miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Geðveikin senn á enda

Ég vil byrja á að afsaka bloggleysið síðustu daga. Ég náði að stúta tölvunni niðrí vinnu fyrir nokkrum dögum og nenni ekki jafn mikið að blogga hérna heima. Ég á reyndar bara eina næturvagt eftir og þá mun þessi geðveiki vera á enda. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim sem aðstoðuðu mig í gegnum svörtustu miðnætursólina, með nærveru sinni. Ég væri örugglega inni á kleppi án ykkar. So thank you very mutch you guys.

Ég hélt uppá næstsíðustu næturvaktina mína í gær, með því að horfa á contender. (Hvað þýðir eiginlega contender? og vernig tengist það boxi?) Ég hef nú ekkert sérstaklega gaman af boxi en þegar búið er að bæta við slowmotion og blússandi lúðraþyt í bardagann, þá finnst mér þetta allt í einu vera orðið frekar athyglisvert. Það er líka eitthvað við það að sjá menn lamda í köku fyrir framan fjölskylduna sína. Það er bara fáránlega skemmtilegt, ekkert flóknara en það. Sérstaklega þegar þessir gaurar eyða hálfum þættinum í það að útlista hvernig þeir eru að gera þetta allt fyrir börnin sín og hvernig þau gefa þeim kraft til að vinna bardagan og hvað þeir séu góðir feður og bla bla bla og eru síðan lamdir í stöppu og þurfa síðan að upplifa niðurlæginguna með myndavél í smettinu. Guð hvað ég elska raunveruleikasjónvarp!!!!
Ég var samt að pæla og vil ég taka fram að ég er engin sérfræðingur á þessu sviði. En lang flestir af þessum gaurum eiga börn og segjast vera að gera þetta fyrir þau. Maður hefði nú haldið að ef einhver ætlaði að vera góður faðir, þá mundi hann ekki vera að stunda eina af hættulegustu íþróttum í heimi. Held að það sé betra að eiga pabba sem er fátækur verkamaður, heldur en eitthvað grænmeti.

3 ummæli:

Tryggvi hinn leikbæri sagði...

Er contender ekki einhver sem er að keppa um eitthvað. Annars hef ég ekki séð þessa þætti. Heyrði samt af einum naglanum sem brotnaði niður í miðjum þætti því hann hafði aldrei sagt mömmu sinni að hann elskaði hana. Hörku karlmenni þar á ferð.

Nafnlaus sagði...

[B]NZBsRus.com[/B]
No More Laggin Downloads With NZB Files You Can Instantly Find Movies, PC Games, MP3s, Applications and Download Them at Fast Speeds

[URL=http://www.nzbsrus.com][B]Usenet[/B][/URL]

Nafnlaus sagði...

Infatuation casinos? authenticate this modish [url=http://www.realcazinoz.com]casino[/url] guide and be paid up online casino games like slots, blackjack, roulette, baccarat and more at www.realcazinoz.com .
you can also stay our untrained [url=http://freecasinogames2010.webs.com]casino[/url] disdain at http://freecasinogames2010.webs.com and hammer responsible tangled create of the accountability !
another in kind deed [url=http://www.ttittancasino.com]casino spiele[/url] locate is www.ttittancasino.com , as an selection of german gamblers, indite in manumitted online casino bonus.