sunnudagur, september 24, 2006



Vonandi batnar þér

miðvikudagur, september 20, 2006

HARPO

Ég fór í langþráða heimsókn til foreldra minna á mánudaginn síðastliðinn. Eftir dýrindis ýsu í rasspi með fersku grænmeti og fetaosti, settumst við fyrir framan sjónvarpið eins og allvöru fjölskilda. Oprah var að sjálfsögðu fyrir valinu þar sem mamma fer með fjarstýringarvöldin í húsinu.
Þessi þáttur var frekar grand, fjallaði um lágstéttar fórnarlömb Katrínar í New Orleans. Við fylgdumst með nokkrum fjölskildum sem höfðu orðið illa úti í fellibylnum og fengum að kynnast þeim og þeirra sögu. Oprah var sjálf í New Orleans og stóð fyrir uppbyggingu á nýju hverfi handa þessu fólki sem hafði orðið illa úti og var fátækt fyrir. Síðan var mikið húllumhæ þegar hún tilkynnti þessum fjölskildum að þau fengju öll nýtt hús til að búa í. Gleðin var mikil, tárin féllu og fólk faðmaðist og þakkaði drottinum, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.
Þegar liðið var á þáttinn fann ég fyrir tilfinningu sem ég hafði ekki fundið lengi. Eftir smá stund fattaði ég að síðast þegar ég fann hana var ég einmitt líka að horfa á sjónvarpið með foreldrum mínum. Þá var það samt ekki Oprah sem var í imbanum heldur upphafs atriðið í Basic Instingt og ég var 12 ára. Ég var auðvitað sendur í rúmmið þegar mamma og pabbi kveiktu á perunni, hvers konar mynd þetta væri. Ég fór líka glaður í rúmmið. Því hver vill horfa á klám með foreldrum sínum?
En hvernig stóð á þessari tilfinningu hjá mér? Hver er tengingin á milli grátandi blökkumanna og brjóstanna á Sharon Stone? Útskýringin liggur í því að tilfinningaklám getur verið allveg jafn brútal og allvöru klám. Sharon Stone fékk massa mikin pening fyrir að leika í þessari mynd sem að græddi líka massa mikinn pening út af kynlífssenunum. Nú er ég alls ekkert að setja út á það að Oprah sé að hjálpa fólki sem lifir við vosbúð og hallæri en hún er í raun að gera nákvæmlega það sama, þegar framleiðsla þáttanna byggir á því að seyða fram sem mestu væmnina og tilfinningadrama sem um getur, því að það er það sem selur þættina hennar. Nú ætla ég ekki að segja að það sé á kostnað fórnarlambana því að þau eru að fá nýtt hús. Þetta er á kostnað okkar sem þurfa að horfa á þessa væmnisleðju, þetta bölvaða klám.
Ég vill samt taka það fram að ég hef ekkert á móti Opruh. Ég fíla flesta þættina hennar ágætlega, mundi jafnvel ganga svo langt að kalla mig fan. Allveg eins og ég hef ekkert á móti flestu klámi. Það sem ég er hins vegar á móti, er að vera settur í þá aðstöðu að þurfa að horfa á klám með foreldrum mínum.

mánudagur, september 18, 2006

SKAMM!!!!

Nú hef ég alltaf borið töluverða virðingu fyrir grafförum. Kanski ekki beint virðingu, öllu heldur hef ég tekið meðvitaða ákvörðun um að hneykslast ekki á því graffi sem er búið að spreyja hérna á flest alla veggi í miðbænum. Mér finnst þetta sjarmerandi. Sumt er auðvitað flottara en annað en það er líka ákveðin heildarmynd sem að myndast í óreiðunni, heildarmynd sem stendur fyrir hina "ósamþykktu" list sem er samt sem áður vitanlega mikilvæg í flórunni.
Svo gerðist það í morgun að ég var að labba Hverfisgötuna á leið minni í skólann. Ég rak augun í eitt graff sem ég hafði ekki séð áður og varð í fyrsta skiptið hneikslaður. Ekki bara hneikslaður heldur reyður, sár, dapur en umfram allt hneikslaður. Í einu húsasundinu var búið að spreyja þessa settningu á einn veggin. "Join the revolution, fall in love!!!"
Hver skrifar svona? Hvernig ætli það sé að vera gaurinn sem lét sér detta í hug að skrifa þetta? Hversu GAY getur einn maður verið? Hversu mikið þarf maður að hanga á Kaffihljómalind, drekkandi indverskt te, á milli þess sem maður húkkir í tjaldi og mótmælir virkjanaframkvæmdum ríkisstjórarinnar, rúnkandi sér yfir Draumalandinu, þangað til að hugur manns leyfir, ekki bara að hugsa þessa setningu, heldur líka að skrifa hana á vegg, í allra augsýn?
Nú hef ég alls ekkert á móti ástinni, þannig séð. Það hafa allir gott af því að verða ástfangnir, allavegana svona nokkrum sinnum á lífsleiðinni en fyrr má nú vera. Ást á ekki að vera gay. Því að ef maður verður samkynhneigður á því að verða ástfanginn...... Það sjá allir hvar þar endar.

mánudagur, september 11, 2006

Ég fór í Bónus í dag. Ég fór í Bónus í dag til þess að kaupa mér í matinn. Ég elska ódýran mat, það er gott að spara. Þá á maður meiri pening til að kaupa sér bjór. Ódýr bjór er líka rosa sniðugur, maður hættir samt að pæla í því þegar maður er orðinn fullur. Þá verður manni sama um allt. Það er svoo gott að vera fullur.
Valið stóð á milli venjulegs Cheerios og Honey Nut Cheerios. Ég ákvað að vera góður við mig og keyfti Honey Nut. Kostaði bara 50 krónum meira.
Ég fór með hann heim og fékk mér eina skál. 5 tímar hafa liðið og þær eru orðanar 5 skálarnar. Hann vill ekki leifa mér að fara. Magin á mér er stútfullur en ég get ekki hætt. Hann leyfir mér það ekki. Hann bara stendur þarna. Vitandi það að hann er með algert vald yfir mér. Ég get aldrei sloppið

þriðjudagur, september 05, 2006

Til gaursins sem keyrði á mig.

Ef maður klessir á fólk. Þá keyrir maður ekki bara í burtu. Það er frekar totally gay.
Jafnvel þó að manneskjan standi upp strax aftur. Þetta er spurnig um að vera ekki totally gay.

(Ég var sem sagt að skeita niður götu sem ég man ekki hvað heitir og einhver HOMMI keirði á mig.)

föstudagur, september 01, 2006

Uppdate

En og aftur er ég fluttur í 101. En og aftur hef ég flutt í íbúð sem er í göngufæri við kynlífshjáæðartækjarbúð. Þetta er nú ekki neitt sem var planað hjá mér en ég er ekki frá því að það sé viss öriggistilfynning fólgin í því að búa í námunda við þess slaks búð. Náttúrulega kemur verðlagið í veg fyrir að maður versli eitthvað við þessar búðir en það breytir ekki því að örigistilfynningin er til staðar.
Ég er sem sagt fluttur á Hverfisgötuna, í þessa líka fínu íbúð og bý hérna með henni Láru. Sit hérna við gluggann á annari hæð og horfi yfir Esjuna og fyllibytturnar fyrir neðan. Pretty sweet eh? Ég er líka byrjaður í Listaháskólanum sem er frekar töff.
Þannig að ég er bara þiggjandi námslán frá ríkinu og eyði dögunum í að búa til list. Ég hef allveg verið í verri aðstöðu um æfina.
Ég er meiri að segja orðinn ritari í nemendafélaginu FLÍS. Margur frægur verið það á undan mér.
Já svona er lífið mitt skemmtilegt þessa dagana. (Skemmtileg eins og leikhús á ekki að vera, það er að segja skemmtilegt. Þetta lærði ég í listaháskólanum)
Ég vona bara að ég hætti ekki að vera sniðugur þó að það sé svona gaman hjá mér.
Best að fara að hætta þessu. Er að fara að detta í það.
Chao!!