
Það gerðist eitt sinn að kona, sem var nokkuð virtur vísindamaður var að gera tilraunir á simpönsum. Hún var að rannsaka greind þessara dýra og þennan dag fólst tilraunin í því að simpansinn átti að opna kassa. Ef honum tækist það, fengi hann sætann ávöxt í verðlaunaskini. Eftir nokkurn tíma tókst simpansanum að opna kassan og vísindamaðurinn afhenti honum ávöxtinn sem hún hafði lofað. Síðar um daginn kom að því að hún þurfti að yfirgefa herbergið. Í þann mund sem hún var að loka hurðinni á eftir sér kom simpansinn á harðahlaupum á eftir henni og afhenti henni sellerístöng....Í verðlaunaskini.
Þessi virta vísindakona viðurkenndi síðar að enn sé hún ekki viss um hver hafi verið að gera tilraunir á hverjum þennan dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli