miðvikudagur, september 07, 2005

Útlandið er á næsta leiti



Jæja! Þá er maður bara að fara til útlandana á mánudaginn. Ég var að fatta að ég er ekkert búinn að fara út í ár sem er frekar fucking leim ef maður pælir í því.
Gallin við utanlandsferðir er að maður þarf að fara í flugvél til að komast þangað og mér er ekkert sérstaklega vel við að fljúga. Ég er ekki beint flughræddur að því marki sem mundi kallast sjúklegt en kemst samt ekki hjá því að hugsa um hræðilegan flugslysadauða þegar ég sest niður í flugvélasætið. Mér var sagt um daginn að þar sem ég hef flogið svo oft um æfina, þá ætti ég að vera hafin yfir svona heimskulegar hugsanir. En er það ekki samt þannig að ef maður hefur flogið oft um æfina, þá ætti maður fyrst að byrja að hafa áhyggjur, það er að segja ef maður horfir á þetta frá sjónarhorni líkindana. Mér finnst ég alltaf vera einhvernveginn að storka örlögunum þegar ég sit í hundrað tonna apparati í fimmþúsund feta hæð. Þó að ég viti að eðlisfræðin sér um að halda vélinni á lofti, þá er eitthvað í mér sem er handvisst um að það sé hönd guðs sem heldur undir flugvélina og að líf mitt og allra annara í flugvélinni er í höndunum hans, sem er náttúrulega allgert bull. Flugfélögin væru ekki að borga flugmönnum laun og að fylla vélarnar af rándýru og eldfimu flugvélabensíni, ef að almættið sæi síðan um lyftikraftin. En svona geta hugsanir manns verið heimskulegar og þegar flugvélin mun stíga til himna á mánudagsmorgun, með mig innanborðs, mun ég vera með hroll í maganum, ríghaldandi mér í eitthvað eða einhvern og biðjandi til guðs sem almenn rekstrarfræði er búin að afsanna að sé til.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

útfrá líkum þá er lík-legra að þú drepir þig á reykjanesbrautinni heldur en í fljúgandi röri. Annars fer þetta alltaf í gegnum heilabúið fyrir hvert flug hjá mér, what if we are going to crash ? kannski vegna þess að þá fer viss neyðaráætlun af stað hjá áhöfninni. Vertu bara viss um hvaða neyðarútgangur er næst þér og mundu, hann gæti verið fyrir aftan þig !