Ég er búinn að vera að vinna svo marga daga í röð að þrátt fyrir að það sé bara aðfaranótt mánudags, þá líður mér eins og það sé fimmtudagur og helgin á næsta leiti. Edrú helgar er furðulegar. Þær fucka upp tímaskininu í manni. Þær eru samt nauðsinlegar til að hlaða batteríin og ætla ég hér og nú að nýta tækifærið og tilkynna að ég ætla á heaví fillerí næstu helgi. By God! Ég ætla að hrynja svo hrikalega í það að þarsíðasta helgi á eftir að líta út eins og atriði í Húsinu á sléttunni. Ég mun ekki vera ánægður nema að ég vakni blindur á sunnudeginum. Svona eins og gellan í Húsinu á sléttunni. Ég ætla að kaupa mér rauðvín og mála bæinn rauðann með ælunni minni. Eða bara drekka nógu mikið af dry rommi að ég æli blóði.
Einn góður vinur minn segir alltaf, að maður sé dauðadæmdur ef maður er ekki með plan. Þetta er sem sagt planið mitt. Hvort það muni bjarga mér frá bráðum dauða skal ég láta ósagt. En það sem ég get sagt ykkur er að, ég er með plan. Ég mæli með að þið sem lesið þetta, gerið líka plan, til að bjarga ykkur frá bráðum dauðanum. Gott plan, skothelt plan. Plan sem að involverar óstjórnlega áfengis og eyturlifjaneyslu. Því að þegar á hólminn er komið, þá viljum við vera tilbúin.
2 ummæli:
Það má einnig kalla þetta line-up. Sbr. að læna einhverju upp, hvort sem það er djamm eða kvenmaður. Hver kannast ekki við að sms-ast við stelpu allt kvöldið, og þegar þú ferð niður í bæ þá veistu hvað bíður þín: Unaðsmök og fjör. Þetta er góð tilfinning: að vita að eitthvað gott bíður þín. Þessi tilfinning byggist engu að síður á blekkingu: Að láta eins og maður hafi stjórn á lífi sínu og aðstæðum.
Þetta er kanski fallegt konseft á blaði. Eðli málsins samkvæmt þá eru unaðsmök yfirleitt betri óplönuð. Svona eins og að detta í það á virkum dögum
Skrifa ummæli