þriðjudagur, október 04, 2005

Is this the end of my blogg as we know it?

Þegar líða fer á æfikvöld flestra bloggsíða. Fara póstin að fyllast af setningum eins og "Afsakið bloggleysið síðustu daga" og sfr. Þrátt fyrir afsakanir á bloggleysinu, þá yfirleitt fylgja þeim ekki samviskusamlegar póstinnsetningar í kjölfarið og bloggið á endanum leggst útaf og verður bara waist of space á veraldarvefnum. Bloggið mitt virðist vera með öll þessi einkenni og þykir mér það miður. Ég veit að ég get ekki lofað endurbótum en við sjáum hvað setur. Ég er allavegana hér í dag að pósta. Sit einns míns liðs á 22 með kaffi og sígó, The Weeping Song með Nick Cave ómar í hátalarakerfinu hérna en ég er að hlusta á BIrthdayparty í ipodinum mínum, því ég er svo fáránlega hipp og cool. Margur mundi halda að viðburðarleysi síðustu vikur væri ástæðan fyrir bloggleysinu en svo er svo sannarlega ekki. Ég og Kevin Costner erum að massa þetta á Íslandspósti og svo virðist sem þessi vinna gefur myndinni lítið eftir í leiðindum en maður fékk reyndar ekkert borgað fyrir að horfa á myndina þannig að ég get lítið kvartað. Eins flestir vita þá er ég fluttur í gamla hárgreiðslustofu á Barónstígnum og ég get ekki annað sagt að lífið í miðbænum sé að fara vel í mig, þrátt fyrir að stundum sakni maður gamla settsins þegar maður leggst einn undir feld og sofnar við góðan CSI á skjá einum. Þessir fyrstu dagar í nýju íbúðinni voru heldur betur áhugaverðir. Góður fussball, góð partí, leiðinleg partí, fullt af áfengi og svo ekki sé minnst á hot nágranna sem raða í fataskápinn fyrir mann. (svona eins og Sharon Stone í Broken Flowers.)
Þegar maður býr einn og þarf að sjá um sig sjálfur, fer maður að taka eftir hinum ýmsu lygum sem afhjúpast þegar maður breystist í hin almenna neitenda. Til dæmis kaffi sem eru markaðsett sem frönsk vara en eru með dönsum innihaldslýsingum (LAIM), það er svona svipað pirrandi og harðkjarna hljómsveitir sem borða ekki kjöt og eru á móti loðdýrarækt.
En lífið er að færast fastari skorður, atburðarrásin er að hægja á sér og ég lifi í voninni um að það sé ekki falin myndavél í íbúðinni minni og fólk sé að hlægja sig máttlaust af þessum vonlausa gaur sem affrystir ískápinn sinn án þess að vita af því og ristar sér brauð á gólfinu vegna þess að það eru svo margar tómar bjórflöskur á borðinu.

Engin ummæli: