Thað sem gerist þegar maður fer á fillerí með króníska hálsbólgu.
Mað fær sýkingu í hálseitlana. Sem er ekki gott. Það er eiginlega frekar ógeðslega vont. Þessi eitlar eru staðsettir á bak við kjálkabeinið í fólki og er á stærð við frekar stóra baun. Minn er hins vegar á stærð við körfubollta. Körfubollta með göddum sem að standa út úr honum. Sársaukinn og óþægindin eru ólýsanlega grimm. Læknirinn gaf mér pensilín í töfluformi sem ég get ekki kyngt án þess að það blæði úr hálsinum á mér og síðan fékk ég skitið íbúfen við sársaukanum. Það kanski skiptir ekki máli því ég mun hvort eð er deyja úr þessu.
Ef þið eigið eitthvað ósagt við mig, þá legg ég til að þið komið því til skila innann tveggja daga. Því að eftir tvo daga verð ég dauður úr hálsbólgu.
mánudagur, nóvember 06, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég á eftir að sakna þín. Þú ert fínn gaur.
Má ég eiga Preacher blöðin þín þegar þú deyrð?
Og annað: Mæli með að þú gerir vídjó-erfðaskrá og hefjir hana með: "Góðir hálsar..."
Vídjó erfðarskrá er fáránlega góð hugmynd!!!!!
Held ég muni bara hefjast handa núna.
Þú mátt eiga Preacher ef það kemur fram í erfðarvídjóinnu. (Hef ekki trú á öðru en að það muni gera það)
Skrifa ummæli