fimmtudagur, október 06, 2005
STUPIT
Ég sit hérna á Kofa Tómasar frænda, blússandi 80´s tónlist á fóninum og ég er að drekka kaffi og tölvunördast og mjög svo völltu borði. Ekki sérstaklega gáfulegt, en ég er nú hvort eð er ekki búinn að vera að gera mikið af gáfulegum hlutum upp á síðkastið. Það er til dæmis ekkert sérstaklega gáfulegt að tala mjög hátt um hvað nýja Sigurrósarplatan sé leiðinleg á meðan maður er að bíða í röðinni inn á Sirkus. Annað sem er ekki mjög gáfulegt er að renna sér niður brekkur á hjólabretti í seljakverfinu í mikilli umferð. Ég er einmitt með hella bólgin ökkla því til stuðnings. Annað mjög heimskulegt er að fara í heimsókn til mömmu og fá krukku af home made marmelaði, gleyma að hún sé í töskunni og leifa henni að detta í jörðina. Nú á ég ekkert marmelaði og taskan mín er öll stikky að innan. Þeir eru fleiri heimskulegu hlutirnir sem ég er búinn að vera að gera af mér síðustu vikur. Hlutir sem ég nenni ekki að fara út í akkúrat núna en það sem ég er búinn að læra allavegana er að maður á nóg með það að díla við heimskuna í sjálfum sér og þess vegna er betra að halda sér frá því að vera að díla við heimskuna í öðrum..
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli