laugardagur, júní 24, 2006

GO TO THE HELL



Ég var að horfa á fréttirnar um daginn og sá þar umfjöllun um ástandið í Mósambík. Fréttin hefði náttúrulega getað sagt, "það suckar að búa í Mósambík" og engra frekari útskýringa væri þar þörf á. En það er víst eitthvað stirt stjórnmálaástand þarna og fréttamyndirnar sýndu frá fjöldamótmælum á aðaltorgi Mogadisjú borgar. Yfirleitt fara þessar fréttir inn um eitt augað og út um hitt en þarna fremst í mannfjöldanum hélt maður á skilti sem gleipti athyglina mína. "The Somali goverment can go to the hell!!!" Augljóslega var þarna á ferðinni málfræðivilla sem ber vott um lélegt menntakerfi Sómalíu. Eða hvað? Var þarna á ferðinu maður sem er augljóslega ekki nógu sleipur í enskunni eða var þetta þaul hugsað bragð til að ná einnar sekúntu athygli heimsbygðarinnar. Ég er augljóslega í engri stöðu til að dæma um það en samt sem áður er það staðreind að þetta slogan "The somali goverment can go to the hell" er búið að vera fast í hausnum á mér síðan ég sá þessa frétt og óhjákvæmilega hef ég í kjölfarið leitt hugan af því hversu ömurlegt það hlýtur að vera að búa í þriðjaheims ríki. Þegar maður pælir í því, þá er mikklu sterkara að setja greinir á orðið helvíti, þegar maður notar það. Farðu í helvítið." Ekki bara eitthvað helvíti, heldur helvítið. HELVÍTIÐ.
Annars er ég búinn að vera sitjandi hérna í alla nótt. Á aðan horfði ég á Event Horison sem var í ríkissjónvarpinu á meðan ég hámaði í mig kjúkklingapottrétt sem mamma eldaði fyrr um kvöldið. Alltaf gaman þegar maður sér ekki muninn á matnum sem maður er að borða og myndarinnar sem maður er að horfa á.
Í kjölfarið á þessu öllu saman, hef ég soldið verið að reyna að pæla í helvítinu. Ekki helvíti, heldur HELVÍTINU. Nú er ég ekki fæddur í þriðjaheimsríki, ég fæ borgað fyrir að horfa á hrillingsmyndir og að blogga, þetta er síðasta vaktin mín í bili og ég er áleiðinni í 5 dagafrí og ég ætla að vera fullur á morgun. Þessar staðreyndir gera allar vangaveltur um helvítið soldið erfiðar eða öllu heldur grunnar og bitlausar. Það er fucking sweet að vera ég og eftir rúmmlega 12 klukkustundir ætla ég að vera fullur. Ég held að ég salti þessar vangavelltur for a rainy day.

miðvikudagur, júní 21, 2006



Í gær kíkti ég inn í eina ónefnda matvöruverslun áður en ég mætti í vinnunna. Ég var með 500 kall í vasanum og ætlunin var að kaupa mér eitthvað að éta fyrir vaktina. Semi vel útlítandi samloka varð fyrir valinu, ásamt kóki og prince polo. Þegar ég kom að afgreiðslukassanum, renndi gaurinn samlokunni fyrst í gegn. 575 krónur. Ég spurði gaurinn hvort hann ætlaði í alvörunni að reyna að selja mér eina samloku á 5 7 5 krónur. Hann hristi hausinn skilningslega og benti mér á að það væri eflaust til eitthvað ódýrara í búðinni. Á endanum fann ég eitthvað annað sem var ekki eins veglegt en þurfti samt að fá 8 króna afslátt.
Í smá stund langaði mér til að taka bræði mína út á einhverju eða einhverjum en ákvað að gera það ekki á afgreiðslustráknum. Er ég gekk út úr búðinni var mér litið til vinstri, þar sem höfuðstöðvar Íslandsbanka standa á Kirkjusandi. Öll ljós voru slökkt í byggingunni fyrir utan nokkrar ljóstírur á fáeinum skrifstofur. Ég gat mér til um að þetta væru sprenglærðir viðskiftafræðingar að vinna yfirvinnu við að analísera íslenska efnahaginn.
Mér datt í hug að ég gæti kíkt upp til þeirra og sagt þeim frá samlokunni svo þeir gætu farið heim til barnanna sinna en ég var víst orðinn of seinn í vinnunna. Ég er aðeins að skrökva. Ég var löngu orðinn of seinn og það skipti engu máli. Ég vildi bara ekki missa af Beverly hills 90210 og Melrose place. Því að það er staðreind að allt það besta í þessum heimi er ókeipis.

þriðjudagur, júní 20, 2006

ITS MY BIRTHDAY!!!!!!!


Til hamingju með afmælið, ég

þriðjudagur, júní 13, 2006

Sumargredda



Ég býst við að allir séu sammála um að lóan sé vorboði okkar Íslendinga. Mér hefur hins vegar fundist vanta pinpointið þar sem vorið endar og sumarið byrjar. Auglósasta svarið við þessu er sumargreddan. Sumargreddan er eitthvað sem ég held að allir kannist við af egin reynslu og ég er ekki frá því að hún sé grasserandi í okkur öllum á þessum misserum.
En hvað er sumargredda? Hver er munurinn á sumargreddu og venjulegri greddu? Er einhver munur á annað borð? Þurfum við að hafa áhyggjur?
Ég get fullvissað ykkur um það, að þið þurfið ekki að hafa mikklar áhyggjur en oft er gott að vera á varðbergi og þá er upplýsingin besta vopnið.
Munurinn á sumargreddu og venjulegri greddu er í raun sáraeinfaldur. Það er hægt að losa sig við hina venjulegu greddu einfaldlega með því að fá sér að ríða eða stunda sjálfsfróun. Köld sturta er einnig vænlegur kostur fyrir guðhrædda menn.
Sumargreddunni hins vegar verður ekki klórað með ofangreindum aðferðum, þótt þær séu endurteknar oft á dag og þetta er eitthvað sem verður að ítreka við fólk.
Eina leiðin til að losa sig við sumargredduna er að höstla og ríða ljóshærðum stelpum sem eru ekki mikið eldri en 18 ára. Þær verða að vera ljóshærðar og verða að vera í kringum 18. aldursárið. Þetta á bæði við um harðgifta menn og okkur sem leika lausum hala. Eðli málsins samhvæmt er ekki hægt að gera málamiðlanir við náttúruna og þeir sem telja sig getað komist hjá því eða geta ekki hlítt kalli náttúrunuar eiga fyrir höndum bitrar og erfiðar stundir.
Ég efast ekki um að margir sem lesa þetta hugsa með sér; "Djöfulsans ógeðis perri er hann" eða "Kann þessi maður ekki að stafsetja?" jafnvel "djöfull hitti hann naglan á höfuðið." Hvað sem því líður þá er ég bara að segja heilagan sannleikan og ég held að innst inni vitum við öll að þetta er sannleikur.
Þess vegna bið ég ykkur, gott fólk að næst þegar þið eruð spurð hvað þið ætlið að gera í sumar, að segja sannleikan. Ekki segja, "Ég ætla í útileigu" eða "Ég ætla að hanga á Austurvelli", segiði bara sannleikan.
"Ég ætla að flengríða nýlögráða, ljóshærðri stelpu."

mánudagur, júní 12, 2006

The plan

Ég er búinn að vera að vinna svo marga daga í röð að þrátt fyrir að það sé bara aðfaranótt mánudags, þá líður mér eins og það sé fimmtudagur og helgin á næsta leiti. Edrú helgar er furðulegar. Þær fucka upp tímaskininu í manni. Þær eru samt nauðsinlegar til að hlaða batteríin og ætla ég hér og nú að nýta tækifærið og tilkynna að ég ætla á heaví fillerí næstu helgi. By God! Ég ætla að hrynja svo hrikalega í það að þarsíðasta helgi á eftir að líta út eins og atriði í Húsinu á sléttunni. Ég mun ekki vera ánægður nema að ég vakni blindur á sunnudeginum. Svona eins og gellan í Húsinu á sléttunni. Ég ætla að kaupa mér rauðvín og mála bæinn rauðann með ælunni minni. Eða bara drekka nógu mikið af dry rommi að ég æli blóði.
Einn góður vinur minn segir alltaf, að maður sé dauðadæmdur ef maður er ekki með plan. Þetta er sem sagt planið mitt. Hvort það muni bjarga mér frá bráðum dauða skal ég láta ósagt. En það sem ég get sagt ykkur er að, ég er með plan. Ég mæli með að þið sem lesið þetta, gerið líka plan, til að bjarga ykkur frá bráðum dauðanum. Gott plan, skothelt plan. Plan sem að involverar óstjórnlega áfengis og eyturlifjaneyslu. Því að þegar á hólminn er komið, þá viljum við vera tilbúin.

laugardagur, júní 10, 2006

My first gravejard shift.




Fyrsta næturvaktin hjá mér í sumar. Hún þurfti auðvitað að vera á föstudegi. Þannig að ég er búinn að vera hangandi hérna á tjaldstæðinu á meðan þið öll eruð einhversstaðar, viti ykkar fjær af ölvun. So it goes.
Samt sem áður er nóttin alltaf töfrastund sólarhringsins, hvort sem maður er fullur eða ekki. Þegar ég var búinn að sitja hérna alltof lengi yfir tölvunni minni, þá var þögnin farin að vera ærandi. Ég ákvað að keyra út í 10 11 og kaupa mér sígarettur. Það var ekki sála á ferðinni og rigningin dundi á framrúðunni. Ég var allgerlega einn að keyra á blautum og dimmum götum Reykjavíkurborgar.
Töfrarnir byrjuðu þegar ég kveikti á útvarpinu. Blússandi Winds of change í gangi. Ég hækkaði í botn, söng með hástöfum og gaf pínulítið meira í. Bara ég, Scorpions og WV hennar mömmu. Having our litle moment.

fimmtudagur, júní 08, 2006



I GOT BUGS!!!
BUGS IN MY LUNGS..

Ég vaknaði í morgun með hálsin fullan af slími og sársauka. Ég var ekki fyrr búinn að opna augun, þegar samsæriskenningarnar fóru að myndast í hausnum á mér.
Tannálfar..... Ég hef ekki orðið var við þá lengi. þýðir ekki að ég sé laus við þá. Kanski koma þeir heim til mín, meðan ég er í vinnunni og dusta aspestriki yfir koddann minn. Kanski er þetta búið að vera lengi í gangi. Kanski er ég kominn með grasserandi lungnakrabbamein af langvarandi aspest innöndun, sem er tilkomin frá tannálfum, sem hafa eitthvað á móti mér. Hvað? Ég veit það ekki. Kanski er það útaf................................................................. Kanski reyki ég bara of mikið og þess vegna er ég með bronkítis......... Ég samt reyki ekkert svo mikið miðað við aðra og ekki eru þeir veikir..... Þarna kom það. Ég reyki ekki nógu mikið, þess vegna er ég veikur.

Annars get ég lítið kvartað. Ég sit hérna í afgreiðsluni á tjaldsvæðinu og hópur af hot gellum að raka gras fyrir utan. Djöfull er gellur hot í appelsínugulum pollabuksum og þykkum lopapeisum. Skil ekki af hverju fólk reynir ekki að selja mér bíla með þessu trixi. Heilsíðumynd af Jaris og ljóshærðri stelpu í íslenskri lopapeysu og þykkum og víðum pollabuxum við hliðina á. Ég veit ekki með ykkur en ég mundi þokkalega fá mér Yaris.

mánudagur, júní 05, 2006

BAM!!!!

Snilldar helgi að baki. Hvað get ég sagt annað?
Ekki neitt, nákvæmlega ekki neitt. Nema...... Brjáluð helgi.
Rekyjvík Trópik? Brjálað.
Ladytron? Brjálaðar.
Stilluppsteipa? Brjálaðir.
Supergrass? Brjálaðir.
Og Sleater Kinney voru faucking mad!!!!!!!!!!!
Fullt af áfengi, og fáránlega fínu fólki.
Brjálað.

Það er ekki hver helgi sem er jafn góð og Martin Scorsese mynd.

He Makes The Best Weekends,
He Makes The Best Weekends,
So I wana rip his eyes out and showe em down his throat.
And say thank you, thank you.
For making the best weekends.