þriðjudagur, júlí 05, 2005


Rutger Hauer og gróðurhúsaáhrifinn.

Hvað er málið með alla þessa rigningu út um allan heim. Það er varla lengur hægt að hvarta yfir veðrinu hérna á íslandi án þess að vera kallaður hræsnari og svartsýnismaður.
En alltaf þegar ég sé fréttir af öllum þessum flóðahamförum sem eru í gangi er mér alltaf hugsað til gömlu góðu myndana með Rutger Hauer. Framtíðarmyndir eins og Split second, þar sem hann gekk um eytursvalur og borðaði súkkulaði og reykti sígarettur og drakk kaffi milli þess sem hann var að elta djöfulinn sjálfan og niðurlægja gáfaða og lúðalega sidekikkið. Svo er það auðvitað Blade runner þar sem gaurinn var augljóslega á toppnum á kúlinu sínu. Maður þarf nefninlega að vera soldið töff til þess að busta Han Solo. Sem hann og gerði og hefði án efa gert útaf við hann ef hann hefði ekki klárað batteríin. Dawm robots.
Rigninga film noir framtíðarmyndir voru málið á níunda áratugnum og Rutger Hauer var þokkalega líka málið. En nú þegar framtíðinn er kominn og hann er farinn að rigna eins og motherfucker út í heimi, hvað ætlum við þá að gera fyrir Rutger Hauer. Aukahlutverk í Batman Begins er fín byrjun en engan veginn nóg. Ég legg til að Rutger Hauger verði gerður að bad ass veðurfréttamanni. Þetta verða svona high tec veðurfréttir með gloomy drungalegu útliti og það verður alltaf dimmt og allsstaðar rigning.
Rutger Hauer er náttúrulega of svalur til þess að þylja upp einhverjar veðurfregnir þannig að það eina sem hann mun gera er að fara með lokaræðuna úr Blade runner.

"I´ve seen thing you people wouldn´t belive........Attack ships on fire off the shoulder of orion...........I whatched C-beems glitter in the dark near the Tannhauser gate............................... All those moments will be lost in time................. Like tears............In rain..."
Og síðann hallar hann höfðinu fram og allir vita að það mun vera rigning og ekkert sólskin á morgun..........

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rutger Hauer er maðurinn!!!!