þriðjudagur, maí 22, 2007

"If you tolerate this........."



Haldið þið að Leifið hafi ekki bara verið neitað um vinnu vegna þessarar bloggsíðu sem þið eruð að lesa núna. Vissulega pirrandi hlutur en þýðir samt sem áður tvo mjög skemmtilega hluti. Í fyrsta lagi er einhver að lesa bloggið mitt og í öðru lagi hlýt ég að vera að skrifa eitthvað af viti. Nema náttúrulega að stafsetningin mín fari eitthvað fyrir brjóstið á fólki en einhvernvegin efast ég um það.
Í fyrsta skiptið á æfinni hef ég þurft að spá virkilega í því hvernig ég ætla að taka á ritskoðun og málfrelsinu á mínum heimavelli og niðurstaðan er augljós. Ég neita að láta þá staðreynd, að miðaldra fólk skilur ekki kaldhæðni, hafa áhrif á það sem ég skrifa. Hinsvegar ef þú ert í þeim hópi og ert að lesa bloggið mitt þá býð ég þig velkomin í the amazing world og the Leif. Ég hef oft spáð í það hvað manneskju sem skilur ekki kaldhæðni finnst um bloggið mitt og mig sem manneskju. Hins vegar er það óhuggnarleg staðreynd að fólkið með völdin í samfélaginu er fólk sem skilur ekki kaldhæðni, kanski að þar liggi ástæðan fyrir mörgu af því sem betur mætti fara.
Réttur okkar til að kalla hvert annað hálvita online eru dýrmæt mannréttindi sem við þurfum öll að standa vörð um. Réttur okkar til þess að geta bullað og skáldað um okkar tilveru er eitthvað sem við verðum að berjast fyrir. Óvinurinn er augljóslega miðaldra fólk sem skilur ekki kaldhæðni. Nú reyni ég eftir bestu getu að vera ekki pólitíska típan en þetta er hins vegar fasismi sem enginn ætti að sætta sig við.