fimmtudagur, október 26, 2006

Eins og þeir sem þekkja mig betur en aðrir vita, þá bý ég í gömlu bárujarnsklæddu timburhúsi á efstu hæð. Það brakar og marrar í öllu þegar maður gengur um og þegar hurðum er skellt þá nötrar allt húsið. Ef þið haldið að ég sé að kvarta þá hafið þið rangt fyrir ykkur. Mér finnst þetta vera huggulegt tilbreyting við sálarlausu steinsteipuhúsin. Við erum með þessa fínu þvottavél inn á baðherbergi hjá okkur og það er óskrifuð regla að það má bara nota hana á daginn því að húsið skellfur þegar hún er í gangi.
Hins vegar gerðist það um daginn að þessi regla var brotin. Ég kom heim seint að kvöldi eftir erfiðan dag í skólanum, dauðþreyttur bæði á líkama og sál. Ég fór inn á klósett til að pissa og þegar ég stóð þarna fyrir framan postulínið var þvottavélin farin að vinda þvottinn. Gólfið á baðherberginu víbraði eins og illa stilltur traktor í lausagangi og ég fann undarlega róandi tilfinningu skríða upp lappirnar á mér. Þegar ég var búinn að ljúka mér af og sturta niður, slökti ég ljósin og lagðist hugsunarlaust niður á víbrandi gólfið og lokaði augunum. Þarna lá ég í myrkrinu á hlýja viðargólfinu og slökkti á huganum á meðan gólfið hrissti ljúfum straumum upp í bakið á mér, vælið frá þvottavélinni við hliðina á mér var sem hin ljúfasti söngur og ég fann fyrir djúpstæðum innri friði. Eftir Það sem að virtist vera sem heil eilífð, hætti þvottavélin að vinda og ég opnaði augun, stóð upp og kveikti ljósinn.
Án efa er þetta kjánalegasti hlutur sem ég hef nokkurntíman gert á æfinni.

þriðjudagur, október 03, 2006

Ironía

Ég heyrði því flengt fram að kaldhæðni væri helsti óvinur okkar kynslóðar. Hvernig getur nokkuð verið raunverulegt í heimi þar sem allt snýst um kaldhæðni? Er kaldhæðni ekki bara ópíum fólks 21 aldarinnar? Eitthvað sem kaninn forridaðu okkur með í gegnum Hollywood myndir til þess að gera okkur raunveruleikafirrt og sátt. "Svo lengi sem við getum gert grín að tilverunni, þá er allt í góðu."
Segjum sem svo að ég mundi kaupa þessa pælingu. Hvað ætti ég að gera? Hvað ætti ég að skrifa hérna? Hvað hef ég að segja ef ég get ekki verið kaldhæðinn?............Ekki mikið.
Ég gæti reynt að tala um alvöru tilfinningar.

Það ætti ekki að vera mikið mál, ég átti frekar krappí dag.
Þegar ekkert er framundan nema leiðindar vinnuvika og tækifærum helgarinnar voru sóað út af heimskulegum fortíðardraugum, liggur maður eftir, andvaka upp í rúmmi á aðfaranótt þriðjudags með tómleika í hjarta. Minn helsti vinur er svefnin, því þegar maður sefur finnur maður ekki neitt. En ég er ekki að fara að sofna strax og þarf því að liggja hérna og pæla í hlutunum því að ekki get ég verið fullur.
Ég vildi óska að síminn minn mundi hringja á fullu, á svona kvöldum þegar maður er einmanna en mundi hins vegar þegja um helgar þegar maður á hvort eð er fullt af vinum. Ég væri geðveikt til í að eiga fáránlega hot kærustu sem mundi sofna með manni enn þarf síðan að mæta snemma í vinnuna svo ég þurfi ekki að vakna með henni. Hún þyrfti líka að vera fáránlega rík og mundi alltaf þurfa að fara í viðskiptaferir til útlanda um helgar svo ég geti verið eftir og djammað í friði.
Allt þetta og boðsmiða á Airwaves, þá er ég sáttur. Þetta er nú ekki mikið sem ég er að byðja um.
Kanski eru þessir hlutir fyrir fólk sem getur verið ekki kaldhæðið.