föstudagur, ágúst 26, 2005

ííííííííí fucking pod


Ég og áður hefur komið fram, þá var ég að kaupa mér ipod, fyrir stuttu. Ég get ekki sagt annað en að þetta sé fuckings snilld, fyrir utan að itunes (sem er forritið sem keyrir ipodin) er pain in the ass ef mp3 fælarnir manns eru illa merktir.
Ég hef soldið verið að fylgjast með markaðssetningunni á ipod og ég get ekki annað sagt en að ég er heillaður upp úr skónum. Eins og ég hef komið að áður þá er ég orðin ónæmur fyrir kynlífstengdum auglýsingum og væntanlega öll mín kynslóð. Einhver hjá Apple er að vinna heimavinnuna sína því að ég hef ekki enn séð brosandi kvennmann í auglýsingunum þeirra. Sjónvarpsauglýsingin sökkar náttúrulega en það segir mér engin að Apple hafi ekki borgað Family Guy framleiðundunum fáránlega mikin pening fyrir að láta Stewy taka skuggadansin í einum þættinum og þá væntanlega Weebl og Bob líka. Síðan eru einhverra hluta vegna bara fancy apple tölvur í IKEA bæklingum og allir hipp og kúl sjónvarpskarakterar halda alltaf á ipodinum meðan þeir eru að hlusta á hann í staðin fyrir að hafa hann í vasanum. Ég mundi allavegana ekki þora að halda á ipodinum mínum í neðanjarðarlest í Los Angeles, mundi hafa hann í vasanum og nota svört heyrnartól. Mér finnst líka magnað hvað fréttir tengdar ipod rata oft á síður dagblaðana. Eins og þessi gaur sem var myrtur í New York út af ipodinum sínum. (Veit ekki hvort er verra, að vera myrtur eða að láta ræna af sér ipodinum.........Jú auðvitað að vera bæði myrtur og láta ræna af sér ipodinum............Örugglega samt verra að vera rændur af ipodinum og síðan myrtur en allavegana....) Eftir að þetta gerðist þá hringdi eigandi Apple (sem ég nenni ekki að googla hvað heitir) í mömmu stráksins og vottaði henni samúð sína... Pretty desent thing to do en að sama skapi fáránlega góð auglýsing sem kostaði væntanlega bara símreikningin því að þessi frétt kom alla leiðina hingað. Annað sem ég rak augun í um dagin var lítil grein á netinu (man ekki hvar) þar sem var sagt frá stelpu sem lamdi kærastann sinn til dauða með ipodinum sínum. Þetta er pínu ósmekkleg umfjöllun en samt ekki þar sem þetta er fáránlega fyndið og enn og aftur frí auglýsing fyrir ipod. Ég einhvernvegin efast um að þetta hafi verið frétt ef að hún hafi drepið hann með Creative Zen eða Rio Carbon.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

örugglega verst að láta ræna af sér ipodnum og verða svo barinn til dauða með ipodnum. Ætli ipod hafi þessi áhrif á fólk, að það er tilbúið að drepa náungann til þess eins að eignast ipod, kannski hið nýja eiturlyf spyr ég ? Ég er allavega alltaf stoppaður í tollinum í Keflavík og spurður hvort ég sé með ipod, tollararnir greinilega farnir að taka harðar á innflutningi á ipod. Eitt skiptið hlupu þeir um hálfa LEA (Leifur Eiriksson Airport vegna þess að þeir vissu að ein flugfreyjan var að koma með ipod með 20GB frá USA, þetta er dauðans alvara. Er til íslenskt heiti á þessu tæki, iTæki, iBúnaður, iGræja...

Nafnlaus sagði...

police diary: "Last night 25 years old african-american was arrested for an iHomicide."

Nafnlaus sagði...

nei, það var gaur sem var laminn til dauða með sínum eigins i-pod af kærustunni sinni.

Leifið sagði...

Það er fucking nasty maður.

Nafnlaus sagði...

þþþþþ.... en hún rændi honum ekki af honum !

Leifið sagði...

'eg efast nú um að ipodinn hafi verið nothæfur eftir þessar barsmýðar. Ég er viss um að ábyrgðin coveri heldur ekki bilanir vegna þess arna