sunnudagur, mars 18, 2007

Það eru tvo orð sem ég er kominn með ógeð á. Þessi orð bera ef til vill vitni um það hversu siðspillt og úrkynjar umhverfið sem ég lifi og starfa í er og hefur verið síðustu mánuði.
Fyrsta orðið er cannona. Annað byrtingarform þessa orðs er "að cannonísera". Hitt orðið er "kagófónía" Mér þykir leiðinlegt að þurfa að viðurkenna að ég viti hvað þessi orð þýða en ég ætla ekki láta uppi hér og bið ég þá sem vita hvað þau þýða að halda því fyrir sjálfa sig. Við viljum ekki að þessi orð komist í almenna notkun. Þvílíkur viðbjóður það yrði.
Fræðimannalingó er hrikalegasti hlutur í heimi. Þetta er tæki hina menntuðu til að gera lítið úr hinum ómenntuðu. Sannleikurinn er hins vegar sá að fólk sem notar orð eins og kagófónía hefur ekkert að gera við menntunina sína nema að nota fínu orðin sem þau lærðu í almennu tali. Þeir sem ekki vita af þessu, hvort sem þeir eru menntaðir eða ekki, geta átt það á hættu að finnast þeir vera heimskir eða illa upplýstir. Sannleikurinn er hins vegar sá að þarna eru yfirleitt svik í tafli og manneskja sem ekki er vart að tala við.
Þannig að ef þú heyrir einhvern segja orðið kagófónía eða cannóna, ekki hika við að sparka í punginn á þeim sama og útskýra fyrir fólkinu í kring að þarna hafi verið á ferðinni loddari sem átti pungsparkið skilið.

fimmtudagur, mars 15, 2007

Ég er dottinn úr gírnum. Ekki lengur inn the zone. Of mikið að pæla í að gera hluti sem eru sannir en ekki kaldhæðnir. Þess er heilaþvottur menntastofanna megnugur. Ég er kominn aftur á þennann hrikalega stað. Þessi staður sem enginn vill vera á í lífinnu. Að vera að afsaka bloggleysi síðustu mánuði. Af hverju gerir fólk þessa hluti...........

Nei ég ætla ekki að pósta þessu. Þetta er of mikið væl. Ég vill ekki að fólk haldi að ég sé eitthvað þunglindur þegar ég er einungis þunnur eftir virkadagsbjórdrykkju. Það er náttúrulega tótally lame að sýna veikleika. Nema að maður setji þá í skemmtilegt samhengi. Þá hugsar fólk; "Djöfull er hann sniðugur þótt hann lifi augljóslega vonlausu lífi." Þjáningunni er fundinn tilgangur og breytt í sniðugt blogg. Svona eins og að skýra krabbameinið sitt Stína og gefa út bók.

Ég gæti kanskri skrifað það fyrsta sem mér dettur í hug.
Hvað er málið með yfirvaraskegg, það er fáránlega erfitt að stafsetja það orð. Ekki veit ég af hverju en það er það bara. Reyndar eru yfirvaraskegg fáránlega töff, hornsteinn menningar okkar, það sem skylur okkur frá dýrunum, skilur okkur frá konunum, það sem stendur fyrir allt það sem sem sem sem sem sem sem sem sem sem sem er ekki á skjön við sólóista í menningarlegum undirleik við sínar og skeiðarbólgur á mismunandi tímapunktum ókei þetta er tótally gay.

Ég skil ekki hvernig þetta getur nýst nokkrum manni. Ég ætti kanski bara að hæta þessu. Bíða þangað til að mér dettur eitthvað sniðugt í hug að skrifa hérna og hlýfa ykkur þessu pómó kjaftæði.
Gleymið því bara að hafa lesið þetta.