
Þegar ég vaknaði, tók ég eftir að ég hafði fengið allnokkur sms og það sem kom mér á óvart var að ég hafði lesið öll en ekki svarað einu einasta þeirra. "villtu koma í bolta, leifur ætlaru að borða, leifur komdu út í góða veðrið, leifur komdu að msnast," ogsfr. Mér var sem sem sagt boðnir gull og grænir skógar ef ég myndi bara standa upp úr rúmminu. En ég valdi meðvitundarleysið. Þó að ég muni ekkert eftir meðvitundarleysinu þá get ég samt sem áður dregið þá áligtun að meðvitundarleysið fannst mér töluvert betri kostur heldur en þeir sem mér var boðið. Það þýðir að af öllu því undursamlega og skemmtilega sem er til í þessum heimi er meðvitundarleysið lang best. Þannig að næst þegar þú vaknar og ert ekki að meika að standa upp og takast á við heiminn, þá geturu hugsað með sjálfum þér. "Af hverju ætti ég að taka kaffi með mér til Kólumbíu?" Síðan geturu lagst aftur út af og upplifað daginn algerlega meðvitundarlaus, með þæginlega tilhlökkun í maganum um hið óendanlega meðvitundarleysi sem bíður okkar allra bak við móðuna mikklu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli