Sumarið er formlega búið hjá mér. Það var stimplað út á aðfaranótt mánudags með rúnti á nýja supercool hjólabrettinu mínu í Norðurmýrinni, undir fullu tungli, í anarlegu ástandi með gott shuffle á ipodinum mínum.
Síðustu vikur hafa verið meira en lítið furðulegar, jafnvel ógnvekjandi á tímum en jafnframt súpercool líka. Maður getur samt huggað sig við þá staðreynd að maður lifir athyglisverðu lífi sem er uppfullt af atburðum og lífsreynslum sem mörg hver passa ekki inn í ramma hins siðsama meðalmanns og maður getur ekki verið annað en ánægður með það. Það er eitthvað heillandi við það, að horfa til nánustu framtíðar með eitt stórt spurningarmerki í augunum. Línurnar virðast samt vera að skírast á kortinu. Ég er líklegast kominn með nýja vinnu og er að öllum líkindum að fara að legja súpercool íbúð niðrí bæ. Hausinn á mér er kominn í svona ágætis "I dont give a shit" fíling og eins og ég ræddi við meistara Leonard Cohen er ég rúllaði eftir eftir Mánargötunni á supercool hjólabrettinu mínu, þá er bara eitt sem kemur til greina í stöðunni. "First we´ll take Manhatan, then we take Berlin."
þriðjudagur, september 20, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli