þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Pie



Ég hef aldrei verið mikill kökumaður. Ein til tvær sneiðar af súkkulaðiköku og mjólkurglas hefur hingað til verið nóg fyrir mig í barna afmælum og þá hef ég látið það got heita. Síðan gerðist það fyrir nokkru að ég horfði á fyrstu þrjá þættina af Twin Peaks. Dale Cooper persónan sem Kyle Maclachlan lék svo eftirminnilega, heillaði mig gjörsamlega upp úr skónum sem og hin ljóðræna kvikmyndataka og tónlist þáttanna. Twin Peaks heimurinn er náttúrulega ekkert nema allgjör snilld og ótrúlegt hvernig þessi óraunsæja mynd af veruleikanum getur fært manni jafn mikkla ró og hugarfylli. Þó að Twin Peaks heimurinn eigi lítið skilt við okkar eigin veruleika þá er vissa tengingu að finna í bökunum.
Ég komst að þessu um daginn þegar mér var boðin nýbökuð eplabaka á kaffishúsi um daginn. Ég sat þarna einn við borðið mitt og las Séð og Heyrt meðan ég beið eftir bökunni. Þegar eplabakan var lögð á borðið mitt ásamt vænnri slettu af rjóma og rjúkandi svörtu kaffi, gerðist eitthvað mjög sérstakt. Ég lagði frá mér Séð og Heyrt blaðið og Twin Peaks þemalagið byrjaði að óma í hausnum á mér. Ég horfði dáleiddur á eplabökuna, tók upp litla gaffalinn sem lá á borðinu og veiddi upp vænann bita ásamt feitri rjómaslettu og þegar ég bragðaði á þessu fór um mig allan, sami víbringurinn og þegar ég horfði heillaður á Twin Peaks þættina. Galdrar David Linch höfðu fundið sér bólfestu í mínum hversdagslega raunveruleika. Mín leiðinlega tilvera var allt í einu orðin mistísk á við Twin Peaks þættina, með þemalagið ómandi í hausnum á mér. Fólkið sem sat á hinum borðumum fóru allt í einu að eiga sér vafasama fortíð fulla af leindarmálum og kaffihúsið sjálft, fór ég að sjá í gegnum myndavéla auga David Linch. Þegar ég var búinn með kökuna og búinn að skafa upp allan rjómann af disknum, stóð ég upp, klæddi mig í síða ullarjakkann minn og rétti afgreiðslustelpunni krumpaðann þúsundkall. Það klindi í bjöllum er ég opnaði útidyrahurðina og steig út í rakafyllta kuldann sem var utandyra. Rökkrið var farið að leggjast yfir miðbæinn og fáir voru á ferli. Jólaljósin sveifluðust í vindinum og vörpuðu hlýjum litum inn um sjónhimnuna hjá mér. Ég gekk inn í dimmt húsasund til þess að komast í íbúðina mína. Það marraði í bárujárnsklædda timburhúsinu mínu og ólukkukonan á neðri hæðinni var að rífast við einn af sínum kvöldgestum. Sjónvarpið var í gangi þegar ég gekk inn í íbúðina mína. Ég lagðist í sófann og sofnaði yfir The Insider umfjöllun um Önu Nicole Smith

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Þetta ógeðsilíf


Kannist þið við það þegar þið eruð að surfa á netinu og farið í sakleysi ykkar inn á einhverja myspace síðu. Þið eruð búin að lesa fyrstu málsgreinina og allt í einu blastast uppáhaldslag myspace persónunar, fáránlega hátt. Þið skrollið upp og niður síðuna þangað til að þið fynnið spilarann og ýtið á pásu en þá er það orðið of seint því þið eruð þegar orðið massa pirruð. Maður lofar sjálfum sér að muna eftir að lækka í tölvuhátölurunum næst þegar maður er að surfa en maður man það aldrei og martröðin endurtekur sig, aftur og aftur.
Tilvera mín síðustu daga er búin að vera sem stanslaus myspace hryllingur. Ég var í fríi alla síðustu viku en þurfti að sætta mig við að hanga heima veikur. Þegar fríið var búið breyttist veikin í eytlasýkingu. Ég fékk þetta fína pensilín hjá lækninum og síðan þá er búið að vera spítalalygt af þvaginu mínu sem er fín tilbreyting. Ég var loksins farinn að sjá fram á langþráða hestaheilsu en þá gerist það að hálsinn á mér læsist. Ég get sem sagt ekki hreyft hálsinn á mér til hliðar án þess að deyja úr sársauka.
Ég veit ekki allveg hvert ég er að fara með þetta. Líklegast ekki á neinar merkilegar slóðir. Það nefninlega gerist ekkert merkilegt þegar maður er veikur. Vitið þið um eitthvað merkilegt veikt fólk?................ Ég hélt ekki.
Ég skil ekki hvernig er hægt að vera svona rosalega hugrakkur og samt fíla Enyu.
Tjekkid

mánudagur, nóvember 06, 2006

In memorium

Thað sem gerist þegar maður fer á fillerí með króníska hálsbólgu.

Mað fær sýkingu í hálseitlana. Sem er ekki gott. Það er eiginlega frekar ógeðslega vont. Þessi eitlar eru staðsettir á bak við kjálkabeinið í fólki og er á stærð við frekar stóra baun. Minn er hins vegar á stærð við körfubollta. Körfubollta með göddum sem að standa út úr honum. Sársaukinn og óþægindin eru ólýsanlega grimm. Læknirinn gaf mér pensilín í töfluformi sem ég get ekki kyngt án þess að það blæði úr hálsinum á mér og síðan fékk ég skitið íbúfen við sársaukanum. Það kanski skiptir ekki máli því ég mun hvort eð er deyja úr þessu.
Ef þið eigið eitthvað ósagt við mig, þá legg ég til að þið komið því til skila innann tveggja daga. Því að eftir tvo daga verð ég dauður úr hálsbólgu.

fimmtudagur, október 26, 2006

Eins og þeir sem þekkja mig betur en aðrir vita, þá bý ég í gömlu bárujarnsklæddu timburhúsi á efstu hæð. Það brakar og marrar í öllu þegar maður gengur um og þegar hurðum er skellt þá nötrar allt húsið. Ef þið haldið að ég sé að kvarta þá hafið þið rangt fyrir ykkur. Mér finnst þetta vera huggulegt tilbreyting við sálarlausu steinsteipuhúsin. Við erum með þessa fínu þvottavél inn á baðherbergi hjá okkur og það er óskrifuð regla að það má bara nota hana á daginn því að húsið skellfur þegar hún er í gangi.
Hins vegar gerðist það um daginn að þessi regla var brotin. Ég kom heim seint að kvöldi eftir erfiðan dag í skólanum, dauðþreyttur bæði á líkama og sál. Ég fór inn á klósett til að pissa og þegar ég stóð þarna fyrir framan postulínið var þvottavélin farin að vinda þvottinn. Gólfið á baðherberginu víbraði eins og illa stilltur traktor í lausagangi og ég fann undarlega róandi tilfinningu skríða upp lappirnar á mér. Þegar ég var búinn að ljúka mér af og sturta niður, slökti ég ljósin og lagðist hugsunarlaust niður á víbrandi gólfið og lokaði augunum. Þarna lá ég í myrkrinu á hlýja viðargólfinu og slökkti á huganum á meðan gólfið hrissti ljúfum straumum upp í bakið á mér, vælið frá þvottavélinni við hliðina á mér var sem hin ljúfasti söngur og ég fann fyrir djúpstæðum innri friði. Eftir Það sem að virtist vera sem heil eilífð, hætti þvottavélin að vinda og ég opnaði augun, stóð upp og kveikti ljósinn.
Án efa er þetta kjánalegasti hlutur sem ég hef nokkurntíman gert á æfinni.

þriðjudagur, október 03, 2006

Ironía

Ég heyrði því flengt fram að kaldhæðni væri helsti óvinur okkar kynslóðar. Hvernig getur nokkuð verið raunverulegt í heimi þar sem allt snýst um kaldhæðni? Er kaldhæðni ekki bara ópíum fólks 21 aldarinnar? Eitthvað sem kaninn forridaðu okkur með í gegnum Hollywood myndir til þess að gera okkur raunveruleikafirrt og sátt. "Svo lengi sem við getum gert grín að tilverunni, þá er allt í góðu."
Segjum sem svo að ég mundi kaupa þessa pælingu. Hvað ætti ég að gera? Hvað ætti ég að skrifa hérna? Hvað hef ég að segja ef ég get ekki verið kaldhæðinn?............Ekki mikið.
Ég gæti reynt að tala um alvöru tilfinningar.

Það ætti ekki að vera mikið mál, ég átti frekar krappí dag.
Þegar ekkert er framundan nema leiðindar vinnuvika og tækifærum helgarinnar voru sóað út af heimskulegum fortíðardraugum, liggur maður eftir, andvaka upp í rúmmi á aðfaranótt þriðjudags með tómleika í hjarta. Minn helsti vinur er svefnin, því þegar maður sefur finnur maður ekki neitt. En ég er ekki að fara að sofna strax og þarf því að liggja hérna og pæla í hlutunum því að ekki get ég verið fullur.
Ég vildi óska að síminn minn mundi hringja á fullu, á svona kvöldum þegar maður er einmanna en mundi hins vegar þegja um helgar þegar maður á hvort eð er fullt af vinum. Ég væri geðveikt til í að eiga fáránlega hot kærustu sem mundi sofna með manni enn þarf síðan að mæta snemma í vinnuna svo ég þurfi ekki að vakna með henni. Hún þyrfti líka að vera fáránlega rík og mundi alltaf þurfa að fara í viðskiptaferir til útlanda um helgar svo ég geti verið eftir og djammað í friði.
Allt þetta og boðsmiða á Airwaves, þá er ég sáttur. Þetta er nú ekki mikið sem ég er að byðja um.
Kanski eru þessir hlutir fyrir fólk sem getur verið ekki kaldhæðið.

sunnudagur, september 24, 2006



Vonandi batnar þér

miðvikudagur, september 20, 2006

HARPO

Ég fór í langþráða heimsókn til foreldra minna á mánudaginn síðastliðinn. Eftir dýrindis ýsu í rasspi með fersku grænmeti og fetaosti, settumst við fyrir framan sjónvarpið eins og allvöru fjölskilda. Oprah var að sjálfsögðu fyrir valinu þar sem mamma fer með fjarstýringarvöldin í húsinu.
Þessi þáttur var frekar grand, fjallaði um lágstéttar fórnarlömb Katrínar í New Orleans. Við fylgdumst með nokkrum fjölskildum sem höfðu orðið illa úti í fellibylnum og fengum að kynnast þeim og þeirra sögu. Oprah var sjálf í New Orleans og stóð fyrir uppbyggingu á nýju hverfi handa þessu fólki sem hafði orðið illa úti og var fátækt fyrir. Síðan var mikið húllumhæ þegar hún tilkynnti þessum fjölskildum að þau fengju öll nýtt hús til að búa í. Gleðin var mikil, tárin féllu og fólk faðmaðist og þakkaði drottinum, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.
Þegar liðið var á þáttinn fann ég fyrir tilfinningu sem ég hafði ekki fundið lengi. Eftir smá stund fattaði ég að síðast þegar ég fann hana var ég einmitt líka að horfa á sjónvarpið með foreldrum mínum. Þá var það samt ekki Oprah sem var í imbanum heldur upphafs atriðið í Basic Instingt og ég var 12 ára. Ég var auðvitað sendur í rúmmið þegar mamma og pabbi kveiktu á perunni, hvers konar mynd þetta væri. Ég fór líka glaður í rúmmið. Því hver vill horfa á klám með foreldrum sínum?
En hvernig stóð á þessari tilfinningu hjá mér? Hver er tengingin á milli grátandi blökkumanna og brjóstanna á Sharon Stone? Útskýringin liggur í því að tilfinningaklám getur verið allveg jafn brútal og allvöru klám. Sharon Stone fékk massa mikin pening fyrir að leika í þessari mynd sem að græddi líka massa mikinn pening út af kynlífssenunum. Nú er ég alls ekkert að setja út á það að Oprah sé að hjálpa fólki sem lifir við vosbúð og hallæri en hún er í raun að gera nákvæmlega það sama, þegar framleiðsla þáttanna byggir á því að seyða fram sem mestu væmnina og tilfinningadrama sem um getur, því að það er það sem selur þættina hennar. Nú ætla ég ekki að segja að það sé á kostnað fórnarlambana því að þau eru að fá nýtt hús. Þetta er á kostnað okkar sem þurfa að horfa á þessa væmnisleðju, þetta bölvaða klám.
Ég vill samt taka það fram að ég hef ekkert á móti Opruh. Ég fíla flesta þættina hennar ágætlega, mundi jafnvel ganga svo langt að kalla mig fan. Allveg eins og ég hef ekkert á móti flestu klámi. Það sem ég er hins vegar á móti, er að vera settur í þá aðstöðu að þurfa að horfa á klám með foreldrum mínum.

mánudagur, september 18, 2006

SKAMM!!!!

Nú hef ég alltaf borið töluverða virðingu fyrir grafförum. Kanski ekki beint virðingu, öllu heldur hef ég tekið meðvitaða ákvörðun um að hneykslast ekki á því graffi sem er búið að spreyja hérna á flest alla veggi í miðbænum. Mér finnst þetta sjarmerandi. Sumt er auðvitað flottara en annað en það er líka ákveðin heildarmynd sem að myndast í óreiðunni, heildarmynd sem stendur fyrir hina "ósamþykktu" list sem er samt sem áður vitanlega mikilvæg í flórunni.
Svo gerðist það í morgun að ég var að labba Hverfisgötuna á leið minni í skólann. Ég rak augun í eitt graff sem ég hafði ekki séð áður og varð í fyrsta skiptið hneikslaður. Ekki bara hneikslaður heldur reyður, sár, dapur en umfram allt hneikslaður. Í einu húsasundinu var búið að spreyja þessa settningu á einn veggin. "Join the revolution, fall in love!!!"
Hver skrifar svona? Hvernig ætli það sé að vera gaurinn sem lét sér detta í hug að skrifa þetta? Hversu GAY getur einn maður verið? Hversu mikið þarf maður að hanga á Kaffihljómalind, drekkandi indverskt te, á milli þess sem maður húkkir í tjaldi og mótmælir virkjanaframkvæmdum ríkisstjórarinnar, rúnkandi sér yfir Draumalandinu, þangað til að hugur manns leyfir, ekki bara að hugsa þessa setningu, heldur líka að skrifa hana á vegg, í allra augsýn?
Nú hef ég alls ekkert á móti ástinni, þannig séð. Það hafa allir gott af því að verða ástfangnir, allavegana svona nokkrum sinnum á lífsleiðinni en fyrr má nú vera. Ást á ekki að vera gay. Því að ef maður verður samkynhneigður á því að verða ástfanginn...... Það sjá allir hvar þar endar.

mánudagur, september 11, 2006

Ég fór í Bónus í dag. Ég fór í Bónus í dag til þess að kaupa mér í matinn. Ég elska ódýran mat, það er gott að spara. Þá á maður meiri pening til að kaupa sér bjór. Ódýr bjór er líka rosa sniðugur, maður hættir samt að pæla í því þegar maður er orðinn fullur. Þá verður manni sama um allt. Það er svoo gott að vera fullur.
Valið stóð á milli venjulegs Cheerios og Honey Nut Cheerios. Ég ákvað að vera góður við mig og keyfti Honey Nut. Kostaði bara 50 krónum meira.
Ég fór með hann heim og fékk mér eina skál. 5 tímar hafa liðið og þær eru orðanar 5 skálarnar. Hann vill ekki leifa mér að fara. Magin á mér er stútfullur en ég get ekki hætt. Hann leyfir mér það ekki. Hann bara stendur þarna. Vitandi það að hann er með algert vald yfir mér. Ég get aldrei sloppið

þriðjudagur, september 05, 2006

Til gaursins sem keyrði á mig.

Ef maður klessir á fólk. Þá keyrir maður ekki bara í burtu. Það er frekar totally gay.
Jafnvel þó að manneskjan standi upp strax aftur. Þetta er spurnig um að vera ekki totally gay.

(Ég var sem sagt að skeita niður götu sem ég man ekki hvað heitir og einhver HOMMI keirði á mig.)

föstudagur, september 01, 2006

Uppdate

En og aftur er ég fluttur í 101. En og aftur hef ég flutt í íbúð sem er í göngufæri við kynlífshjáæðartækjarbúð. Þetta er nú ekki neitt sem var planað hjá mér en ég er ekki frá því að það sé viss öriggistilfynning fólgin í því að búa í námunda við þess slaks búð. Náttúrulega kemur verðlagið í veg fyrir að maður versli eitthvað við þessar búðir en það breytir ekki því að örigistilfynningin er til staðar.
Ég er sem sagt fluttur á Hverfisgötuna, í þessa líka fínu íbúð og bý hérna með henni Láru. Sit hérna við gluggann á annari hæð og horfi yfir Esjuna og fyllibytturnar fyrir neðan. Pretty sweet eh? Ég er líka byrjaður í Listaháskólanum sem er frekar töff.
Þannig að ég er bara þiggjandi námslán frá ríkinu og eyði dögunum í að búa til list. Ég hef allveg verið í verri aðstöðu um æfina.
Ég er meiri að segja orðinn ritari í nemendafélaginu FLÍS. Margur frægur verið það á undan mér.
Já svona er lífið mitt skemmtilegt þessa dagana. (Skemmtileg eins og leikhús á ekki að vera, það er að segja skemmtilegt. Þetta lærði ég í listaháskólanum)
Ég vona bara að ég hætti ekki að vera sniðugur þó að það sé svona gaman hjá mér.
Best að fara að hætta þessu. Er að fara að detta í það.
Chao!!

sunnudagur, ágúst 27, 2006

Optimus Prime



Þú varst mér eins og annar faðir þegar ég var að alast upp. Þú ert svo ógeðslega fáránlega fínn gaur að orð fá því ekki lýst. Ég er svo þakklátur fyrir að búa í heimi þar sem "manneskju" eins og þig er að finna. Ef að ég væri ekki nema hálfur maðurinn sem þú ert, þá mundi ég deyja hamingjusamur. Ef að allir væru eins og þú, þá væri engin þörf fyrir himnaríki. Við værum stödd þar nú þegar.


Nickleback sucka ass en þú ert svo sannarlega hetjan mín Optimus Prime


You got the touch! You got the power! Þú ert svo fáránlega töff!!
Vídjóið endar reyndar ekki vel. Fáránlega sorglegt reyndar, ég grét eins og smástelpa yfir þessu.

sunnudagur, ágúst 20, 2006

Hello! I like pineapples.

Mér leiddist (so whats new) og ákvað að breyta aðeins til hérna á blogginu. Hitt var orðið soldið þreitt. Fínt að hafa þetta bara svona svart. Svart eins og sálin í mér eða öllu heldur kaffið sem ég drekk.
Auk þess held ég barasta að svartur sé uppáhalds liturinn minn. Eða hvað? Svart, er eginlega ekki litur. Er það nokkuð? En ef að það er málið, er þá svart fólk ekki manneskjur?
Ég get ekki svarað þessu en ef ég væri rasisti, þá væru þetta allveg nógu góð rök fyrir mig.
En nú á ég víst að heita hvítur aríi. Hvítur er ekki heldur litur, þannig að ég hlít þá ekki heldur að vera manneskja. Ágætis röksemdarfærsla ef ég væri svartur rasisti.
En ef ég myndi troða mér í gegnum prismu, þá mundi ég verða allir litir í heiminum. Það geta blökkumenn ekki. Kanski liggja "yfirburðir" hvíta kynstofnsins í því.
En allavegana, bloggið mitt er orðið svart. Ég hefði getað haft það hvítt en það leit frekar gay út. Betra að hafa það svart. Svart eins og ristabrauðið sem ég ætla að fá mér þegar ég kem heim úr vinnunni.

laugardagur, ágúst 19, 2006


Ef þið hafið 3 og hálfan tíma til þess að drepa og vantar eitthvað athyglisvert til að röfla um, næst þegar þið drekkið ykkur út úr heiminum, þá er þetta allveg málið. Blamm

laugardagur, ágúst 12, 2006

Miðnæturregnbogi

Ég var að sópa gólfið fyrir framan afgreiðsluna á tjaldstæðinu. Klukkan var farin að ganga fimm og ég var með blússandi Roy Montgomery á fóninum. Himininn var fallega rauður í sólarupprásinni og allir gestirnir voru sofandi í tjöldunum sínum. Ég fór að taka eftir skringilegum ummyndunum á himninum og gerði mér síðan grein fyrir að þetta var regnbogi sem var að myndast um miðja nótt. Þetta var eitthvað sem ég hafði aldrei séð áður og ákvað að leggja frá mér kústinn, hækka í ipodinum og fylgjast með þessu fyrirbæri. Á hinum enda sjóndeildarhringsins var sólin að koma upp í öllu sínu veldi og himinninn breytti hægt og rólega um lit, frá eldrauðum í ljósbleikan og undir endan skutust bjartir gulir geislar sólarinnar yfir Esjuna og himinninn varð heiðblár á örskotstundu og regnboginn varð eins og neonljós yfir gylltum Snæfellsjökklinum. Nýr dagur var genginn í garð samhvæmt tímatali náttúrunnar og ég dró djúft andann og sagði við Guð í hljóði, "Hey! Þú ert fínn gaur."
Ég hafði ekki fyrr slept hugsununni þegar þessi fáránlega feita þýska kona gekk framhjá mér, óþarflega fáklædd.
Ég fylltist af einhverjum einkennilegum tómleika í bland við óstjórnlega reyði. Ég fór inn og skrifaði "YOU FUCKING ASSHOLE!!!!" á stórt pappaspjald, fór síðan aftur út, gekk út á miðja grasflötina og beindi því upp í loftið.

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Rockstarið

Djöfull er Magni að taka þetta. Hann er gjörsamlega að rúlla þessu upp og þjóðarstoltið blæs upp í okkur sem heima sitjum. Það var líka kominn tími til að Íslendingar fynndu eitthvað sem við gætum mögulega unnið. Það er nefninlega frekar súrt að komast aldrei upp úr undankepninni í júróvísjón og að einu heimsmeistararnir sem við eigum eru þroskahefftir.
Getur það verið að við höfum loksins fundið keppni sem er nógu hipp og cool fyrir okkur Íslendinga......... Eða er þetta bara annað dæmi um ólimpíuleika þroskaheftra.
Hvað sem því líður, þá eru þessir þættir allveg fáránlega vinsælir og það er allveg morgunljóst að hann Magni er tótally að fara að ríða framhjá feitu kærustunni sinni.

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

tmnt

Inn í mér eins og væntanlega flestum öðrum, býr lítill 12 ára drengur.
Og hann er gjörsamlega að MISSA það yfir þessu.

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Um meðvitundarleysi

Þegar ég kom heim úr vinnunni kl 9 í gær var ég búinn að ákveða að eiga próduktívan dag. Leggja mig bara í nokkra klukkutíma og rífa mig síðan á fætur og reyna að gera eitthvað af viti. Ég fékk mér góðan morgunmat og setti nokkra Venture bros þætti á playlista til að sofna yfir. Til að gera langa sögu stutta, þá svaf ég í heilar 14 klukkustundir. Þetta var líklegast nær meðvitundarleysi heldur en actuall svefni.
Þegar ég vaknaði, tók ég eftir að ég hafði fengið allnokkur sms og það sem kom mér á óvart var að ég hafði lesið öll en ekki svarað einu einasta þeirra. "villtu koma í bolta, leifur ætlaru að borða, leifur komdu út í góða veðrið, leifur komdu að msnast," ogsfr. Mér var sem sem sagt boðnir gull og grænir skógar ef ég myndi bara standa upp úr rúmminu. En ég valdi meðvitundarleysið. Þó að ég muni ekkert eftir meðvitundarleysinu þá get ég samt sem áður dregið þá áligtun að meðvitundarleysið fannst mér töluvert betri kostur heldur en þeir sem mér var boðið. Það þýðir að af öllu því undursamlega og skemmtilega sem er til í þessum heimi er meðvitundarleysið lang best. Þannig að næst þegar þú vaknar og ert ekki að meika að standa upp og takast á við heiminn, þá geturu hugsað með sjálfum þér. "Af hverju ætti ég að taka kaffi með mér til Kólumbíu?" Síðan geturu lagst aftur út af og upplifað daginn algerlega meðvitundarlaus, með þæginlega tilhlökkun í maganum um hið óendanlega meðvitundarleysi sem bíður okkar allra bak við móðuna mikklu.

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Hress



Ég var hress í heilar 5 mínútur á þessari næturvagt sem nú er allveg að vera búinn. 5 mínítur af hressleika. Einhverstaðar innan þessara 5 mínútna, hugsaði ég með sjálfum mér. "Djöfull er þetta fínt að vera svona hress. Mér fynnst að ég ætti bara alltaf að vera svona, kanski að ég geri það bara."
Nokkrum mínútum síðar var ég aftur kominn í leiðindarskap. Þegar ég gerði mér grein fyrir því, reyndi ég að rekja aftur hvað hafi komið mér úr góða skapinu og kom í ljós að það var nákvæmlega ekki neitt. Hugur minn hafði bara látið sig reika aftur í vonda skapið.
Nú held ég að sérhver manneskja beri ábyrð á sínum egin þankagangi. Þar af leiðandi er það gefið að hressleiki er ákvörðun en ekki eitthvað meðfætt eða eitthvað ósjálfrátt ástand........... Hver velur sér það að vera hress? Hvað hefur hresst fólk nokkurntíman gert fyrir heiminn? Hvernig er hægt að velja sér að vera hress þegar heimurinn er jafn ömurlegur og raun ber vitni. Ég tel mig geta áligtað útfrá þessu að hressleiki sem er ekki tilkominn af áfengis eða eyturlifjaneyslu eða af afbrigðilegri kynlífshegðun, heldur af egin vali er ekkert annað enn hrein illska. Ef að þú velur þér það að smæla framan í þessa viðbjóðslegu tilveru þá ertu að setja þig í sama flokk og menn eins og Hitler og Scott Bakula.

sunnudagur, júlí 30, 2006

Brains

Þegar maður er of heiladauður til að blogga, þá er tilvalið að henda youtube link inn á bloggið til að friða egin samvisku og gefa þeim sem hafa fyrir því að skoða bloggið mitt eitthvað fyrir sinn snúð.
Staðreyndin er samt sem áður sú, að ef ég mindi eyða meiri tíma í að fynna hugmyndir fyrir bloggið mitt í staðin fyrir að hanga á youtube þá væri ég ekki í þeirri aðstöðu að þurfa að henda einhverjum cheap ass youtube link í ykkur.

En allavegana.
Þetta er rosalega sniðugt.
Smá ádeila er alltaf góð til að lýsa upp skammdegið í hjartanu.

laugardagur, júlí 22, 2006

BAMM!!!!!

Stundum verður maður bara FUCKING pirraður á þessu öllu saman.

föstudagur, júlí 21, 2006

Ef NINJAN veit það ekki þá veit það enginn.

föstudagur, júlí 14, 2006

Nú er aukinn kaupmáttur talinn vera vera fínn hlutur. Eitthvað sem að stjórmálamenn gorta sig yfirleitt að þegar þeir tala um ávinninga síðustu ára.
Fyrir mitt leiti eiga þeir hrós skilið. Aukinn kaupmáttur er ástæðan fyrir því að ég á fullt af svölum hlutum, eins og til dæmis ferðatölvu og sjónvarp. Þetta eru akkúrat hlutirnir sem ég vildi ræða að þessu sinni. Það er mjög fínt að eiga fartölvu og það er líka mjög fínt að eiga sjónvarp. En það er ekki fyrr en maður notar þessi tvö fyrirbæri í einu sem galdrarnir fara að gerast.
Nú er ég augljóslega að tala um það að horfa á porn í tölvunni á meðan maður horfir líka á sjónvarpið, eða að horfa á porn í sjónvarpinu á meðan maður horfir á eitthvað annað í tölvunni. Praktíkin við þetta er náttúrulega, að ef að einhver labbar inn á mann þá slekkur maður bara á porninu og þykist vera að horfa á það sem er í sjónvarpinu. Hins vegar hefur þessi iðja komið með algerlega nýja vídd inn í klámmyndaáhorf sem eins og allir vita getur oft á tíðum orðið soldið einsleit og tilbreitingarsnautt. Það er bara málið að vist sjónvarpsefni passar allveg frábærlega vel við kámmyndir og gerir áhorfið kraftmeira og eftirminnilegra. Einnig býður þetta upp á það að maður sé kréatívur, ekki bara í klámyndavalinu heldur líka á sjónvarpsefninu sem horft er á með. Augljós dæmi eru þættir eins og Lost og auðvitað allt á ómega (ég býst við að ég myndi frekar slökkva á ómega heldur en porninu ef einhver myndi myndi koma inn á mann.) Önnur blanda sem ég komst nýverið að, er porn og heimildarmyndir um 11. september á sama tíma, Bam!!!
Nú efast ég um að ég sé eini pervertinn í þessum heimi, þannig að ég kalla eftir uppástungum frá ykkur gott fólk.

þriðjudagur, júlí 04, 2006

HOLY FUCK!!!


Vissuð þið að Seðlabanki Bandaríkjana er einkarekinn?
Hversu fáránlegt er það.
Það á einhver (eða einhverjir) dollarann.

sunnudagur, júlí 02, 2006

"Lífið er fórbolti"


Mér hefur alltaf fundist þessi setning vera klisjukend og leiðinleg. Fyrir okkur sem hafa komist fullkomnlega af í gegnum lífið án þess að horfa á svo mikið sem einn fótbolltaleik, er þessi fullyrðing ekkert nema alhæfing sprottin upp af þrönsýni og fordómum fyrir fólki sem hefur annað og skárra við tímann sinn að gera heldur en að horfa á fótbolta.
Þetta var allavegana mín skoðun þar til fyrir stuttu síðan. Í aðdraganda heimsmeistarakeppninar ákvað ég að láta af mínum fordómum og kíkja á nokkra leiki. Ég get ekki sagt að ég hafi séð eftir þessari ákvörðun, þvert á móti. Að horfa á einn leik eða svo í imbakassanum umvafinn góðum vinum og með einn kaldann í hendinni er bara nokkuð fínt, eginlega bara allveg frábært. Það er eflaust til margt skárra sem hægt er að gera við tímann sinn en þetta er góð og gild leið til að gera sér dagamun í þessum kalda dimma heimi.
Í ljósi þessara nýju uppgötvana opnuðust nýjar merkingar við þessa alhæfingu; "lífið er fótbolti" Ef að lífið er fótbolti. Hvernig fótbolti er þá lífið mitt? Hvernig fótbolta er ég að spila í mínu lífi? Er ég að spila brasilískan sambabolta? Eða kanski ítalskan varnarbolta? Stundvísan og skipulagðan þýskan fótbollta? Eða sæki ég upp kantana eins og Hollendingarnir? Er ég góður í fótbollta á annað borð?
Þessar vangavelltur bjóða upp á algerlega nýjar víddir í okkar sjáfsmiðuðu naflaskoðunum og eitt stikki heimsmeistarakeppni getur reynst gott verkfæri til að staðsetja okkur í þessari furðulegu tilveru.
Ég get ekki endað þessa innsetningu án þess að gera grein fyrir þeim fótbolta sem Leifið telur sig vera að spila í þessu lífi. Hann er ekki að finna í þessari heimsmeistarakeppni sem nú er háð í Þýskalandi og er líklega ekki að finna í neinni deild sem hann veit um. Fótboltinn kallast "manga bolti" og má ekki rugla honum saman við fótbolltan sem Japanir spila. Fótboltinn sem gott manga lið spilar er ekki líklegt til fleyta því í stóru keppninar. Ástæðan fyrir því er að gott manga lið tapar flestum sínum leikjum og hæfileikar leikmannana er ekki upp á marga fiska. Á meðan hitt liðið er að eltast við boltann og að setja upp færi er manga liðið hlaupandi um í því sem að virðist vera allger rökleysa. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að manga liðið er að reyna að skora mörk þrátt fyrir allt saman. En mark er ekki mark nema að það sé FÁRÁNLEGA flott. Hjólhestaspyrnur frá miðjunni, skæri fyrir utan markteiginn og skallar eftir hundrað metra langar sendingar. Svona mörk eru augljóslega ekki mjög algeng en þegar þau eiga sér stað, þá skiftir 5-1 tap engu máli. Leikir vinnast og tapast en FÁRÁNLEGA flott mark er tímalaust.
Kanski er þetta óskhyggja hjá mér og langt frá því að endurspegla raunveruleikann en í mínum huga er góður manga bollti eitthvað til að stefna að.
Stóra spurningin er hins vegar. Hvernig fótbolta ert þú að spila?

laugardagur, júní 24, 2006

GO TO THE HELL



Ég var að horfa á fréttirnar um daginn og sá þar umfjöllun um ástandið í Mósambík. Fréttin hefði náttúrulega getað sagt, "það suckar að búa í Mósambík" og engra frekari útskýringa væri þar þörf á. En það er víst eitthvað stirt stjórnmálaástand þarna og fréttamyndirnar sýndu frá fjöldamótmælum á aðaltorgi Mogadisjú borgar. Yfirleitt fara þessar fréttir inn um eitt augað og út um hitt en þarna fremst í mannfjöldanum hélt maður á skilti sem gleipti athyglina mína. "The Somali goverment can go to the hell!!!" Augljóslega var þarna á ferðinni málfræðivilla sem ber vott um lélegt menntakerfi Sómalíu. Eða hvað? Var þarna á ferðinu maður sem er augljóslega ekki nógu sleipur í enskunni eða var þetta þaul hugsað bragð til að ná einnar sekúntu athygli heimsbygðarinnar. Ég er augljóslega í engri stöðu til að dæma um það en samt sem áður er það staðreind að þetta slogan "The somali goverment can go to the hell" er búið að vera fast í hausnum á mér síðan ég sá þessa frétt og óhjákvæmilega hef ég í kjölfarið leitt hugan af því hversu ömurlegt það hlýtur að vera að búa í þriðjaheims ríki. Þegar maður pælir í því, þá er mikklu sterkara að setja greinir á orðið helvíti, þegar maður notar það. Farðu í helvítið." Ekki bara eitthvað helvíti, heldur helvítið. HELVÍTIÐ.
Annars er ég búinn að vera sitjandi hérna í alla nótt. Á aðan horfði ég á Event Horison sem var í ríkissjónvarpinu á meðan ég hámaði í mig kjúkklingapottrétt sem mamma eldaði fyrr um kvöldið. Alltaf gaman þegar maður sér ekki muninn á matnum sem maður er að borða og myndarinnar sem maður er að horfa á.
Í kjölfarið á þessu öllu saman, hef ég soldið verið að reyna að pæla í helvítinu. Ekki helvíti, heldur HELVÍTINU. Nú er ég ekki fæddur í þriðjaheimsríki, ég fæ borgað fyrir að horfa á hrillingsmyndir og að blogga, þetta er síðasta vaktin mín í bili og ég er áleiðinni í 5 dagafrí og ég ætla að vera fullur á morgun. Þessar staðreyndir gera allar vangaveltur um helvítið soldið erfiðar eða öllu heldur grunnar og bitlausar. Það er fucking sweet að vera ég og eftir rúmmlega 12 klukkustundir ætla ég að vera fullur. Ég held að ég salti þessar vangavelltur for a rainy day.

miðvikudagur, júní 21, 2006



Í gær kíkti ég inn í eina ónefnda matvöruverslun áður en ég mætti í vinnunna. Ég var með 500 kall í vasanum og ætlunin var að kaupa mér eitthvað að éta fyrir vaktina. Semi vel útlítandi samloka varð fyrir valinu, ásamt kóki og prince polo. Þegar ég kom að afgreiðslukassanum, renndi gaurinn samlokunni fyrst í gegn. 575 krónur. Ég spurði gaurinn hvort hann ætlaði í alvörunni að reyna að selja mér eina samloku á 5 7 5 krónur. Hann hristi hausinn skilningslega og benti mér á að það væri eflaust til eitthvað ódýrara í búðinni. Á endanum fann ég eitthvað annað sem var ekki eins veglegt en þurfti samt að fá 8 króna afslátt.
Í smá stund langaði mér til að taka bræði mína út á einhverju eða einhverjum en ákvað að gera það ekki á afgreiðslustráknum. Er ég gekk út úr búðinni var mér litið til vinstri, þar sem höfuðstöðvar Íslandsbanka standa á Kirkjusandi. Öll ljós voru slökkt í byggingunni fyrir utan nokkrar ljóstírur á fáeinum skrifstofur. Ég gat mér til um að þetta væru sprenglærðir viðskiftafræðingar að vinna yfirvinnu við að analísera íslenska efnahaginn.
Mér datt í hug að ég gæti kíkt upp til þeirra og sagt þeim frá samlokunni svo þeir gætu farið heim til barnanna sinna en ég var víst orðinn of seinn í vinnunna. Ég er aðeins að skrökva. Ég var löngu orðinn of seinn og það skipti engu máli. Ég vildi bara ekki missa af Beverly hills 90210 og Melrose place. Því að það er staðreind að allt það besta í þessum heimi er ókeipis.

þriðjudagur, júní 20, 2006

ITS MY BIRTHDAY!!!!!!!


Til hamingju með afmælið, ég

þriðjudagur, júní 13, 2006

Sumargredda



Ég býst við að allir séu sammála um að lóan sé vorboði okkar Íslendinga. Mér hefur hins vegar fundist vanta pinpointið þar sem vorið endar og sumarið byrjar. Auglósasta svarið við þessu er sumargreddan. Sumargreddan er eitthvað sem ég held að allir kannist við af egin reynslu og ég er ekki frá því að hún sé grasserandi í okkur öllum á þessum misserum.
En hvað er sumargredda? Hver er munurinn á sumargreddu og venjulegri greddu? Er einhver munur á annað borð? Þurfum við að hafa áhyggjur?
Ég get fullvissað ykkur um það, að þið þurfið ekki að hafa mikklar áhyggjur en oft er gott að vera á varðbergi og þá er upplýsingin besta vopnið.
Munurinn á sumargreddu og venjulegri greddu er í raun sáraeinfaldur. Það er hægt að losa sig við hina venjulegu greddu einfaldlega með því að fá sér að ríða eða stunda sjálfsfróun. Köld sturta er einnig vænlegur kostur fyrir guðhrædda menn.
Sumargreddunni hins vegar verður ekki klórað með ofangreindum aðferðum, þótt þær séu endurteknar oft á dag og þetta er eitthvað sem verður að ítreka við fólk.
Eina leiðin til að losa sig við sumargredduna er að höstla og ríða ljóshærðum stelpum sem eru ekki mikið eldri en 18 ára. Þær verða að vera ljóshærðar og verða að vera í kringum 18. aldursárið. Þetta á bæði við um harðgifta menn og okkur sem leika lausum hala. Eðli málsins samhvæmt er ekki hægt að gera málamiðlanir við náttúruna og þeir sem telja sig getað komist hjá því eða geta ekki hlítt kalli náttúrunuar eiga fyrir höndum bitrar og erfiðar stundir.
Ég efast ekki um að margir sem lesa þetta hugsa með sér; "Djöfulsans ógeðis perri er hann" eða "Kann þessi maður ekki að stafsetja?" jafnvel "djöfull hitti hann naglan á höfuðið." Hvað sem því líður þá er ég bara að segja heilagan sannleikan og ég held að innst inni vitum við öll að þetta er sannleikur.
Þess vegna bið ég ykkur, gott fólk að næst þegar þið eruð spurð hvað þið ætlið að gera í sumar, að segja sannleikan. Ekki segja, "Ég ætla í útileigu" eða "Ég ætla að hanga á Austurvelli", segiði bara sannleikan.
"Ég ætla að flengríða nýlögráða, ljóshærðri stelpu."

mánudagur, júní 12, 2006

The plan

Ég er búinn að vera að vinna svo marga daga í röð að þrátt fyrir að það sé bara aðfaranótt mánudags, þá líður mér eins og það sé fimmtudagur og helgin á næsta leiti. Edrú helgar er furðulegar. Þær fucka upp tímaskininu í manni. Þær eru samt nauðsinlegar til að hlaða batteríin og ætla ég hér og nú að nýta tækifærið og tilkynna að ég ætla á heaví fillerí næstu helgi. By God! Ég ætla að hrynja svo hrikalega í það að þarsíðasta helgi á eftir að líta út eins og atriði í Húsinu á sléttunni. Ég mun ekki vera ánægður nema að ég vakni blindur á sunnudeginum. Svona eins og gellan í Húsinu á sléttunni. Ég ætla að kaupa mér rauðvín og mála bæinn rauðann með ælunni minni. Eða bara drekka nógu mikið af dry rommi að ég æli blóði.
Einn góður vinur minn segir alltaf, að maður sé dauðadæmdur ef maður er ekki með plan. Þetta er sem sagt planið mitt. Hvort það muni bjarga mér frá bráðum dauða skal ég láta ósagt. En það sem ég get sagt ykkur er að, ég er með plan. Ég mæli með að þið sem lesið þetta, gerið líka plan, til að bjarga ykkur frá bráðum dauðanum. Gott plan, skothelt plan. Plan sem að involverar óstjórnlega áfengis og eyturlifjaneyslu. Því að þegar á hólminn er komið, þá viljum við vera tilbúin.

laugardagur, júní 10, 2006

My first gravejard shift.




Fyrsta næturvaktin hjá mér í sumar. Hún þurfti auðvitað að vera á föstudegi. Þannig að ég er búinn að vera hangandi hérna á tjaldstæðinu á meðan þið öll eruð einhversstaðar, viti ykkar fjær af ölvun. So it goes.
Samt sem áður er nóttin alltaf töfrastund sólarhringsins, hvort sem maður er fullur eða ekki. Þegar ég var búinn að sitja hérna alltof lengi yfir tölvunni minni, þá var þögnin farin að vera ærandi. Ég ákvað að keyra út í 10 11 og kaupa mér sígarettur. Það var ekki sála á ferðinni og rigningin dundi á framrúðunni. Ég var allgerlega einn að keyra á blautum og dimmum götum Reykjavíkurborgar.
Töfrarnir byrjuðu þegar ég kveikti á útvarpinu. Blússandi Winds of change í gangi. Ég hækkaði í botn, söng með hástöfum og gaf pínulítið meira í. Bara ég, Scorpions og WV hennar mömmu. Having our litle moment.

fimmtudagur, júní 08, 2006



I GOT BUGS!!!
BUGS IN MY LUNGS..

Ég vaknaði í morgun með hálsin fullan af slími og sársauka. Ég var ekki fyrr búinn að opna augun, þegar samsæriskenningarnar fóru að myndast í hausnum á mér.
Tannálfar..... Ég hef ekki orðið var við þá lengi. þýðir ekki að ég sé laus við þá. Kanski koma þeir heim til mín, meðan ég er í vinnunni og dusta aspestriki yfir koddann minn. Kanski er þetta búið að vera lengi í gangi. Kanski er ég kominn með grasserandi lungnakrabbamein af langvarandi aspest innöndun, sem er tilkomin frá tannálfum, sem hafa eitthvað á móti mér. Hvað? Ég veit það ekki. Kanski er það útaf................................................................. Kanski reyki ég bara of mikið og þess vegna er ég með bronkítis......... Ég samt reyki ekkert svo mikið miðað við aðra og ekki eru þeir veikir..... Þarna kom það. Ég reyki ekki nógu mikið, þess vegna er ég veikur.

Annars get ég lítið kvartað. Ég sit hérna í afgreiðsluni á tjaldsvæðinu og hópur af hot gellum að raka gras fyrir utan. Djöfull er gellur hot í appelsínugulum pollabuksum og þykkum lopapeisum. Skil ekki af hverju fólk reynir ekki að selja mér bíla með þessu trixi. Heilsíðumynd af Jaris og ljóshærðri stelpu í íslenskri lopapeysu og þykkum og víðum pollabuxum við hliðina á. Ég veit ekki með ykkur en ég mundi þokkalega fá mér Yaris.

mánudagur, júní 05, 2006

BAM!!!!

Snilldar helgi að baki. Hvað get ég sagt annað?
Ekki neitt, nákvæmlega ekki neitt. Nema...... Brjáluð helgi.
Rekyjvík Trópik? Brjálað.
Ladytron? Brjálaðar.
Stilluppsteipa? Brjálaðir.
Supergrass? Brjálaðir.
Og Sleater Kinney voru faucking mad!!!!!!!!!!!
Fullt af áfengi, og fáránlega fínu fólki.
Brjálað.

Það er ekki hver helgi sem er jafn góð og Martin Scorsese mynd.

He Makes The Best Weekends,
He Makes The Best Weekends,
So I wana rip his eyes out and showe em down his throat.
And say thank you, thank you.
For making the best weekends.

mánudagur, maí 29, 2006

Woo!! heaven is a place on earth

Eins og allir helgardrykkjumenn, eins og ég sjálfur, vita. Þá virðist skemmtunin sem fylgir áfengisneyslu koma og fara í bylgjum. Fyrir einum mánuði síðan, voru öll fylleríin sem ég fór á, ein stór flugeldasýning frá upphafi til enda. Í dag eru þau öll farin að renna saman í eitt og eru orðin hver öðru leiðinlegri. Samt sem áður veit ég að það er ekki langt að býða, þangað til fylleríin verða aftur ljóslogandi stökk til himins sem síðan mun víkja fyrir annari ljægð. Og svo koll af kolli, þangað til að ég dey eða fer í aa. Gáfulegt mótvægi við þessar sveiflur, væri að drekka sem mest í hæðunum, þegar það er í raun skemmtilegt og draga síðan úr drykkjunni í lægðunum. Menn eru samt ekki alltaf gáfaðir og vilja oft snúa þessu við.
Ég veit ekki hvort ég sé sá eini sem sér samlíkinguna við hagkerfi nútíma vesturlanda í þessu. Ef h+un er til staðar, þá vaknar spurningin.
Er hægt að líkja drykkjuvenjum mínum við hagkerfi vesturlanda? Eða. Er hægt að líkja hagkerfi vesturlanda við mínar drykkjuhefðir? Hvað segir það um mínar drykkjuvenjur? Hvað segir það um nútíma hagkerfi. Ég veit það ekki. Eða kanski vill ekki vita það. Eða kanski er mér bara allveg sama.

En sama hversu leiðinlegt er á fylleríunum þá mun ég alltaf vera mesti aðdáandi þynnkunar. Þynnkudagar eru eins og nokkurskona galdradagar, þar sem allt sem maður tekur fyrir hendur er frábært. Svo lengi sem maður er í góðra vina hópi.
Ég ætlaði að skrifa langa greinargerð um þynnkudaginn minn í gær en ákvað að sleppa því, sökum þess að hún yrði of löng og mundi hvort eð er ekki geta lýst deginum til hlýtar. En það er ekki á hverjum degi sem maður hlustar á "Heaven is a place on earth" með Belindu Carlise í strædó á leiðinni heim.
Það er best í heimi að vera þunnur.