Ég fékk þennann úber sexy ipod í gær og ég get ekki sagt annað en ég er að deyja úr hamingju. Það eru tvær manneskjur sem mér finnst ég þurfa að þakka fyrir að hafa plöggað þessa græju handa mér á hálfvirði. Fyrst og fremst er það hann Styrmir sem valdi sér þessa brilljant starfsgrein sem flugþjónninn er. Ég vill einnig þakka George Bush sjálfum fyrir að hafa stútað bandaríska dollaranum með sínu stríðsbröllti í miðausturlöndunum og gert dollarann að heldur óaðlaðandi gjaldmiðli og þar að leiðandi fékk ég ipodinn á hálfvirði miðað við hérna heima.
Ég tók gott vídjókvöld í gærkvöldi with munchies and everything. Ég verð bara að segja að ég hef aldrei svitnað jafn mikið yfir bíómynd. Ég leigði sem sagt nýlega mynd sem heitir "Primer" og eins og ég áður sagði, rann kaldur sviti niður bakið mitt þegar ég horfði á hana. Ekki það að hún var eitthvað sérstaklega góð enda skildi ég ekki rassgat í henni. Ég leigði hana útaf því að hún virtist vera með keimlíkum söguþræði og teiknmyndasagan sem ég er búinn að vera að púsla saman síðasta árið. Það kom í ljós að myndinn er byggð á allnokkrum konseptum og díalógum sem ég hafði látið mér detta í hug að nota í teiknimyndasögunni minni. Það er frekar ótrúlegt að hlusta á samræður í bíómynd sem maður hefur skrifað niður fyrir annað, nokkrum mánuðum áður. Ég gat samt andað aðeins rólegar þegar ég fattaði að allar þessar hugmyndir sem voru í myndinni og ég hafði sjálfum dottið í hug, voru hugmyndir sem ég var sjálfur búinn að henda. Sú áliktun sem ég dró af þessari reynslu er sú að teiknimyndasagan mín mun örugglega vera betri en þessi bíómynd og að maður má aldrei liggja á hugmyndunum sínum of lengi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég á ekki iPod.
ég þakka gott orð í belg. ipod er svo miklu þægilegri gripur heldur en fjandans MD draslið. Versta fjárfesting mín í langan tíma.
Skrifa ummæli