
Kannist þið við það þegar þið eruð að surfa á netinu og farið í sakleysi ykkar inn á einhverja myspace síðu. Þið eruð búin að lesa fyrstu málsgreinina og allt í einu blastast uppáhaldslag myspace persónunar, fáránlega hátt. Þið skrollið upp og niður síðuna þangað til að þið fynnið spilarann og ýtið á pásu en þá er það orðið of seint því þið eruð þegar orðið massa pirruð. Maður lofar sjálfum sér að muna eftir að lækka í tölvuhátölurunum næst þegar maður er að surfa en maður man það aldrei og martröðin endurtekur sig, aftur og aftur.
Tilvera mín síðustu daga er búin að vera sem stanslaus myspace hryllingur. Ég var í fríi alla síðustu viku en þurfti að sætta mig við að hanga heima veikur. Þegar fríið var búið breyttist veikin í eytlasýkingu. Ég fékk þetta fína pensilín hjá lækninum og síðan þá er búið að vera spítalalygt af þvaginu mínu sem er fín tilbreyting. Ég var loksins farinn að sjá fram á langþráða hestaheilsu en þá gerist það að hálsinn á mér læsist. Ég get sem sagt ekki hreyft hálsinn á mér til hliðar án þess að deyja úr sársauka.
Ég veit ekki allveg hvert ég er að fara með þetta. Líklegast ekki á neinar merkilegar slóðir. Það nefninlega gerist ekkert merkilegt þegar maður er veikur. Vitið þið um eitthvað merkilegt veikt fólk?................ Ég hélt ekki.
3 ummæli:
ÞOKKALEGA MAGIC JOHNSON!!
hefuru ekki lesið ævisöguna hans?
Eitt orð: KARMA.
Þú getur ekki verið vond manneskja endalaust Leifur.
Þetta var nú sagt í kaldhæðni sko.
Annars hef ég nú yfirleitt talið mig vera ágæta manneskju. Kanski að ég ætti að byrja að gefa stefnuljós.
Skrifa ummæli