laugardagur, júlí 09, 2005

Bjór

Hvað er málið með bjór og þá gjörsamlega óþörfu og í raun fáránlegu framhvæmdargleði sem sem hlýst af því að drekka hann í mikklu magni. Vissir hlutir sem krefjast mikillar einbeitingar, útsjónarsemi og þeim einfalda hæfileika að sjá ekki tvöfalt, eru afgreiddir af afar mikilli ófagmennsku og brussuskap, En það er erfitt líf að vera fyllibitta og ég hef ákveðið að fagna þeirri staðreynd með því að opna annan bjór og krossleggja fingurna í von um að ég muni geta frestað flestum þeim hlutum sem ég þarf að afgreiða þangað til eftir helgi.

Engin ummæli: