föstudagur, september 01, 2006

Uppdate

En og aftur er ég fluttur í 101. En og aftur hef ég flutt í íbúð sem er í göngufæri við kynlífshjáæðartækjarbúð. Þetta er nú ekki neitt sem var planað hjá mér en ég er ekki frá því að það sé viss öriggistilfynning fólgin í því að búa í námunda við þess slaks búð. Náttúrulega kemur verðlagið í veg fyrir að maður versli eitthvað við þessar búðir en það breytir ekki því að örigistilfynningin er til staðar.
Ég er sem sagt fluttur á Hverfisgötuna, í þessa líka fínu íbúð og bý hérna með henni Láru. Sit hérna við gluggann á annari hæð og horfi yfir Esjuna og fyllibytturnar fyrir neðan. Pretty sweet eh? Ég er líka byrjaður í Listaháskólanum sem er frekar töff.
Þannig að ég er bara þiggjandi námslán frá ríkinu og eyði dögunum í að búa til list. Ég hef allveg verið í verri aðstöðu um æfina.
Ég er meiri að segja orðinn ritari í nemendafélaginu FLÍS. Margur frægur verið það á undan mér.
Já svona er lífið mitt skemmtilegt þessa dagana. (Skemmtileg eins og leikhús á ekki að vera, það er að segja skemmtilegt. Þetta lærði ég í listaháskólanum)
Ég vona bara að ég hætti ekki að vera sniðugur þó að það sé svona gaman hjá mér.
Best að fara að hætta þessu. Er að fara að detta í það.
Chao!!

Engin ummæli: