fimmtudagur, júlí 14, 2005
Bring it on
Í gær mætti ég í vinnunna og það fyrsta sem ég fékk að heyra var að internetið væri ennþá bilað. Ég fékk vægt hvíðakast, sem að stelpan sem ég var að taka við af, tók eftir og hún reyndi að hughreysta mig en tókst ekki. Enn og aftur horfði ég á nátthrafna Skjás eins og kveið því sem að koma skal. En þegar dagskráin kláraðist gerðist eitt óvænt og skemmtilegt. Viðar félagi kom inn í heimsókn og við reyktum nokkrar sígarettur úti í rigningunni og spjölluðum um liðna helgi. Eftir að hann hvarf á braut hringdi Einar Baldvin og boðaði komu sína í eina sígó eða tvær. Ég notaði tækifærið og bað hann um að koma með DVD disk til þess að bjarga geðheilsu minni. Stuttu síðar mætir Einar færandi hendi með Bring it on á DVD. Eftir að hann fór síðan heim, skemmti ég mér konunglega alla nóttina við að horfa á Bring it on með directors comentery og allt aukaefnið. Þegar ég síðan leit upp af skjánum sá ég að skýjahulan sem hefur verið að mergsjúga lífsþróttinn úr Reykvíkingum síðustu vikur var með öllu horfin og loks sá ég í heiðbláan himininn. Sólin leit upp með loforð um gott tan og ég ákvað að líta inn á gistiheimilið við hliðiná til þess að fá mér morgunmat. Þegar inn var komið í matsalinn sá ég að hann var trofullur af amerískum stelpnakór og er ég sat þarna inni, borðaði kornflexið mitt og vellti fyrir mér hvort að ég ætti að horfa á útsýnið fyrir utan gluggann eða innan, þá fattaði ég að svo lengi sem að hot gellur halda áfram að fara í kór, þá er hægt að lifa án internets.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli