þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Pie



Ég hef aldrei verið mikill kökumaður. Ein til tvær sneiðar af súkkulaðiköku og mjólkurglas hefur hingað til verið nóg fyrir mig í barna afmælum og þá hef ég látið það got heita. Síðan gerðist það fyrir nokkru að ég horfði á fyrstu þrjá þættina af Twin Peaks. Dale Cooper persónan sem Kyle Maclachlan lék svo eftirminnilega, heillaði mig gjörsamlega upp úr skónum sem og hin ljóðræna kvikmyndataka og tónlist þáttanna. Twin Peaks heimurinn er náttúrulega ekkert nema allgjör snilld og ótrúlegt hvernig þessi óraunsæja mynd af veruleikanum getur fært manni jafn mikkla ró og hugarfylli. Þó að Twin Peaks heimurinn eigi lítið skilt við okkar eigin veruleika þá er vissa tengingu að finna í bökunum.
Ég komst að þessu um daginn þegar mér var boðin nýbökuð eplabaka á kaffishúsi um daginn. Ég sat þarna einn við borðið mitt og las Séð og Heyrt meðan ég beið eftir bökunni. Þegar eplabakan var lögð á borðið mitt ásamt vænnri slettu af rjóma og rjúkandi svörtu kaffi, gerðist eitthvað mjög sérstakt. Ég lagði frá mér Séð og Heyrt blaðið og Twin Peaks þemalagið byrjaði að óma í hausnum á mér. Ég horfði dáleiddur á eplabökuna, tók upp litla gaffalinn sem lá á borðinu og veiddi upp vænann bita ásamt feitri rjómaslettu og þegar ég bragðaði á þessu fór um mig allan, sami víbringurinn og þegar ég horfði heillaður á Twin Peaks þættina. Galdrar David Linch höfðu fundið sér bólfestu í mínum hversdagslega raunveruleika. Mín leiðinlega tilvera var allt í einu orðin mistísk á við Twin Peaks þættina, með þemalagið ómandi í hausnum á mér. Fólkið sem sat á hinum borðumum fóru allt í einu að eiga sér vafasama fortíð fulla af leindarmálum og kaffihúsið sjálft, fór ég að sjá í gegnum myndavéla auga David Linch. Þegar ég var búinn með kökuna og búinn að skafa upp allan rjómann af disknum, stóð ég upp, klæddi mig í síða ullarjakkann minn og rétti afgreiðslustelpunni krumpaðann þúsundkall. Það klindi í bjöllum er ég opnaði útidyrahurðina og steig út í rakafyllta kuldann sem var utandyra. Rökkrið var farið að leggjast yfir miðbæinn og fáir voru á ferli. Jólaljósin sveifluðust í vindinum og vörpuðu hlýjum litum inn um sjónhimnuna hjá mér. Ég gekk inn í dimmt húsasund til þess að komast í íbúðina mína. Það marraði í bárujárnsklædda timburhúsinu mínu og ólukkukonan á neðri hæðinni var að rífast við einn af sínum kvöldgestum. Sjónvarpið var í gangi þegar ég gekk inn í íbúðina mína. Ég lagðist í sófann og sofnaði yfir The Insider umfjöllun um Önu Nicole Smith

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Þetta ógeðsilíf


Kannist þið við það þegar þið eruð að surfa á netinu og farið í sakleysi ykkar inn á einhverja myspace síðu. Þið eruð búin að lesa fyrstu málsgreinina og allt í einu blastast uppáhaldslag myspace persónunar, fáránlega hátt. Þið skrollið upp og niður síðuna þangað til að þið fynnið spilarann og ýtið á pásu en þá er það orðið of seint því þið eruð þegar orðið massa pirruð. Maður lofar sjálfum sér að muna eftir að lækka í tölvuhátölurunum næst þegar maður er að surfa en maður man það aldrei og martröðin endurtekur sig, aftur og aftur.
Tilvera mín síðustu daga er búin að vera sem stanslaus myspace hryllingur. Ég var í fríi alla síðustu viku en þurfti að sætta mig við að hanga heima veikur. Þegar fríið var búið breyttist veikin í eytlasýkingu. Ég fékk þetta fína pensilín hjá lækninum og síðan þá er búið að vera spítalalygt af þvaginu mínu sem er fín tilbreyting. Ég var loksins farinn að sjá fram á langþráða hestaheilsu en þá gerist það að hálsinn á mér læsist. Ég get sem sagt ekki hreyft hálsinn á mér til hliðar án þess að deyja úr sársauka.
Ég veit ekki allveg hvert ég er að fara með þetta. Líklegast ekki á neinar merkilegar slóðir. Það nefninlega gerist ekkert merkilegt þegar maður er veikur. Vitið þið um eitthvað merkilegt veikt fólk?................ Ég hélt ekki.
Ég skil ekki hvernig er hægt að vera svona rosalega hugrakkur og samt fíla Enyu.
Tjekkid

mánudagur, nóvember 06, 2006

In memorium

Thað sem gerist þegar maður fer á fillerí með króníska hálsbólgu.

Mað fær sýkingu í hálseitlana. Sem er ekki gott. Það er eiginlega frekar ógeðslega vont. Þessi eitlar eru staðsettir á bak við kjálkabeinið í fólki og er á stærð við frekar stóra baun. Minn er hins vegar á stærð við körfubollta. Körfubollta með göddum sem að standa út úr honum. Sársaukinn og óþægindin eru ólýsanlega grimm. Læknirinn gaf mér pensilín í töfluformi sem ég get ekki kyngt án þess að það blæði úr hálsinum á mér og síðan fékk ég skitið íbúfen við sársaukanum. Það kanski skiptir ekki máli því ég mun hvort eð er deyja úr þessu.
Ef þið eigið eitthvað ósagt við mig, þá legg ég til að þið komið því til skila innann tveggja daga. Því að eftir tvo daga verð ég dauður úr hálsbólgu.