mánudagur, maí 29, 2006

Woo!! heaven is a place on earth

Eins og allir helgardrykkjumenn, eins og ég sjálfur, vita. Þá virðist skemmtunin sem fylgir áfengisneyslu koma og fara í bylgjum. Fyrir einum mánuði síðan, voru öll fylleríin sem ég fór á, ein stór flugeldasýning frá upphafi til enda. Í dag eru þau öll farin að renna saman í eitt og eru orðin hver öðru leiðinlegri. Samt sem áður veit ég að það er ekki langt að býða, þangað til fylleríin verða aftur ljóslogandi stökk til himins sem síðan mun víkja fyrir annari ljægð. Og svo koll af kolli, þangað til að ég dey eða fer í aa. Gáfulegt mótvægi við þessar sveiflur, væri að drekka sem mest í hæðunum, þegar það er í raun skemmtilegt og draga síðan úr drykkjunni í lægðunum. Menn eru samt ekki alltaf gáfaðir og vilja oft snúa þessu við.
Ég veit ekki hvort ég sé sá eini sem sér samlíkinguna við hagkerfi nútíma vesturlanda í þessu. Ef h+un er til staðar, þá vaknar spurningin.
Er hægt að líkja drykkjuvenjum mínum við hagkerfi vesturlanda? Eða. Er hægt að líkja hagkerfi vesturlanda við mínar drykkjuhefðir? Hvað segir það um mínar drykkjuvenjur? Hvað segir það um nútíma hagkerfi. Ég veit það ekki. Eða kanski vill ekki vita það. Eða kanski er mér bara allveg sama.

En sama hversu leiðinlegt er á fylleríunum þá mun ég alltaf vera mesti aðdáandi þynnkunar. Þynnkudagar eru eins og nokkurskona galdradagar, þar sem allt sem maður tekur fyrir hendur er frábært. Svo lengi sem maður er í góðra vina hópi.
Ég ætlaði að skrifa langa greinargerð um þynnkudaginn minn í gær en ákvað að sleppa því, sökum þess að hún yrði of löng og mundi hvort eð er ekki geta lýst deginum til hlýtar. En það er ekki á hverjum degi sem maður hlustar á "Heaven is a place on earth" með Belindu Carlise í strædó á leiðinni heim.
Það er best í heimi að vera þunnur.