

Ég horfði á fréttir í fyrsta skiptið í langan tíma síðastliðið kvöld. Það er gott að taka sér frí frá fréttaáhorfi reglulega. Það er róandi að þurfa ekki að taka afstöðu í hinum og þessum málefnum, sem hvort sem er koma manni lítið við í amstri dagsins.
Eitt af þessum málefnum eru þessir bölvaðir Kárahnjúkar. Fyrir löngu síðan tók ég afstöðu á móti þessari virkjun en ég held að það hafi aðeins verið út af því að það er töluvert meira "inn" að vera á móti henni heldur en með. Mér finnst samt, þegar öllu er á botninn hvolft, ég ekki hafa rétt á því að taka afstöðu án þess að vera hræstnari. Þetta snýst víst allt um umhverfi, ál og peninga. Þar sem ég keiri um á mengandi bíl, drekk reglulega bjór úr dósum, án þess að spá of mikið í hvort þær lendi í endurvinnslunni og hef lítið sem ekkert peningavit, þá hef ég víst lítinn rétt á því að ásaka einn né neinn um neins kins spjöll.
Mér finnst líka kaldhæðnislegt að við þurfum að flytja inn erlenda mótmælendur rétt eins og við þurfum að flytja inn erlent vinnuafl til þess að byggja þessi herlegheit. Samt sem áður tek ég ofan fyrir þessum mótmælendum, fyrir að nenna þessu, rétt eins og ég tek ofan fyrir verkamönnunum fyrir að meika að vinna þarna út í einskinsmannslandi.
Fyrir mitt leiti, þá kemur hinn frægi klámmyndaleikari Rocco alltaf upp í hugan, þegar ég heyri talað um Kárahnjúkavirkjun og eitt frægasta atriði klámmyndasögunar. Atriðið er frægt fyrir að vera í grófari kanntinum og er þannig uppsett að á meðan Rocco er að taka þessa klámmyndaleikonu aftanfrá er hann að dýfa haustnum á henni ofan í klósettskál. Kanski er það perrinn í mér að tala en mér finnst vera ljóðræn samlíking þarna á milli og svipaðar siðferðisspurningar vakna í kollinum á manni þegar maður stendur frammi fyrir þessu tvennu. Þetta er væntanlega einstaklingsbundið hvað fólki finnst en fyrir mig persónulega, þá þarf meira til þess að særa blygðunarkennd mína, heldur en þetta margfræga atriði. En þrátt fyrir það, þá fannst mér þetta heldur of langt gengið og í raun óþarfa ruddaskapur, hjá þessum annars ágæta klámmyndaleikara. Viðhorf mitt á þessu atriði speglast í viðhorfi mínu á Kárahnjúkavirkjun, soldið langt gengið og óþarfa ruddaskapur hjá ráðamönnum þessarar þjóðar að kaffæra móður náttúru í einhverju skítugu virkjanalóni.
Hins vegar getur maður ekki annað en dáðst af atorkunni og hugmyndasemi, þessara klámmyndaleikara (þótt ruddaleg sé) að sama skapi og maður getur ekki annað en dáðst af þessum virkjanarframkvæmdum og tæknilegum afrekum og framsækni hennar.
En hvað sem því líður, þá mun ég halda áfram að keira um á mínum meingandi bíl, kærandi mig kollóttann um hvað verður um tómu bjórflöskurnar sem ég skil eftir og eyða peningunum mínum í vitleysu, um ókomna framíð. Þar af leiðandi, neitandi mér um rétt til þess að taka afstöðu til umhverfismála. Samt sem áður get ég huggað mig við þá staðreind að heimurinn er ekki svarthvítur og í kjölfarið fullur af skemmtilega ljóðrænum samlíkingum sem geta oftar en ekki verið í dónalegri kanntinum.
-Ég vil nota tækifærið og biðjast afsökunar á því að hafa briddað upp á pólitískum umræðum, hér á bloggsíðunni minni og lofa að gera sem minnst af því í framtíðinni.-