miðvikudagur, júní 21, 2006



Í gær kíkti ég inn í eina ónefnda matvöruverslun áður en ég mætti í vinnunna. Ég var með 500 kall í vasanum og ætlunin var að kaupa mér eitthvað að éta fyrir vaktina. Semi vel útlítandi samloka varð fyrir valinu, ásamt kóki og prince polo. Þegar ég kom að afgreiðslukassanum, renndi gaurinn samlokunni fyrst í gegn. 575 krónur. Ég spurði gaurinn hvort hann ætlaði í alvörunni að reyna að selja mér eina samloku á 5 7 5 krónur. Hann hristi hausinn skilningslega og benti mér á að það væri eflaust til eitthvað ódýrara í búðinni. Á endanum fann ég eitthvað annað sem var ekki eins veglegt en þurfti samt að fá 8 króna afslátt.
Í smá stund langaði mér til að taka bræði mína út á einhverju eða einhverjum en ákvað að gera það ekki á afgreiðslustráknum. Er ég gekk út úr búðinni var mér litið til vinstri, þar sem höfuðstöðvar Íslandsbanka standa á Kirkjusandi. Öll ljós voru slökkt í byggingunni fyrir utan nokkrar ljóstírur á fáeinum skrifstofur. Ég gat mér til um að þetta væru sprenglærðir viðskiftafræðingar að vinna yfirvinnu við að analísera íslenska efnahaginn.
Mér datt í hug að ég gæti kíkt upp til þeirra og sagt þeim frá samlokunni svo þeir gætu farið heim til barnanna sinna en ég var víst orðinn of seinn í vinnunna. Ég er aðeins að skrökva. Ég var löngu orðinn of seinn og það skipti engu máli. Ég vildi bara ekki missa af Beverly hills 90210 og Melrose place. Því að það er staðreind að allt það besta í þessum heimi er ókeipis.

Engin ummæli: