sunnudagur, ágúst 27, 2006

Optimus Prime



Þú varst mér eins og annar faðir þegar ég var að alast upp. Þú ert svo ógeðslega fáránlega fínn gaur að orð fá því ekki lýst. Ég er svo þakklátur fyrir að búa í heimi þar sem "manneskju" eins og þig er að finna. Ef að ég væri ekki nema hálfur maðurinn sem þú ert, þá mundi ég deyja hamingjusamur. Ef að allir væru eins og þú, þá væri engin þörf fyrir himnaríki. Við værum stödd þar nú þegar.


Nickleback sucka ass en þú ert svo sannarlega hetjan mín Optimus Prime


You got the touch! You got the power! Þú ert svo fáránlega töff!!
Vídjóið endar reyndar ekki vel. Fáránlega sorglegt reyndar, ég grét eins og smástelpa yfir þessu.

sunnudagur, ágúst 20, 2006

Hello! I like pineapples.

Mér leiddist (so whats new) og ákvað að breyta aðeins til hérna á blogginu. Hitt var orðið soldið þreitt. Fínt að hafa þetta bara svona svart. Svart eins og sálin í mér eða öllu heldur kaffið sem ég drekk.
Auk þess held ég barasta að svartur sé uppáhalds liturinn minn. Eða hvað? Svart, er eginlega ekki litur. Er það nokkuð? En ef að það er málið, er þá svart fólk ekki manneskjur?
Ég get ekki svarað þessu en ef ég væri rasisti, þá væru þetta allveg nógu góð rök fyrir mig.
En nú á ég víst að heita hvítur aríi. Hvítur er ekki heldur litur, þannig að ég hlít þá ekki heldur að vera manneskja. Ágætis röksemdarfærsla ef ég væri svartur rasisti.
En ef ég myndi troða mér í gegnum prismu, þá mundi ég verða allir litir í heiminum. Það geta blökkumenn ekki. Kanski liggja "yfirburðir" hvíta kynstofnsins í því.
En allavegana, bloggið mitt er orðið svart. Ég hefði getað haft það hvítt en það leit frekar gay út. Betra að hafa það svart. Svart eins og ristabrauðið sem ég ætla að fá mér þegar ég kem heim úr vinnunni.

laugardagur, ágúst 19, 2006


Ef þið hafið 3 og hálfan tíma til þess að drepa og vantar eitthvað athyglisvert til að röfla um, næst þegar þið drekkið ykkur út úr heiminum, þá er þetta allveg málið. Blamm

laugardagur, ágúst 12, 2006

Miðnæturregnbogi

Ég var að sópa gólfið fyrir framan afgreiðsluna á tjaldstæðinu. Klukkan var farin að ganga fimm og ég var með blússandi Roy Montgomery á fóninum. Himininn var fallega rauður í sólarupprásinni og allir gestirnir voru sofandi í tjöldunum sínum. Ég fór að taka eftir skringilegum ummyndunum á himninum og gerði mér síðan grein fyrir að þetta var regnbogi sem var að myndast um miðja nótt. Þetta var eitthvað sem ég hafði aldrei séð áður og ákvað að leggja frá mér kústinn, hækka í ipodinum og fylgjast með þessu fyrirbæri. Á hinum enda sjóndeildarhringsins var sólin að koma upp í öllu sínu veldi og himinninn breytti hægt og rólega um lit, frá eldrauðum í ljósbleikan og undir endan skutust bjartir gulir geislar sólarinnar yfir Esjuna og himinninn varð heiðblár á örskotstundu og regnboginn varð eins og neonljós yfir gylltum Snæfellsjökklinum. Nýr dagur var genginn í garð samhvæmt tímatali náttúrunnar og ég dró djúft andann og sagði við Guð í hljóði, "Hey! Þú ert fínn gaur."
Ég hafði ekki fyrr slept hugsununni þegar þessi fáránlega feita þýska kona gekk framhjá mér, óþarflega fáklædd.
Ég fylltist af einhverjum einkennilegum tómleika í bland við óstjórnlega reyði. Ég fór inn og skrifaði "YOU FUCKING ASSHOLE!!!!" á stórt pappaspjald, fór síðan aftur út, gekk út á miðja grasflötina og beindi því upp í loftið.

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Rockstarið

Djöfull er Magni að taka þetta. Hann er gjörsamlega að rúlla þessu upp og þjóðarstoltið blæs upp í okkur sem heima sitjum. Það var líka kominn tími til að Íslendingar fynndu eitthvað sem við gætum mögulega unnið. Það er nefninlega frekar súrt að komast aldrei upp úr undankepninni í júróvísjón og að einu heimsmeistararnir sem við eigum eru þroskahefftir.
Getur það verið að við höfum loksins fundið keppni sem er nógu hipp og cool fyrir okkur Íslendinga......... Eða er þetta bara annað dæmi um ólimpíuleika þroskaheftra.
Hvað sem því líður, þá eru þessir þættir allveg fáránlega vinsælir og það er allveg morgunljóst að hann Magni er tótally að fara að ríða framhjá feitu kærustunni sinni.

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

tmnt

Inn í mér eins og væntanlega flestum öðrum, býr lítill 12 ára drengur.
Og hann er gjörsamlega að MISSA það yfir þessu.

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Um meðvitundarleysi

Þegar ég kom heim úr vinnunni kl 9 í gær var ég búinn að ákveða að eiga próduktívan dag. Leggja mig bara í nokkra klukkutíma og rífa mig síðan á fætur og reyna að gera eitthvað af viti. Ég fékk mér góðan morgunmat og setti nokkra Venture bros þætti á playlista til að sofna yfir. Til að gera langa sögu stutta, þá svaf ég í heilar 14 klukkustundir. Þetta var líklegast nær meðvitundarleysi heldur en actuall svefni.
Þegar ég vaknaði, tók ég eftir að ég hafði fengið allnokkur sms og það sem kom mér á óvart var að ég hafði lesið öll en ekki svarað einu einasta þeirra. "villtu koma í bolta, leifur ætlaru að borða, leifur komdu út í góða veðrið, leifur komdu að msnast," ogsfr. Mér var sem sem sagt boðnir gull og grænir skógar ef ég myndi bara standa upp úr rúmminu. En ég valdi meðvitundarleysið. Þó að ég muni ekkert eftir meðvitundarleysinu þá get ég samt sem áður dregið þá áligtun að meðvitundarleysið fannst mér töluvert betri kostur heldur en þeir sem mér var boðið. Það þýðir að af öllu því undursamlega og skemmtilega sem er til í þessum heimi er meðvitundarleysið lang best. Þannig að næst þegar þú vaknar og ert ekki að meika að standa upp og takast á við heiminn, þá geturu hugsað með sjálfum þér. "Af hverju ætti ég að taka kaffi með mér til Kólumbíu?" Síðan geturu lagst aftur út af og upplifað daginn algerlega meðvitundarlaus, með þæginlega tilhlökkun í maganum um hið óendanlega meðvitundarleysi sem bíður okkar allra bak við móðuna mikklu.

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Hress



Ég var hress í heilar 5 mínútur á þessari næturvagt sem nú er allveg að vera búinn. 5 mínítur af hressleika. Einhverstaðar innan þessara 5 mínútna, hugsaði ég með sjálfum mér. "Djöfull er þetta fínt að vera svona hress. Mér fynnst að ég ætti bara alltaf að vera svona, kanski að ég geri það bara."
Nokkrum mínútum síðar var ég aftur kominn í leiðindarskap. Þegar ég gerði mér grein fyrir því, reyndi ég að rekja aftur hvað hafi komið mér úr góða skapinu og kom í ljós að það var nákvæmlega ekki neitt. Hugur minn hafði bara látið sig reika aftur í vonda skapið.
Nú held ég að sérhver manneskja beri ábyrð á sínum egin þankagangi. Þar af leiðandi er það gefið að hressleiki er ákvörðun en ekki eitthvað meðfætt eða eitthvað ósjálfrátt ástand........... Hver velur sér það að vera hress? Hvað hefur hresst fólk nokkurntíman gert fyrir heiminn? Hvernig er hægt að velja sér að vera hress þegar heimurinn er jafn ömurlegur og raun ber vitni. Ég tel mig geta áligtað útfrá þessu að hressleiki sem er ekki tilkominn af áfengis eða eyturlifjaneyslu eða af afbrigðilegri kynlífshegðun, heldur af egin vali er ekkert annað enn hrein illska. Ef að þú velur þér það að smæla framan í þessa viðbjóðslegu tilveru þá ertu að setja þig í sama flokk og menn eins og Hitler og Scott Bakula.