Það versta sem getur komið fyrir næturvörð eru internet bilanir. Í fyrradag kom ég sem sagt í vinnuna í frekar laim skapi og var mér þá tjáð að internetið var í fucki. Nátthrafnar Skjás eins voru ljós í myrkrinu og ég horfði stjarfur á skjáinn, kvíðandi þess sem mundi gerast þegar dagskráin væri búinn.
Smátt og smátt hurfu túristarnir inn í tjöldin sín og ró komst á tjaldstæðið. Dagskrá næsta dags kom upp á skjáinn undir þessu gloomy lagi sem við þekkjum öll og ég var ekki í stuði til að horfa á tónlistarmyndbönd, þannig að ég slökkti á sjónvarpinu og setti Boards of Canada á fóninn. Ég hallaði mér aftur í stólnum setti blásturinn á hitaranum í botn og leyfði huganum að reika um stund og stað og horfði út á þögla tjaldstæðið.
Eftir nokkra stund fór ég að heyra furðulegt hljóð. Það kom að utan og hljómaði eins og í biluðum rafmagnsmótor. Það nálgaðist óðfluga og fyrr en varði var kominn upp að dyrunum fjölfatlaður maður í rafmagnshjólastól. Hann sneri stólnum að mér og þrátt fyrir óeðlilega útsæð gagnaugu sá ég að hann starði á mig með, fjarlægum en illum rauðsprungnum augum. Hann ýtti stýripinnanum á stólnum áfram með vanskapaðri hendinni og kom hægt og rólega inn í afgreiðsluna til mín. Hann var klæddur í ljósgráan jogginggalla og slefið lag niður munnvikin hans í stórann blett á peysunni sem náði niður á útstæða bumbuna á honum. Fötin hans voru öll útötuð matarleifum og í þann mund sem ég ætlaði að reyna að heilsa honum, sá ég blóðsletturnar á buxunum hans og það eina sem ég gat gert var að öskra í móðursýki. Þótt að ég reyndi að öskra eins hátt og ég gat kom aðeins lítið kvísl upp úr mér og ég fann hvernig ég varð allur máttlaus er hann kom nær og nær með þessi ásakandi augu. Veggirnir gufuðu upp og gólfið hvarf undan mér og ég kraup niður í varnarstöðu er hann greip í hnakkann á mér með slímugu hendinni sinni og togaði mig í átt til sín.
Síðan hrökk ég upp úr stólnum og fattaði að afgreiðslan var algerlega mannlaus og enginn spassi að reyna að drepa mig. Ég leit á klukkuna og sá að ég var búinn að vera sofandi í yfir klukkutíma. Ég sá þann besta kost í stöðunni að fara að þrífa og leða hugan að einhverju öðru. En þá allt í einu fannst mér eins og einhver væri að fylgjast með mér. Þótt að ég vissi að það væri fráleit hugmynd fannst mér það allt í einu nauðsinlegt að fara að leita að hlerunarbúnaði og földum myndavélum á vinnustaðnum mínum. Ég vissi hins vegar að ef ég mundi gera það þá myndi ég stíga með báðum löppum inn í geðveikina sérstaklega í ljósi þess að ég hafði ekkert sofið í 3 daga og ákvað í staðinn að fara að sópa og blastaði David Bowie í ferðageislaspilaranum mínum til þess að yfirgnæfa raddirnar í hausnum á mér.
Ég flýtti mér heim þegar vaktin mín var búinn, ekki viss hvað mundi bíða mín þegar ég kæmi heim. Þegar heim var komið sá mamma að ég var ekki í sérstaklega góðu ástandi og þá fattaði ég hversu yndislegt það er að eiga góða mömmu. Hún færði mér heimabakaðar bollur sem hún hafði spækað með svefnlifjum, enda svaf ég í 10 klukkutíma eftirá. Þegar ég hins vegar vaknaði var hún búin að elda handa mér lasagna sem hún hafði blandað með prósaki og ég var tilbúinn að horfast í augu við aðra næturvagt með þá von í hjarta að internetið væri komið í lag.
P.S. Þetta blogg er 60% uppspuni.