laugardagur, október 15, 2005
"Violets are blue roses are red, living like this were already dead."
Ég er að ræða við bankareykninginn minn í þessum töluðu orðum, í gegnum veraldarvefinn. Við erum að ræða um hvort ég eigi að fara á fillerí í kvöld. Heimabankinn er að reyna að fá mig frá því að drekka í kvöld og sýnir mér því til stuðnings reykningsyfirlitið yfir síðustu mánuði. Þetta blessaða yfirlit gefur til kynna að ég sé búinn að vera heldur blautur síðustu vikur. Ég nota alkahólista hugtakið "blautur" vegna þess að á svona stundum fer ég að efast um heilbrigði mitt í þessum málum. Er ég að breytast í stjórnlausann alkahólista, sem lifir fyrir ekkkert nema sósuna? Það gæti vel verið að sú sé raunin en burtséð frá því, þá er staðreyndin sú að ég þekki bara svo mikið af fallegu og skemmtilegu fólki. Það getur engin neitað því, að það eina sem er betra heldur en að hanga með skemmtilegu og fallegu fólki er að vera fullur með fallegu og skemmtilegu fólki. Heimabankinn minn hristir hausinn og kallar mig öllum illum nöfnum en ég læt ekki sanfærast. Ég ætla að klára þennan kaffibolla og kíkja í ríkið......
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
já... tók bankinn tölvuna til nauðungarsölu ? Skrýtið að skulir hætta að blogga eftir þessa færslu. Spoooooky. Le-bla ? tis alive.
Skrifa ummæli