Tíminn heldur áfram að líða samhvæmt lögmálum stóraseguls og ég er kominn með internetið í vinnuna. Fimm daga fríið sem ég er búinn að vera í er nú á enda og ég þarf að sitja hérna vitandi það að allir sem ég þekki eru annaðhvort blindfullir eða drulluskakkir og eru örugglega að skemmta sér töluvert betur en ég á eftir að gera í nótt. Samt sem áður get ég litið yfir síðustu daga og verið nokkuð sáttur. Það er eitthvað svo gullfallegt við það að vera fullur í miðri viku, enda er alltaf skemmtilegra að gera hluti sem eru pínulítið bannaðir. Dillon varð fyrir valinu á miðvukudaginn og til að byrja með voru drykkjufélgarnir mínir samkynhneigðir karlmenn. Eftir 2 bjóra voru þrjár kvennkyns grænmetisætur búnar að skipta út hommunum. Ég var sem sagt í minnihlutahóp allt kvöldið en mér var ljóst að svo lengi sem bjórinn flæddi þá vorum við sameinuð í áfengisvímuni. Fyrir utan það hef ég alltaf talið mig frekar easy going og frjálslyndan gaur. Enda fynnst mér fáránlegt að samkynhneigðir fá ekki að gifta sig og að grænmetisætur meiga ekki borða kjöt.
En toppurinn á öllum bjórdrykkjusessjónum er að geta lagst undir feld í bJórvímu og misst meðvitund í nokkra klukkutíma.
Sólskinsdagar geta oft verið furðulegir. Þeir koma oft algerlega óboðnir og óvelkomnir. Maður er skuldbundin til að fá sér einn eða tvo bjóra á Austurvelli en þarf síðan að eyða restinni af deginum inn í of heitum herbergjum og skrifstofum sem eru með allt of þunnum gluggatjöldum. Vinnan hefur tekið við næstu 5 daga og ég er dæmdur til að sitja hérna í móttökunni, hlustandi á uppsafnaðar Rás 1 upptökur. Og þegar nóttin færist yfir mun hin kolsvarti köttur Zorró kíkja í heimsókn eins og vanalega og við munum halda hvor öðrum félagskap, kvíslandi stjarfir upp í loftið, "Scarecrow......Scarecrow".
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli