fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Sonic Youth..........Töff..

Sonic Youth heiðruðu okkur með nærveru sinni í gær og í fyrradag og ég mætti samviskusamlega á fyrri tónleikana. Ég mætti ekki af því að ég er mikill Sonic Youth aðdáandi, heldur frekar af skyldurækni. Ekki það að mér finnist þeir leiðinlegir, þvert á móti. Það er bara eitthvað við Sonic Youth sem mér finnst vanta. Eitthvað sem aðrir virðast heyra, aftur á móti. Það góða við Sonic Youth er helst það hversu töff það er að vera Sonic Youth aðdáandi. Svona svipað eins og reykingar býst ég við. Það er nefninlega fáránlega töff að reykja, rétt eins og það er fáránlega töff að hlusta á Sonic Youth.
Fyrir löngu síðan keypti ég minn fyrsta og eina Sonic Youth disk "daydream nation" og það eina sem ég hugsaði þegar ég var að borga fyrir diskinn var hversu töff ég mundi vera með einn Sonic Youth disk í safninu. Ég hafði svo mikkla trú á þessu að þegar kom að því að ég var að bjóða stelpu, sem ég var frekar skotinn í, í bíltúr. Setti ég einmitt Daydream Nation í spilaran og keðjureykti Marlboro sígarettur. Hefði ég scorað þetta kvöld, væri ég eflaust hardcore Sonic Youth fan, en allt kom fyrir ekki og ég sat eftir með erfiðar spurningar sem ég vildi fá svör við. "Af hverju að hlusta á Sonic Youth ef maður fær ekki að ríða út á það?"
Mikið vatn hefur runnið til sjáfar síðan þá og get ég ekki annað sagt en að þrátt fyrir að ég hafi ekki keypt mér annan Sonic Yoth disk, þá er ég töluvert meira töff í dag heldur en þá. Ekki nóg með það að ég sé töff, heldur hefur mér tekist að umkringja mig með einstaklega töff fólki og ef þú ert að lesa þetta blogg, þá ert þú eflaust eitt af því fólki.
En þegar árin færast yfir og færa manni hina verðmæta reynslu, þá skilur maður það, að vera töff er töluvert flókið fyrirbæri og þrátt fyrir að nokkrir Sonic Youth diskar í safninu skemma ekki fyrir, þá getur það verið varhugarvert að treysta eingöngu á þá þegar á hólminn er komið.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahahhahahahhahahahhahhahhah!! þú hljómar einsog algjör douche í þessum post ;)

"hvers vegna að hlusta á sonic youth ef maður fær ekki einusinni að ríða út á það?"

þetta mun héðan í frá vera mitt slogan.

did you get that thing i sent you?