
Ég hef verið að spá svolítið í draumum upp á síðakastið.Eins og gefur að skilja, þá er ég tilneyddur til þess að festa svefn á daginn ólíkt flestum ykkar. Þar sem sessi lífstíll er ekki físilegur af náttúrunar hendi þá fylgja honum ýmsir vankanntar. Er maður sefur með sólargeislana skínandi í gegnum strimlagarðdínurnar og lætin frá ykkur hinum ómandi inn um opinn gluggann, þá festir maður aldrei almennilega svefninn og liggur milli svefns og vöku og dreymir stanslaust í þessa átta tíma sem maður leyfir sér að sofa. Þessir draumar eru eins og draumum sæmir furðulegir og margbrotnir og oft á tíðum endurspegla hina draumana. Það er að segja draumana sem maður á sér. Óskin um fyrirframákveðna atburðarrás sem maður telur sig eiga skilið að upplifa áður en maður fer yfir móðuna mikklu. Það eru aðalega þessir draumar sem valda mér hugarangri. Ég hef væntanlega rætt flest alla þessa drauma við ykkur sem þekkja mig og er ekki ætlun mín að fara að ræða þá að svo stöddu. En er hægt að eiga sér martröð og ef ekki, þá af hverju ekki? Það er væntanlega enginn þarna úti sem óskar sér þess að lenda í aðstöðu sem hann eða hún kærir sig ekki um að lenda í. Samt þýðir það ekki að maður lendir ekki stundum í leiðinlegum aðstöðum. Maður, sem ég á að vita hvað heitir, sagði að í draumi sérhvers manns er fall hans falið en gleymdi víst að segja okkur, hvað sé falið í martröð sérhvers manns. Getur það verið að í eltingarleik okkar eftir draumunum. Fórnum við þeim fínu hlutum sem við höfum en óskuðum ekki sérstaklega eftir og þar sem draumarnir rætast iðulega ekki, þá sitjum við eftir með brostna drauma og ekkert eftir af því fína sem við áttum áður. Þetta fær mann til að spyrja hvað verður um þá sem að elta martraðir sínar en ég er að pæla í að gera það ekki þar sem mér gæti ekki verið meira sama.
Já það er margt sem maður spáir í þegar maður á tvo og hálfan tíma eftir af næturvaktinni og engar sígarettur, ekki búinn að tala við neinn nema tölvuna í alla nótt.
1 ummæli:
ussussusss leifið sjálft bara jumping on the bandwagon..aldrei hefði maður trúað því... :P
congratulations on conforming with the rest, you silly bastard ;)
Skrifa ummæli