
Ég var hress í heilar 5 mínútur á þessari næturvagt sem nú er allveg að vera búinn. 5 mínítur af hressleika. Einhverstaðar innan þessara 5 mínútna, hugsaði ég með sjálfum mér. "Djöfull er þetta fínt að vera svona hress. Mér fynnst að ég ætti bara alltaf að vera svona, kanski að ég geri það bara."
Nokkrum mínútum síðar var ég aftur kominn í leiðindarskap. Þegar ég gerði mér grein fyrir því, reyndi ég að rekja aftur hvað hafi komið mér úr góða skapinu og kom í ljós að það var nákvæmlega ekki neitt. Hugur minn hafði bara látið sig reika aftur í vonda skapið.
Nú held ég að sérhver manneskja beri ábyrð á sínum egin þankagangi. Þar af leiðandi er það gefið að hressleiki er ákvörðun en ekki eitthvað meðfætt eða eitthvað ósjálfrátt ástand........... Hver velur sér það að vera hress? Hvað hefur hresst fólk nokkurntíman gert fyrir heiminn? Hvernig er hægt að velja sér að vera hress þegar heimurinn er jafn ömurlegur og raun ber vitni. Ég tel mig geta áligtað útfrá þessu að hressleiki sem er ekki tilkominn af áfengis eða eyturlifjaneyslu eða af afbrigðilegri kynlífshegðun, heldur af egin vali er ekkert annað enn hrein illska. Ef að þú velur þér það að smæla framan í þessa viðbjóðslegu tilveru þá ertu að setja þig í sama flokk og menn eins og Hitler og Scott Bakula.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli