðgeiri um daginn, að yfslilonin mín væru í allgjöru fucki. Ég sem sagt skrifa víst alltaf "Y" þegar ég á ekki að gera það og öfugt. Friðgeir stakk upp á því að ég ætti að gera þetta að trademarki í skrifunum mínum. Mér fannst það frábær hugmynd þangað til að ég fattaði að maður þarf í raun að hafa nokkra hæfileika í stafsetningu til þess að það takist. En fyrst að laxnes mátti gera það, þá hlýt ég að meiga það líka. hann fékk meir að segja nóbelsverðlaun og hver veit nema ég fái þau líka. Nóbelsverðlaun fyrir lélega stafsetningu.

laugardagur, október 15, 2005

"Violets are blue roses are red, living like this were already dead."

Ég er að ræða við bankareykninginn minn í þessum töluðu orðum, í gegnum veraldarvefinn. Við erum að ræða um hvort ég eigi að fara á fillerí í kvöld. Heimabankinn er að reyna að fá mig frá því að drekka í kvöld og sýnir mér því til stuðnings reykningsyfirlitið yfir síðustu mánuði. Þetta blessaða yfirlit gefur til kynna að ég sé búinn að vera heldur blautur síðustu vikur. Ég nota alkahólista hugtakið "blautur" vegna þess að á svona stundum fer ég að efast um heilbrigði mitt í þessum málum. Er ég að breytast í stjórnlausann alkahólista, sem lifir fyrir ekkkert nema sósuna? Það gæti vel verið að sú sé raunin en burtséð frá því, þá er staðreyndin sú að ég þekki bara svo mikið af fallegu og skemmtilegu fólki. Það getur engin neitað því, að það eina sem er betra heldur en að hanga með skemmtilegu og fallegu fólki er að vera fullur með fallegu og skemmtilegu fólki. Heimabankinn minn hristir hausinn og kallar mig öllum illum nöfnum en ég læt ekki sanfærast. Ég ætla að klára þennan kaffibolla og kíkja í ríkið......

sunnudagur, október 09, 2005

Ég var að ræðu um bíla í dag við tiltekna manneskju og náði að missa út úr mér þessa fáránlegu setningu. "Já. Ég fíla svona litlar druslur."

fimmtudagur, október 06, 2005

STUPIT

Ég sit hérna á Kofa Tómasar frænda, blússandi 80´s tónlist á fóninum og ég er að drekka kaffi og tölvunördast og mjög svo völltu borði. Ekki sérstaklega gáfulegt, en ég er nú hvort eð er ekki búinn að vera að gera mikið af gáfulegum hlutum upp á síðkastið. Það er til dæmis ekkert sérstaklega gáfulegt að tala mjög hátt um hvað nýja Sigurrósarplatan sé leiðinleg á meðan maður er að bíða í röðinni inn á Sirkus. Annað sem er ekki mjög gáfulegt er að renna sér niður brekkur á hjólabretti í seljakverfinu í mikilli umferð. Ég er einmitt með hella bólgin ökkla því til stuðnings. Annað mjög heimskulegt er að fara í heimsókn til mömmu og fá krukku af home made marmelaði, gleyma að hún sé í töskunni og leifa henni að detta í jörðina. Nú á ég ekkert marmelaði og taskan mín er öll stikky að innan. Þeir eru fleiri heimskulegu hlutirnir sem ég er búinn að vera að gera af mér síðustu vikur. Hlutir sem ég nenni ekki að fara út í akkúrat núna en það sem ég er búinn að læra allavegana er að maður á nóg með það að díla við heimskuna í sjálfum sér og þess vegna er betra að halda sér frá því að vera að díla við heimskuna í öðrum..

þriðjudagur, október 04, 2005

Is this the end of my blogg as we know it?

Þegar líða fer á æfikvöld flestra bloggsíða. Fara póstin að fyllast af setningum eins og "Afsakið bloggleysið síðustu daga" og sfr. Þrátt fyrir afsakanir á bloggleysinu, þá yfirleitt fylgja þeim ekki samviskusamlegar póstinnsetningar í kjölfarið og bloggið á endanum leggst útaf og verður bara waist of space á veraldarvefnum. Bloggið mitt virðist vera með öll þessi einkenni og þykir mér það miður. Ég veit að ég get ekki lofað endurbótum en við sjáum hvað setur. Ég er allavegana hér í dag að pósta. Sit einns míns liðs á 22 með kaffi og sígó, The Weeping Song með Nick Cave ómar í hátalarakerfinu hérna en ég er að hlusta á BIrthdayparty í ipodinum mínum, því ég er svo fáránlega hipp og cool. Margur mundi halda að viðburðarleysi síðustu vikur væri ástæðan fyrir bloggleysinu en svo er svo sannarlega ekki. Ég og Kevin Costner erum að massa þetta á Íslandspósti og svo virðist sem þessi vinna gefur myndinni lítið eftir í leiðindum en maður fékk reyndar ekkert borgað fyrir að horfa á myndina þannig að ég get lítið kvartað. Eins flestir vita þá er ég fluttur í gamla hárgreiðslustofu á Barónstígnum og ég get ekki annað sagt að lífið í miðbænum sé að fara vel í mig, þrátt fyrir að stundum sakni maður gamla settsins þegar maður leggst einn undir feld og sofnar við góðan CSI á skjá einum. Þessir fyrstu dagar í nýju íbúðinni voru heldur betur áhugaverðir. Góður fussball, góð partí, leiðinleg partí, fullt af áfengi og svo ekki sé minnst á hot nágranna sem raða í fataskápinn fyrir mann. (svona eins og Sharon Stone í Broken Flowers.)
Þegar maður býr einn og þarf að sjá um sig sjálfur, fer maður að taka eftir hinum ýmsu lygum sem afhjúpast þegar maður breystist í hin almenna neitenda. Til dæmis kaffi sem eru markaðsett sem frönsk vara en eru með dönsum innihaldslýsingum (LAIM), það er svona svipað pirrandi og harðkjarna hljómsveitir sem borða ekki kjöt og eru á móti loðdýrarækt.
En lífið er að færast fastari skorður, atburðarrásin er að hægja á sér og ég lifi í voninni um að það sé ekki falin myndavél í íbúðinni minni og fólk sé að hlægja sig máttlaust af þessum vonlausa gaur sem affrystir ískápinn sinn án þess að vita af því og ristar sér brauð á gólfinu vegna þess að það eru svo margar tómar bjórflöskur á borðinu.