þriðjudagur, júlí 12, 2005

Óður til þunglindis

Helgin endaði hjá mér tónleikum á Nasa þar sem Hudson wayne spiluðu ásamt Anthony and the Johnsons. Maðurinn kom eins og kallaður í þennan miðsumarssudda sem við höfum þurft að lifa við. Og söng um hversu það erfitt það getur stundum verið að vera til.
Þunglindi er nefninlega kridd í tilveruna sem nauðsinlegt er að láta eftir sér reglulega. Stundum er bara nauðsinlegt að setja Tom Waits á fóninn liggja undir feld og vorkenna sjálfum like there is no tomorrow. Stundum þarf maður að minna sig á að þessi örfáu augnablik sem við fáum afnot af áður en maðurinn með ljáinn kemur, eru oftar enn ekki nýttar á fáránlegan hátt af okkar hálfu. Við erum í raun jafn ómerkileg og rikið í kringum okkur sem Tómas gamli minnir okkur á að við munum enda upp sem. Fólkið sem við elskum en hefur horfið á braut, hvort sem yfir móðuna mikklu eða bara einfaldlega flúið okkar eigin lesti, munu aldrei snúa aftur og mistökin okkar varðandi þau munu verða það síðasta sem við hugsum um áður en við hveðjum þennann harða heim í örvæntingu. Það gæti verið að einn daginn munum við taka flugið aftur. En bara til þess að hrapa aftur niður í gamla góða þunglindið.
En áður en við tökum upp rakvélablöðin, snörurnar eða svefntöflurnar vil ég bara minnast á eina hugmynd.
Tony Montana and the Johnsons.. "Say hello to my cripple starfish!!!!!!!!!!!!!!!"

Engin ummæli: