laugardagur, júní 10, 2006

My first gravejard shift.




Fyrsta næturvaktin hjá mér í sumar. Hún þurfti auðvitað að vera á föstudegi. Þannig að ég er búinn að vera hangandi hérna á tjaldstæðinu á meðan þið öll eruð einhversstaðar, viti ykkar fjær af ölvun. So it goes.
Samt sem áður er nóttin alltaf töfrastund sólarhringsins, hvort sem maður er fullur eða ekki. Þegar ég var búinn að sitja hérna alltof lengi yfir tölvunni minni, þá var þögnin farin að vera ærandi. Ég ákvað að keyra út í 10 11 og kaupa mér sígarettur. Það var ekki sála á ferðinni og rigningin dundi á framrúðunni. Ég var allgerlega einn að keyra á blautum og dimmum götum Reykjavíkurborgar.
Töfrarnir byrjuðu þegar ég kveikti á útvarpinu. Blússandi Winds of change í gangi. Ég hækkaði í botn, söng með hástöfum og gaf pínulítið meira í. Bara ég, Scorpions og WV hennar mömmu. Having our litle moment.

Engin ummæli: